Endurmenntun

Vinnustofur og stafrænt efni FranklinCovey veitir þátttakendum alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuous Education Units).

Lífstíðarlærdómur

Endurmenntun og símenntun er fyrir þá sem vilja halda áfram að þróa sig í starfi og sínum hlutverkum. Endurmenntun snýr að ýmsum færniþáttum sem einstaklingar á öllum stigum vinnustaða vilja efla til að bæta sig í starfi. Endurmenntun er nú krafa margra stéttarfélaga til meðlima til að halda sér upplýstum og þróa sífellt kunnáttu og hæfni sína í starfi og hægt er að sækja ýmsa styrki til að fá endurgreiðslu fyrir fræðslu. Við hjá FranklinCovey bjóðum upp á námskeið, vinnustofur og stafrænt nám sem vottað er til alþjóðlegra endurmenntunareininga. Okkar efni hjálpar þeim sem vilja efla leiðtogahæfileika sína, samskipti, stjórnun, rekstrarfærni og fleira.

Veldu áskrift sem þjónar þínum vexti

1

LeiðtogaAkademía 1

AÐ LEIÐA ÞIG TIL ÁRANGURS

Ársáskrift ISK 99 þús

Ræktaðu venjur árangurs til persónulegrar forystu og efldu þá færni sem þarf til þess að ná aukinni frammistöðu í lífi og starfi.

Innifelur aðgang að:

 

Nánari upplýsingar og skráning

2

LeiðtogaAkademía 2

AÐ LEIÐA AÐRA TIL ÁRANGURS

Ársáskrift ISK 149 þús

Efldu kjarnafærni  stjórnenda með tímanlegum og tímalausum lausnum fyrir verðandi og vaxandi stjórnendur.

Innifelur allt námsefni í LeiðtogaAkademíu 1 auk

Nánari upplýsingar og skráning

3

LeiðtogaAkademía 3

AÐ LEIÐA TEYMI TIL ÁRANGURS

Ársáskrift ISK 199 þús

Magnaðu slagkraft fjölbreyttra teyma á framsæknum vinnustöðum – áhrifaríkt námsefni hannað fyrir snjalla leiðtoga sem leiða öfluga hópa.

Innifelur allt námsefni í  LeiðtogaAkademíu 2 auk

Nánari upplýsingar og skráning

4

LeiðtogaAkademía 4

AÐ LEIÐA VINNUSTAÐI TIL ÁRANGURS

Ársáskrift ISK 249 þús

Áhrifaríkt námsefni hannað fyrir öfluga leiðtoga vaxandi vinnustaða í einkarekstri eða opinberri þjónustu í síbreytilegum heimi.

Innifelur allt námsefni í LeiðtogaAkademíu 3 auk

 

Nánari upplýsingar og skráning

Algengar spurningar

  • Hvað er endurmenntun?

    Einstaklingar sækja endurmenntun til að efla færni sína á vinnumarkaði og til að bæta við sig þekkingu sem hjálpar þeim að vaxa í starfi.

  • Hvernig er það metið?

    FranklinCovey er vottaður sem viðurkenndur fræðsluaðili (Authorized Provider) af International Association for Continuing Education and Training (IACET). Í því umsóknarferli hefur FranklinCovey sýnt að það uppfyllir kröfur ANSI/IACET staðalsins sem er viðurkenndur alþjóðlega sem rammi um góðar starfsvenjur fræðsluaðila. Þannig má FranklinCovey veita alþjóðlegar endurenntunareiningar (IACET CEU) fyrir vinnustofur sem uppfylla kröfur staðalsins. Lestu nánar um CEU einingar hér.

  • Er hægt að fá styrk fyrir endurmenntun?

    Já, stéttarfelög bjóða upp á ýmsa styrki bæði fyrir einstaklinga og vinnustaði til að sækja vinnustofur á vettvangi og í gegnum stafræna fræðsluveitu. Nánari upplýsingar hér

  • Hvað eru CEU einingar?

    Endurmenntunareining er stöðluð mælieining sem notuð er til að mæla magn endurmenntunar og ávinning þjálfunar sem gagnast ýmsum aðilum, aðgerðum og tilgangi á sviði endurmenntunar. CEU Endurmenntunareiningar (Continous Education Units) eru alþjóðlega vottaðar endurmenntunareiningar sem mæta kröfum um gæði endurmenntunar. Nánari upplýsingar má nálgast hér