4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu®

Frá orðum til athafna – markmiðin í höfn með 4DX

Einföld, endurtakanleg formúla til að ná að framkvæma mikilvægustu forgangsatriði vinnustaðarins.

Á hverju ári verja vinnustaðir meira 30 milljörðum dollara í mótun stefnu—og meira en 80% mistekst. 4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu® er aðferðafræði FranklinCovey sem veitir vinnustöðum, sem leitast eftir því að efla framkvæmd stefnu, viðeigandi tól til þess að ná markmiðum með því að skapa menningu framúrskarandi frammistöðu.

4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu í stuttu máli

1

Grunnstoð 1: Leggðu áherslu á það allra mikilvægasta

Grunnstoð 1 varðar fókus. Framúrskarandi framkvæmd stefnu hefst á því að þrengja fókusinn—greina skýrt hvað er í forgangi. Annars skiptir ekkert sem þú afrekar máli.

2

Grunnstoð 2: Einblíndu á LEAD mælikvarða

Grunnstoð 2 varðar vogarafl. 80% árangurs þíns kemur vegna 20% athafna þinna; ert þú að einblína á réttu athafnirnar? Grunnstoð 2 byggir á því lögmáli að ekki allar athafnir séu jafnar. Greindu þær athafnir sem skipta mestu máli.

3

Grunnstoð 3: Haltu sannfærandi skortöflu

Þetta er grunnstoð helgunar. Fólk og teymi spila leikinn öðruvísi þegar haldið er utan um stigin, og réttu skortöflurnar hvetja fólk alla leið til sigurs.

4

Grunnstoð 4: Skapaðu takt ábyrgðar

Þetta er grunnstoð ábyrgðar. Hún snýst um að beina athygli og orku að hegðun og aðgerðum sem leiða af sér eða spá fyrir um að þú náir mikilvægasta markmiðinu.

Fyrirkomulag vinnustofu

Fókus, agi og leikgleði – samstíga og í takt við stefnu

Markhópur

Efra lag stjórnenda sem standa fyrir stefnumótun á vinnustöðum.

Tímalengd

Vinnustofa á vettvangi er samtals 16 klst. Oft kennt á 4 hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 9 x 20 mínútur.

Innifalið

4DX — vönduð handbók og verkfæri þátttakenda á íslensku eða 20 öðrum tungumálum. Stafrænn aðgangur að námsefni og ítarefni með áskrift að AllAccessPass.

Frí handbók

4 skref til að skerpa á og hrinda í framkvæmd markmiðum

Einföld formúla, úr 4DX grunnstoðum við framkvæmd stefnu veitir þér öfluga leið til að skilgreina markmið.

Frí handbók

7 leiðir til að vera virkari stjórnandi

Nýttu tímalausa nálgun metsölubókarinnar 7 venjur til árangurs til að auka áhrif og árangur þinn sem leiðtogi.

Að innleiða 4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu® á þinn vinnustað

Sögur viðskiptavina

Whirlpool

Að auka söluárangur

Whirlpool leitaði að sannreyndu ferli til að auka framleiðni söludeildar sinnar. Sjáðu hvernig 4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu® hjálpaði Whirlpool að þrengja fókusinn á sölu og marktækum aðgerðum – og tókst þannig að auka sölu sína um $5.7M á fyrstu 90 dögunum.

Alamo háskólinn

Að auka helgun nemenda

Alamo háskólinn einblíndi á að halda nemendum í námi og halda þeim helguðum þegar kom að því að sinna náminu. Sjáðu hvernig skólanum tókst að auka gráðufjölda um 17% á 8 mánuðum, og tókst þannig að framkvæma mikilvægasta markmiðið, og langt umfram það.

Dekalb læknastöðin

Að auka ánægju sjúklinga

Dekalb læknastöðin notaði 4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu® til að ná framúrskarandi árangri með hliðsjón af ánægju sjúklinga. Sjáðu hvernig Dekalb fór úr því að tilheyra 3. prósentustigi í að vera hluti af 99. prósentustigi í frammistöðu.

Marriott

Að ná besta árangrinum

Fáar iðnaðargreinar urðu fyrir jafn miklu tekjutapi og hótelrekstur á þessum óvissutímum. Sjáðu hvernig Marriott gat helgað starfsmenn sína að mikilvægustu markmiðunum, jafnvel í miðjum heimsfaraldri.