Hlutverk 3: Framkvæma stefnu

Auðveldaðu árangur.

Leiðtogar þurfa að geta hugsað stórt en einnig framkvæmt sýn sína og stefnu, með og í gegnum aðra. Þegar leiðtogar framkvæma stefnu færast þeir frá því að hugsa að árangur komi frá stefnunni og að því að vita að árangur kemur frá réttum kerfum, ferlum og fólki. Gott verklag, ferli og kerfi speglar stefnu vinnustaða, samstillast því sem skiptir mestu máli og auðveldar árangur. Árangursrík kerfi starfa sjálfstætt og lifa og dafna óháð leiðtoganum. Leiðtogar framkvæma stefnu með því að samstilla Hin sex réttu og innleiða 4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu®.

Hin sex réttu

Rétta fólkið: Erum við með rétta fólkið, með réttu færnina að vinna réttu verkin?

Rétt kerfi: Erum við með réttu hlutverkin og ábyrgðina til staðar þannig að rétt fólk geti unnið saman?

Rétt umbun: Er fólki launað, það virt og því umbunað með réttum hætti til þess að teymið nái stefnunni?

Rétt aðföng: Erum við með réttu tækin, fjármagnið, tæknina, tímann og önnur nauðsynleg aðföng til þess að ná settu marki?

Réttar ákvarðanir: Eru réttar ákvarðanir teknar af réttu fólki sem stendur næst vettvangi?

Rétt ferli: Er grunnverkferlum stillt upp þannig að þeir styðji við stefnu með réttum hætti? Einfalda þeir að mikilvægustu verkin eru unnin rétt?

Áhrifarík vinnustofa til aukins árangurs

Markmið:  Að sameina teymi um sannfærandi framtíðarsýn og stefn.  Að varpa ljósi á og efla grunnfærniþætti góðrar forystu.  Að leiða teymi til árangurs.   Að auka árangur einstaklinga, teyma og vinnustaða.

Færniþættir OPM:  Stefnumótandi hugsun.  Framtíðarsýn.  Virkja aðra. Byggja teymi. Samskiptafærni. Ytri meðvitund og skilningur. Samvinna.

Fyrirkomulag:  Hálfur dagur á vettvangi.

Innifalið:  Vönduð íslensk handbók og spilastokkur, 360° mat, stafrænn aðgangur að efni og ítarefni.

Markhópur:  Efri lög stjórnenda.

Quote PNG

The real problem isn’t executing your goals, it’s executing your goals in the midst of the whirlwind.

— Chris McChesney

Kynntu þér nánar

Frí handbók

4 skref til að skerpa á og hrinda í framkvæmd markmiðum

Einföld formúla, úr 4DX grunnstoðum við framkvæmd stefnuu veitir þér öfluga aðferð til að skilgreina markmið.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

Styrkir vegna fræðslu

Fræðslustyrkir

Sæktu um styrk í fjölda fræðslusjóða.

4 lykilhlutverk leiðtoga®

01

Traust hefst með karakter og hæfni leiðtogans—og þeim trúverðugleika sem virkjar leiðtoga í að skapa menningu trausts af ásetningi.

02

Árangursríkir leiðtogar skapa sameiginlega sýn og stefnu og miðla henni á svo sannfærandi hátt að aðrir taka þátt í vegferðinni að árangri.

03

Það er ekki nóg fyrir leiðtoga að hugsa stórt, heldur þurfa þeir að framkvæma sýn sína og stefnu og ná árangri, með og í gegnum aðra.

04

Árangursríkir leiðtogar þróa leiðtogahæfni í öðrum og auka frammistöðu með reglulegri endurgjöf og markþjálfun.