Styrkir til vinnustaða

Sjóðir
Styrkir til fræðslu og þróunar
Endilega kynntu þér leiðir sem þinn vinnustaður getur nýtt til að fjármagna þjálfun starfsfólks með lausnum FranklinCovey. Hægt er að nálgast ýmsa starfsmenntastyrki sem nýta má á námskeiðum og vinnustofum okkar til að stuðla að bættri frammistöðu, aukinni framleiðni og öflugri vinnustaðamenningu.
Þessi listi er ekki tæmandi.
Áttin
Fyrirtæki greiða iðgjald í starfsmenntasjóði/-setur og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sína eða vegna námskeiða sem starfsmenn sækja. Einnig geta fyrirtæki fengið fræðslustjóra að láni inn í fyrirtækið og styrki til eigin fræðslu.
Ríkismennt
Ríkismennt SGS er þróunar-og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS). Markmið sjóðsins er annars vegar að efla símenntun starfsmanna og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfsvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma
Starfsmenntunarsjóður embættismanna
Markmið sjóðsins er að styðja sjóðfélaga til að viðhalda og þróa starfshæfni sína og menntun. Aðild að sjóðnum eiga embættismenn sem heyra undir úrskurð Kjararáðs (aðrir en prestar) og þeir starfsmenn ríkisins sem standa utan stéttarfélaga.
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks
Sjóðurinn veitir styrki til félagsfólks í VR/LÍV og fyrirtækja með starfsfólk í sömu stéttarfélögum. Hlutverk sjóðsins er að auka starfshæfni og menntunarstig félagsfólks sjóðsins sem leitt gæti til virðisauka fyrir þá og fyrirtækin.
Starfsafl
Starfsafl – starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins, Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, er sérstakur sjóður sem ætlað er að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrirtækja.
Efling
Sjóðir fyrir þá sem vinna á opinberum vinnumarkaði, hjá ríkinu, hjúkrunarheimilum, Reykjavíkurborg og, Kópavogsbæ og Seltjarnarnesi eru þrír: Flóamennt, starfsmenntasjóður Reykjavíkurborgar og fræðslusjóður Kópavogsbæs og Seltjarnarness.
Landsmennt
Sjóðir fyrir þá sem vinna á opinberum vinnumarkaði, hjá ríkinu, hjúkrunarheimilum, Reykjavíkurborg og, Kópavogsbæ og Seltjarnarnesi eru þrír: Flóamennt, starfsmenntasjóður Reykjavíkurborgar og fræðslusjóður Kópavogsbæs og Seltjarnarness.
Sameiki
Félagsmenn geta sótt um styrki vegna fræðslu og heilsueflingar og einnig sjúkradagpeninga. Kynntu þér úthlutunarreglur hér á síðunni en sótt er um styrkina á Mínum síðum. Þá geta stjórnendur sótt um styrki vegna starfsþróunarverkefna á vinnustað.
Skólar og menntastofnanir
Endurmenntunarsjóðir aðildarfélaga KÍ veita styrki til einstaklinga og/eða hópa til endurmenntunar samkvæmt reglum um starfsemi hvers sjóðs fyrir sig.