Endurmenntunar- einingar (CEU)

Vottaðar vinnustofur

Alþjóðlegar endurmenntunareiningar

Vinnustofur FranklinCovey veita þátttakendum alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continous Education Units). Markmið okkar er að veita þátttakendum bestu endurmenntun sem völ er á með framúrskarandi þjálfun, gögnum, matstækjum, tólum og stafrænni eftirfylgni.

Gæði og magn

Hvað er endurmenntunareining?

Endurmenntunareining ( (Continuing Education Unit (CEU)) er stöðluð mælieining sem notuð er til að mæla magn endurmenntunar og ávinning þjálfunar sem gagnast ýmsum aðilum, aðgerðum og tilgangi á sviði endurmenntunar.

Hvernig get ég fengið endurmenntunareiningar?

Þátttakendur sem hafa áhuga á að fá endurmenntunareiningar fyrir nám sitt í vinnustofunni verða að skrá sig inn og út með notkun nemendalista (Continuing and Professional Education Roster) til að staðfesta að þeir voru viðstaddir. Þessi listi er síðan sendur aftur til FranklinCovey fyrir frágang skírteina. Endurmenntunarskírteini eru gefin út 4-6 vikum eftir vinnustofuna.

Hvaða vinnustofur gefa endurmenntunareiningar?

Allar vinnustofur FranklinCovey fyrir almenning gefa endurmenntunareiningar í samræmi við þann fjölda tíma við þjálfun sem um er að ræða. Fjölda veittra endurmenntunareininga má sjá í töflu FranklinCovey yfir viðurkenndar vinnustofur hér. Endurmenntunareiningar kunna að vera fáanlegar fyrir sérsniðnar vinnustofur fyrir þinn vinnustað. Áætlaðar stundir sérsniðinna vinnustofa má einnig finna í töflunni yfir viðurkenndar vinnustofur, en þar sem að þessar vinnustofur kunna að vera mismunandi m.t.t. tímalengdar og efnis eru einingar veittar á grundvelli hvers tilviks fyrir sig.

IACET

FranklinCovey er vottaður sem viðurkenndur fræðsluaðili (Authorized Provider) af International Association for Continuing Education and Training (IACET). Í því umsóknarferli hefur FranklinCovey sýnt að það uppfyllir kröfur ANSI/IACET staðalsins sem er viðurkenndur alþjóðlega sem rammi um góðar starfsvenjur fræðsluaðila. Þannig má FranklinCovey veita alþjóðlegar endurenntunareiningar (IACET CEU) fyrir vinnustofur sem uppfylla kröfur staðalsins. Nánar hér www.iacet.org

PMI

FranklinCovey hefur hlotið viðurkenningu alþjóðlega verkefnastjórnunarsamtakanna (Project Management Institute (PMI)) sem vottaður þjálfunaraðili í verkefnastjórnun. Credit for Project Managers awarded through PMI (Project Management Institute). FranklinCovey is a Registered Education Provider (REP) of the Project Management Institute (PMI), the world’s largest membership association for the project management profession. We offer training to satisfy the project management education requirement for PMI Certifications as well as Professional Development Education units (PDUs) needed by PMI credential holders. FC REP #: 3795 www.pmi.org

CPE

FranklinCovey er skráð hjá National Association of State Boards of Accountancy (NASBA) sem viðurkenndur veitandi af endurmenntun fyrir fagaðila á sviði bókhalds (sponsor of continuing professional education on the National Registry of CPE Sponsors.) www.learningmarket.org

Nánar um CEU

Hér finnur þú upplýsingar um þær vinnustofur FranklinCovey sem eru viðurkenndar til að gefa endurmenntunareiningar (Continuous Education Units). Á vefsvæðinu má einnig finna upplýsingar um tækifæri til endurmenntunar flokkuð eftir atvinnugreinum. Fyrir neðan eru svör við nokkrum algengum spurningum um þau tækifæri sem við bjóðum upp á til endurmenntunar. Nánari upplýsingar eru einnig fáanlegar í töflu FranklinCovey yfir viðurkenndar vinnustofur hér: FranklinCovey Accredited Workshops & Hours chart.