Að leiða blönduð teymi krefst einstakrar blöndu af færni til að skapa hnökralausa samvinnu milli starfsmanna á skrifstofu og í fjarvinnu. Árangur veltur á því að koma á skýrum samskiptaleiðum, viðhalda samheldni teymisins og tryggja jafna þátttöku óháð staðsetningu. Leiðtogar verða að skipuleggja fundi og verkferla af kostgæfni sem brúa bilið milli stafræns vinnurýmis og vinnurýmis á vettvangi. Með því að tileinka sér rétt verkfæri og venjur geta leiðtogar blandaðra teyma skapað sterka menningu þar sem allir meðlimir teymisins finna fyrir tengingu og eru hvattir til að leggja sitt besta af mörkum.
Handbækur FranklinCovey – þér að kostnaðarlausu
Hér hefur þú aðgang að hagnýtum handbókum sem teymi FranklinCovey hefur tekið saman til að þjóna áskorunum líðandi stundar. Efni handbókanna varða mál sem eru í brennidepli öflugra vinnustaða og leiðtoga.

5 spurningar til að auka framleiðni á fundum
Öll þekkjum við óþægindin sem fylgja því að sitja á leiðinlegum og óskipulögðum fundum sem skila af sér fáu nema eyða tíma okkar að óþörfu. Það er í þínum verkahring að leggja grunninn að árangursríkum fundum með réttu hugarfari og öflugum undirbúningi. Það getur tekið nokkrar mínútur að svara þessum spurningum, en með því að gefa þér tíma í þær geturðu forðast illa skipulagða fundi í framtíðinni og aukið framleiðni til muna.
Sækja hér.

Reiknaðu með mér – 3 leiðir leiðtoga til að magna áhrif allra
Líkt og margir aðrir vinnustaðir gæti þinn vinnustaður staðið frammi fyrir hamlandi áskorunum. Þið standið frammi fyrir síbreytilegu landslagi fjarvinnu eða blandaðra starfshátta, hæfileikaráðningum (eða stöðvun á ráðningum) og mismunandi stigum starfsþátttöku. Inni í miðjum hvirfilvindi truflana þurfið þið samt sem áður að standa við markmið vinnustaðarins til að tryggja að hjólin snúist áfram. Í síbreytilegu umhverfi er mikilvægara en nokkurn tímann fyrr að skipuleggja tíma, markmið og athafnir af ásetningi til að knýja fram besta framlag allra.
Sækja hér.

3 leiðir til að skapa menningu vaxtar
Að styðja við velgengni starfsmanna er forgangsverkefni fyrirtækja í dag. Starfsmenn, sem hafa hamingju sína og velferð í fyrirrúmi eru afkastameiri, skila af sér hágæða vinnu og halda tryggð við vinnustaðinn sinn.
Sækja hér.

Góð ráð – Forysta á hraða trausts
Flest vandamál sem tengjast frammistöðu má í raun rekja til dulinna traustskatta. Þegar við rýnum traustskatta er auðveldara að greina raunverulegt virði trausts. Að sama skapi sýnir traustsarður fram á þann árangur sem hlýst af menningu mikils trausts.
Á námskeiði okkar Forysta á hraða trausts er lögð áhersla á umgjörð, tungumál og árangursrík viðhorf sem hraða fyrir innleiðingu og árangri
á meðan kostnaður fer lækkandi.
Sækja hér

6 leiðir fyrir leiðtoga til að byggja traust – og forðast að missa það
Þegar vinnustaðurinn er leiddur áfram af trausti eykst skilvirk samvinna og betri árangur næst. Þetta skiptir máli — því traust er gjaldmiðill hröðunar.
Og í viðskiptaheimi dagsins í dag þurfum við öll traust.
Sækja hér

Forysta án aðgreiningar: Þrjár leiðir til að byggja upp áreiðanlega og trausta menningu á vinnustaðnum.
Eiginleikinn að þekkja styrkleika fólks og koma þeim í framkvæmd er fyrsta skrefið til að viðurkenna og fagna fjölbreytileikanum. Leiðtogar sem forgangsraða inngildingu og taka sér tíma til að leiðbeina hverjum og einum í teymi sínu auka helgun og árangur þvert á teymið.
Sækja hér

Hvers vegna vinnustaðurinn þinn ætti að íhuga þögula ráðningu
Leiðtogar finna fyrir stöðugum þrýstingi að skila árangri, að draga úr uppsögnum og viðhalda ánægju starfsfólks á meðan þeir leiða teymin sín í gegnum síbreytilegt efnahagsumhverfi.
Nú hafa margir vinnustaðir snúið sér að þögulum ráðningum (e. quiet hiring) til að mæta þörfum leiðtoga sem og starfsmanna.
Sækja hér

Starfsþróun: Virkjaðu slagkraft breyttrar hegðunar
Viðmið árangursríkrar forystu hefur breyst. Til að vinna að vexti og velferð öflugra vinnustaða er mikilvægt að styðjast við starfsþróunaráætlanir sem knýja fram hegðunarbreytingu einstaklinga og teyma.
Sækja hér

80/20 Virknigreining
80/20 virknigreiningin er verkfæri sem hjálpar þér að greina þær athafnir sem munu hafa mest áhrif á allra mikilvægasta markmiðið þitt® (e. Wildly Important Goal – WIG).
Sækja hér

