Margfaldarar®

Hvernig bestu leiðtogarnir tendra getu annarra

Hvað hindrar þig að ná betri árangri?

Leiðtogar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar þeir eru undir stöðugri pressu að ná árangri:

  • Við getum ekki ráðið inn fleira fólk, en við verðum að vaxa.
  • Við þurfum það besta frá öllum, en fólk okkar er brunnið út.
  • Okkur líður ágætlega í dag, en við erum ekki tilbúin fyrir morgundaginn.
  • Við höfum besta fólkið með bestu færnina, en þau finna ekki fyrir helgun.

Í þessum kringumstæðum hafa leiðtogar ekki efni á að sóa getu fólksins síns. Fólk þarf að skapa, leysa vandamál og skila árangri—og finna fyrir spennu og helgun á meðan.

Lærðu meira um Margfaldara

Upplýsingar um námskeið

Yfirlit

Liz Wiseman, sérfræðingur í leiðtogafræðum uppgötvaði svolítið magnað á meðan hún vann að rannsóknum sínum: Það er mun meiri geta og orka innan vinnustaða en við gerum okkur grein fyrir. Leiðtogar geyma lykilinn að því að leysa þessa auka getu og orku úr læðingi. FranklinCovey er í samstarfi við Liz Wiseman til að þróa nýja lausn sem hvetur leiðtoga til að verða að Margföldurum sem:

  • Hafa aðgang að og nýta alla ónýtta getu í teymum.
  • Tendra orku og helgun á meðan teymi ná betri árangri.
  • Ýta undir nýsköpun með því að hvetja til nýrra hugmynda og skapa traust samskipti.
  • Ná áður óþekktum árangri með því að magna getu og greind liðsmanna.
  • Skila betri árangri á meðan liðsmenn vaxa og teymi skila af sér sínu besta verki.

Fyrirkomulag vinnustofu

Læstu hæfileika annarra úr læðingi

Markhópur

Leiðtogar á öllum stigum.

Tímalengd

1 dagur á vettvangi eða 3ja tíma örvinnustofa. 3 x 20 mínútur stafrænar lotur með AllAccessPass áskrift.

Innifalið

Handbók þátttakenda. Ómeðvitaðir minnkarar (e. Accidental Diminishers): Spil. Æfingastokkur. Fyrir þá sem hafa aðgang að All Access Pass®: 6 vikna Jhana® frammistöðustuðningur.

Frí handbók

9 ráð til að virkja innihaldsrík samtöl

Tileinkaðu þér hagnýtar leiðir til að hlusta eins og leiðtogi og virkja þar með innihaldsrík samtöl.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Fjarnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.