Hlutverk 2:
Skapa sýn

Veistu hvert þú ert að fara?

Árangursríkir leiðtogar móta framtíðarsýn af því hvert þeir hyggjast fara og hvers vegna. Þeir tengjast æðri tilgangi sem hvetur fólk til að hugsa stærra og finna þýðingu í eigin framlagi, sérstaklega á erfiðum stundum og þegar breytingar standa yfir.

Hvetjandi framtíðarsýn teymis hvetur fólk til að hugsa stórt og teygja á sér. Árangursrík framtíðarsýn teymis má mæla og tengja við sýn vinnustaðarins. Þegar leiðtogar skapa sýn færast þeir frá því að stjórna fólki og hvetja í staðinn fólk til þess að leggja sitt besta af mörkum.

Leiðtogar skapa sýn með því að gera drög að framtíðarsýn og stefnu teymis og skapa stefnumótandi frásögn.

Hlutverk, sýn, og stefna

Þegar þú þróar sýn og stefnu teymisins skaltu byrja á eigin sköpun, greiningu og skipulagningu til þess að leggja grunninn. Virkjaðu síðan sköpunargáfu teymisins, endurgjöf og þátttöku allra til þess að láta hana verða að veruleika.

Stefna teymis:

Ekkert teymi á sjálfsagðan tilvistarrétt. Góð stefna teymis inniheldur stefnu vinnustaðarins, mætir þörfum viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila, byggir á getu teymisins, tengist æðri tilgangi og eflir virðissköpun.

Stefnumótandi frásögn:

Stefnumótandi frásögnin ætti að vera svo skýr að þú gætir miðlað henni—og aðrir skilið hana—á innan við þrjátíu sekúndum. Árangursrík stefnumótandi frásögn er skýr. Hún er hnitmiðuð, sannfærandi og jákvæð. Og hún er hvetjandi.

Áhrifarík vinnustofa til aukins árangurs

Markmið:  Að sameina teymi um sannfærandi framtíðarsýn og stefn.  Að varpa ljósi á og efla grunnfærniþætti góðrar forystu.  Að leiða teymi til árangurs.   Að auka árangur einstaklinga, teyma og vinnustaða.

Færniþættir OPM:  Stefnumótandi hugsun.  Framtíðarsýn.  Virkja aðra. Byggja teymi. Samskiptafærni. Ytri meðvitund og skilningur. Samvinna.

Fyrirkomulag:  Hálfur dagur á vettvangi.

Innifalið:  Vönduð íslensk handbók og spilastokkur, 360° mat, stafrænn aðgangur að efni og ítarefni.

Markhópur:  Efri lög stjórnenda.

Quote PNG

Ef skýr og sannfærandi tilgangur er til staðar mun fólk leggja sitt besta af mörkum.

— Stephen M. R. Covey

Kynntu þér nánar

Frí handbók

7 leiðir til að vera virkari stjórnandi

Nýttu tímalausa nálgun metsölubókarinnar 7 venjur til árangurs til að auka áhrif og árangur þinn sem leiðtogi.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

4 lykilhlutverk leiðtoga®

01

Traust hefst með karakter og hæfni leiðtogans—og þeim trúverðugleika sem virkjar leiðtoga í að skapa menningu trausts af ásetningi.

02

Árangursríkir leiðtogar skapa sameiginlega sýn og stefnu og miðla henni á svo sannfærandi hátt að aðrir taka þátt í vegferðinni að árangri.

03

Það er ekki nóg fyrir leiðtoga að hugsa stórt, heldur þurfa þeir að framkvæma sýn sína og stefnu og ná árangri, með og í gegnum aðra.

04

Árangursríkir leiðtogar þróa leiðtogahæfni í öðrum og auka frammistöðu með reglulegri endurgjöf og markþjálfun.