Máttur breytinga
Færnibylting er að eiga sér stað á vinnumarkaði dagsins í dag sem krefst nýrrar stefnu sem varðar þjálfun og menntun starfsmanna. Virkjaðu mátt breytinga með 5 öflugum leiðtogafærniþáttum sem tendra sameiginlegar breytingar í síbreytilegu landslagi
Sækja hér

7 venjur til árangurs – öflugur lærdómur til persónulegrar forystu
Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs til að dafna í síbreytilegum heimi með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um forystu og árangur. Þessi stutta samantekt fer yfir lögmálin sjö og hvernig má nýta þau í daglegu lífi.
Sækja hér

Að miðla upplýsingum um breytingar
Það hvernig þú tjáir þig um breytingar við liðsmenn hefur mikil áhrif á skilning þeirra og getu til að aðlagast. Allar breytingar fela í sér röskun en stjórnendur geta lágmarkað þessi áhrif gegnum árangursrík samskipti.
Sækja hér

Að dafna í nýjum heimi vinnu
Heimsfaraldurinn hraðaði breytingum í átt að nýjum vinnuaðferðum sem eru sveigjanlegri, meira eflandi og styðja betur við tilfinningalegar og félagslegar þarfir starfsfólks.
Sækja hér

5 markþjálfunar-spurningar fyrir þig
Eftirfarandi spurningar eru hannaðar til að hjálpa þér að greina núverandi nálgun þína við breytingar og tileinka þér árangursríkt hugarfar sem gerir þér kleift að blómstra við nýjar aðstæður
Sækja hér

6 gildrur til að forðast þegar áhrifaríkt fjarteymi er virkjað
Fjöldi vinnustaða kynna nú breytingar í vinnuumhverfi sem samanstendur af vinnu á vettvangi, fjarvinnu eða „hybrid“ samblöndu af hvoru tveggja. Þrátt fyrir áframhaldandi fjarvinnu, þá þarf það ekki að bitna á framleiðni og ef vel er gert, þá kann það jafnvel að auka hana
Sækja hér

100+ öflugar spurningar í gott spjall
Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnenda er að taka stöðuna reglulega með hverjum og einum. Með „1&1“ samtölum gefst tækifæri til að vakta framvindu verka, taka stöðuna á mikilvægum málum og koma auga á tækifæri. Mikilvægt er að hitta starfsmenn reglulega í dagsins önn og taka öflug samtöl til að tryggja áframhaldandi árangur og helgun.
Sækja hér

6 leiðir til að byggja traust
Sækja hér

4 skref til að skerpa á og hrinda í framkvæmd markmiðum
Einföld formúla, úr 4DX grunnstoðum við framkvæmd stefnu (4 Disciplines of Execution) veitir þér öfluga leið til að koma auga á „hvar þú ert í dag, hvert þú vilt fara og frestinn til að ná því markmiði“. Ef þú notar þessa formúlu til að ræða um markmið með mælanlegri hætti þá verður auðveldara að skilja og miðla markmiðum.
Sækja hér

7 tillögur til að bæta tímastjórnun
Þessi hagnýta handbók fer yfir 7 tillögur til að nýta lögmál tímastjórnunar. Allir ættu að geta nýtt sér þessa hugmyndafræði til að ná að forgangsraða því allra mikilvægasta og koma fleiru í verk.
Sækja hér

6 leiðir til að hjálpa þínu teymi að takast á við streitu á breytingatímum
í þessari handbók veitum við þér sex leiðir sem þú getur nýtt til að hjálpa starfsfólki þínu að vinna úr þeim breytingum sem eiga sér stað í kringum það og kortleggja árangursríka leið fram á við — þrátt fyrir umrót í lífi og vinnu.
Sækja hér

Hjálpaðu þínu teymi að vaxa og dafna í nýjum heimi fjarvinnu
Hjálpaðu þínu teymi að vaxa og dafna í nýjum heimi fjarvinnu með 8 snjöllum ráðum til að auka helgun, samstarf og anda
Sækja hér

9 ráð til að virkja innihaldsrík samtöl
Að vera góður í að tjá sig er undirstaða þess að vera góður stjórnandi en árangursrík samskipti snúast í reynd meira um að hlusta á og skilja aðra. Tileinkaðu þér hagnýtar leiðir til að hlusta eins og leiðtögi og virkja þar með innihaldsrík samtöl.
Sækja hér

10 samtöl til að byggja upp traust
Að byggja upp menningu trausts hefst með sameiginlegu tungutaki sem samanstendur af einföldum—en öflugum—setningum sem leiðtogar nota til að þakka fyrir, sýna samkennd og veita stuðning.
Sækja hér

7 leiðir til að vera virkari stjórnandi
Nýttu tímalausa nálgun metsölubókarinnar 7 venjur til árangurs til að auka áhrif og árangur þinn sem leiðtogi. Lykilfærni við að leiða fólk til árangurs í fjarvinnu eða í raunheimum.
Sækja hér

5 ráð til að stjórna orku þinni
Hvernig gengur þér að stjórna helstu uppsprettum orku þinnar? Ráðin hér í þessari handbók munu hjálpa þér að taka upp góðar venjur á sviðum sem margir eiga í erfiðleikum með. Líttu á mótun þessara venja sem fjárfestingu í að verða ánægðari og árangursríkari bæði í vinnu og í einkalífi þínu.
Sækja hér
