7 venjur til árangurs® Grunnur

Auktu árangur á vinnustaðnum öllum.

Árangur vinnustaðarins byggir á öflugum einstaklingsárangri á öllum stigum. Frábær frammistaða krefst algengra gildra, hegðunar og færni sem samstillir getu einstaklinga við stefnu vinnustaðarins.

Hjálpaðu öllum starfsmönnum þínum að ná árangri með lausninni 7 venjur: Grunnur, sem er eins-dags kynning að efninu 7 venjur til árangurs®: Signature Edition 4.0. Efnið er aðgengilegt í stafrænu formi, á On Demand og einnig á vettvangi og kynnir námskeiðið til leiks grunnlögmál, viðhorf og aðferðir venjanna 7, og er sérstaklega hjálplegt fyrir framlínustarfsfólk.

Þátttakendur kynnast tímalausum lögmálum árangurs sem færir þá nær auknum þroska og betri frammistöðu. Einnig læra þátttakendur að sannur árangur kemur innan frá.

Quote PNG

7 venjur kynna til leiks sannreynt ferli persónulegs og félagslegs vaxtar sem hefur áhrif til styttri og lengri tíma.

— Dr. Stephen R. Covey

Virkt tungutak

1

Venja 1: Vertu virk(ur)®

Einblíndu á og bregstu við því sem þú getur stjórnað og haft áhrif á frekar en það sem þú hefur ekki stjórn á.

2

Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða®

Skilgreindu hvað árangur merkir fyrir þig og hvernig þú hyggst ná árangri.

3

Venja 3: Mikilvægast fyrst®

Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðunum frekar en að vera stöðugt að bregðast við áríðandi málefnum.

4

Venja 4: Hugsaðu Vinn-Vinn®

Vertu árangursríkari í samstarfi með því að skapa sambönd sem byggjast á miklu trausti.

5

Venja 5: Skilja fyrst, miðla síðan®

Hafðu áhrif á aðra með því að þróa með þér djúpan skilning á þörfum þeirra og viðhorfum.

6

Venja 6: Skapaðu samlegð®

Þróaðu nýjar og spennandi aðferðir sem hafa áhrif á fjölbreytileikann og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.

7

Venja 7: Skerptu sögina®

Auktu helgun, orku og jafnvægi milli starfs- og einkalífs með því að gefa þér tíma til að huga að sjálfum/sjálfri þér.

Persónulegi og opinberi sigurinn

Persónulegi sigurinn

Fyrst byggja þátttakendur grunn karakters með því að einblína á sjálfstjórn—og öðlast þar með persónulega sigurinn. Þeir taka fulla ábyrgð á gjörðum sínum, ákvörðunum, tilfinningum og árangri. Þátttakendur læra að samstilla eigin persónulegu lífssýn við tilgang teymisins og vinnustaðarins og læra hvernig þeir geta framkvæmt sín stærstu markmið með því að einblína á það sem skiptir mestu máli, ekki bara það sem er mest aðkallandi hverju sinni.

Opinberi sigurinn

Næst öðlast þeir opinbera sigurinn með því að læra grunninn að árangursríkri samvinnu—til að hafa langvarandi áhrif. Þeir fá að kynnast hugarfari gnægðar í öllum samskiptum, hvernig þeir geta átt árangursrík samskipti við aðra með virkri hlustun og hvernig þeir geta nýtt samlegð til þess að leysa vandamál og finna þá enn betri lausnir við vandamálum.

Gögn þátttakenda:

 • 7 venjur: Grunnur — handbók þátttakenda
 • Stórir steinar: Tól
 • 7 venjur: Spil
 • 21-daga samningur
 • Living the 7 Habits™ Appið
Quote PNG

Það eru nokkur atriði sem skipta máli þegar það kemur að velja FranklinCovey. Það er í fyrsta lagi að þetta er alþjóðlega viðurkennt nám og námsefnið er því búið til af miklu fagfólki á sviði stjórnunar. FranklinCovey hafa verið starfandi í áratugi og hafa sannað að efnið er vel uppbyggt og byggt á rannsóknum. Efnið er hægt að klæðskeriðsauma að ákveðnum stjórnendum. Svo skiptir líka máli að hafa gott aðgengi að FranklinCovey á Íslandi, eins og Guðrún Högnadóttir sem keyrir þetta á Íslandi er mikill reynslubolti og að hafa það aðgengi er mjög mikilvægt.

— HAFSTEINN BRAGASON, mannauðsstjóri Íslandsbanka.

Frí handbók

7 venjur til árangurs – öflugur lærdómur til persónulegrar forystu

Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um leiðtogahæfni.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Fjarnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt – hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

Kastljós á viðskiptavini – Alþjóðleg matvælaframleiðsla

Að hvetja til vaxtar í gegnum hvatningu starfsmanna

Alþjóðlegt matvælaframleiðslufyrirtæki einblínir á hvatningu starfsmanna til að hvetja til vaxtar á markaði. Með því að virkja 7 venjur til árangurs® námskeiðið, ná starfsmenn stöðugt nýjum árangri og fyrirtækið er á góðri leið að ná vaxtarmarkmiði sínu.

Mississippi Power

Að virkja menningu forystu og árangurs

Mississippi Power þurfti að undirbúa sig fyrir heildsölubreytingu. Afnám hafta í atvinnugreininni olli gríðarlega miklum breytingum, sem sneru sérstaklega að þjónustu á þeirra vegum. Sjáðu hvernig fyrirtækið innleiddi 7 venjur til árangurs® til að virkja menningu forystu og árangurs á vinnustaðnum öllum.

X-Fab

Að brúa bilið milli skipulagningar og framkvæmdar

X-FAB er leiðandi steypufyrirtæki sem sérhæfir sig í flaumrænum hálfleiðurum, þurftu að byggja sameiginlegt tungumál og styrkja teymið. Sjáðu hvernig fyrirtækið nýtti 7 venjur til árangurs® til að byggja áhrifaríkari persónulega framleiðni og skoða endinn í upphafi verks.

Birchwood Automotive Group

Að leggja grunn að sameiginlegu tungumáli til að efla samskipti

Birchwood Automotive Group nýtir 7 venjur til árangurs® til að leggja grunninn að sameiginlegu tungumáli og aðferðafræði til að miðla upplýsingum og viðhalda viðskiptum. 7 venjur breyttu menningu þeirra sem leiddi til aukins hagnaðar.

0
  0
  Karfan þín
  Karfan þín er tómAftur í bókabúð