Rekstrarfærni™

Grunnur viðskipta og virðissköpunar

Vita starfsmenn þínir hvaða áhrif þeir geta haft á virðissköpun?

Starfsfólk hefur sífellt sértækari fagþekkingu til þess auka áhrif og árangur sinn. En sú sérþekking getur leitt til þess að þeir sjá ekki hvernig vinnustaðurinn í heild virkar, og hvaða áhrif hlutverk þeirra hefur á virðissköpun.

Námskeiðið Rekstrarfærni byggir á bókinni What the CEO Wants You to Know eftir Ram Charan. Bókin dregur saman margra ára reynslu Charan af samstarfi með forstjórum Fortune 100 fyrirtækja og veitir námskeiðið öllum starfsmönnum – óháð stöðu eða staðsetningu – innsýn inn í starfsemi vinnustaða svo þeir geti samstillt vinnu sína við markmið fyrirtækisins og haft þannig langvarandi áhrif á virðissköpun vinnustaðarins í heild.

Quote PNG

Stígðu til baka og taktu inn vinnustaðinn í heild. Þegar þú skoðar margbrotið eðli vinnustaðarins færðu skýrari mynd af því sem er að gerast í heiminum.

— Ram Charan

Upplýsingar um námskeið

5 undirstöðuþættir í viðskiptum

 • Skilja hvernig reiðufé verður til og hvers vegna það skiptir máli.
 • Skilja hagnað og mikilvægi þess að standa vörð um sjálfbæra arðbærni.
 • Skilja hraða peninga (e. velocity) og ferlið þar sem þú umbreytir birgðum eða fjármagni.
 • Skilja hvað veldur vexti og hvers vegna.
 • Skilja einfaldar ástæður fyrir því að viðskiptavinir velja ákveðin fyrirtæki umfram önnur.

Að skoða ársskýrsluna

 • Skilja hver tilgangur ársskýrslunar er.
 • Skilja hverjir lykilþættir ársskýrslunnar eru.

Stefnumiðuð hugsun

 • Skilja hvernig hlutfallið milli kostnaðar og hagnaðar er reiknað og nýtt.
 • Tengdu framtak við 5 undirstöðuþætti í viðskiptum.

Frí handbók

Að dafna í nýjum heimi vinnu

Heimsfaraldurinn hraðaði breytingum í átt að nýjum vinnuaðferðum sem eru sveigjanlegri og meira eflandi.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Fjarnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

0
  0
  Karfan þín
  Karfan þín er tómAftur í bókabúð