Forysta á hraða trausts®

Leiddu þitt fólk til árangurs á grunni trúverðugleika og áhrifaríkra samskipta

Menning trausts getur einungis dafnað þegar heiðarleiki er til staðar.

Traust er ekki eiginleiki sem þú annað hvort hefur eða ekki; traust er færni sem má læra. Í teymum og vinnustöðum þar sem mikið traust ríkir verður frammistaða mun betri en hjá þeim sem virkja ekki menningu trausts með sínum liðsmönnum.

Að þróa traust hjálpar liðsmönnum að vera orkumeiri og helgaðir starfi sínu. Þeir vinna árangursríkari samvinnu, ljúka verkefnum fyrr og ná framúrskarandi árangri.

Kannaðu Forysta á hraða trausts®

Traust kemur með æfingunni.

Það er ekki nóg að leysa flókin vandamál vinnustaða með pennastriki, ákvörðun stjórnar, einu námskeiði, endurskipulagningu eða kerfisbreytingum. Þessir þættir geta svo sannarlega verið gagnlegir, en í kjarna allra árangursríkra athafna er raunverulegt fólk sem sinnir raunverulegum verkefnum.

Hagfræði trausts

Traust hefur alltaf áhrif á tvær breytur: hraða og kostnað. Þegar traust minnkar, minnkar hraði og kostnaður hækkar. Þegar traust eykst, eykst hraði og kostnaður minnkar. Hagfræði trausts á vinnustöðum er sú að við borgum stöðugt falinn traustsskatt.

Vinnustaður getur til að mynda unnið samkvæmt framúrskarandi stefnu og sýnt fram á mikla hæfileika til að hrinda í framkvæmd stefnu, en traustskattur eða ávinningur trausts getur haft mikil áhrif á lokaniðurstöðuna. Þetta sýnir okkur skýrt raunverulegt virði trausts.

Hvernig traust virkar

Traust verður til vegna tveggja þátta: karakters og hæfni. Karakter felur í sér heilindi þín, ásetning þinn og ásetning þinn gagnvart fólki. Hæfni hefur að gera með getu þína, færni og fyrri og núverandi árangur.

Með aukinni áherslu á siðferði í samfélagi okkar er sú hlið trausts sem snýr að karakter alltaf að verða verðmætari í samfélagi okkar. Hins vegar er hæfni — sú hlið trausts sem oft gleymist — alveg jafn mikilvæg.

Upplýsingar um námskeið

Lausnin Forysta á hraða trausts getur haft varanleg áhrif á árangur vinnustaða með því að auka frammistöðu einstaklinga og teyma.  Að skapa trausta og virka menningu er besta leiðin til að skapa samkeppnisforskot til frambúðar.

Fyrirkomulag vinnustofu

Samkeppnisforskot með samstíga teymi

Markhópur

Námskeiðið hentar starfsmönnum á öllum stigum vinnustaðarins.

Tímalengd

Vinnustofa á vettvangi er samtals 16 klst. Oft kennt á 4 hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 10 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.

Innifalið

Vönduð vinnubók þátttakenda – á íslensku eða 20 öðrum tungumálum. Hraði trausts: Spilastokkur Vikulegar traustsstundir: Handbók leiðtoga Forysta á grunni trausts®: Bók Hraði trausts: Appið  360º mat

Frí handbók

6 leiðir til að byggja traust

Nýttu þér eftirfarandi safn af góðum starfsvenjum til að byggja upp traust og hvetja teymi til að ná markmiðum.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Fjarnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

Frito-Lay

Að auka traust til að fara fram úr væntingum

Í stað þess að verða fyrir fjárhagslegum skapa ákvað Frito-Lay að fara fram úr væntingum. Efnahagslægð, verðbólga og ófyrirsjáanleg veðurskilyrði ollu miklum verðhækkunum í birgðakeðju Frito-Lay. Þeir þurftu að breyta hratt viðskiptamódeli sínu. Forysta á grunni trausts® hafði undirbúið fyrirtækið með því að kynna til leiks nýtt sjónarhorn og færni til að stjórna á þessum ófyrirsjáanlegu tímum.

Borgin Provo

Að breyta menningu með trausti

Borgin Provo upplifði gríðarlegan vöxt og innstreymi í viðskiptum og fjárfestingum. Sjáðu hvernig borgin umbreytti menningu sinni og hélt jákvæðum meðbyr með Forystu á grunni trausts®.

Kastljós á viðskiptavini – Bifvélaiðnaður

Að hraða framúrskarandi árangri

Bílafyrirtæki, sem þegar er afkastamikið, þráir að leysa úr læðingi falda getu. Með aðstoð All Access Pass® á vegum FranklinCovey, sagði forstjórinn að teymið hafi skuldbundið sig framúrskarandi árangri og sé undirbúið undir framtíð aukinnar samkeppni á markaði.