Jhana® fyrir stjórnendur

Svör við helstu áskorunum í dagsins önn

Helstu áskoranir stjórnenda í dagsins önn

Til að drífa vinnustað þinn í átt að auknum árangri þarf hver starfsmaður að einblína á mikilvægustu markmiðin. Það er ekki nóg að vera góður starfsmaður í hröðu vinnuumhverfi nútímans. Fólkið þitt þarf einnig réttu persónulegu og faglegu færnina til þess að rækta árangursrík sambönd, leysa vandamál, vera frumleg í hugsun og miðla skoðunum sinum. Þegar starfsmenn þínir þróa með sér þessa færni, verða þau lykillinn að framtíðarárangri vinnustaðarins þíns.

Það sem mikilvægast er, fólkið þitt þarf að koma þessari þróun inn í dagskrána sína.

Stafrænn ráðgjafi fyrir leiðtoga

Jhana er stafrænn ráðgjafi sem hjálpar fólki að rækta framlag sitt—með hagnýtum ráðum í gegnum örgreinar, stafræn fréttabréf og veita þátttakendum aðgang að gríðarstóru gagnasafni þar sem finna má um 2,000 myndbönd, greinar og tól.

Jhana gagnasafnið er breytilegt eftir hlutverki þátttakenda—hvort sem um er að ræða stjórnendur eða aðra. Þannig tryggjum við að þátttakendur fái sérsniðið, viðeigandi efni fyrir þeirra áhugamál, færni og starf.

Jhana inniheldur:

  • Vikulegt stafrænt fréttabréf fyrir stjórnendur og annað starfsfólk.
  • Aðgangur að tveimur gagnasöfnum (annars vegar miðað að stjórnendum og hins vegar að öðru starfsfólki) á einni og sömu vefsíðunni.
  • Snjalltækjavæn notendaupplifun með einföldum aðgangi á hvaða tæki sem er.
  • Ársfjórðungslegar skýrslur sem varpa ljósi á notkun starfsmanna.
  • Nýju efni bætt við vikulega.

Lykillinn að árangursríkri forystu

Uppfylltu viðskiptamarkmið

Þar sem Jhana er einföld og aðgengileg geta stjórnendur leyst vandamál fljótt og vel og síðan snúið sér aftur að eigin viðskiptatengdum markmiðum — hvort sem það snýst um að bæta sölutölur, auka ánægju viðskiptavina eða þjálfa starfsmenn.

Laðið að og ræktið hæfileika

Hagnýt tól hjálpa leiðtogum að auka færni sína í ráðningum, þjálfun, að rækta traust, að þróa aðra, ásamt því að rækta aðra nauðsynlega færni.

Leystu vandamál af öryggi

Notendavænt viðmót Jhana sannfærir jafnvel ófúsustu stjórnendur. Nákvæmar leiðbeiningar, vinnublöð og sýnishorn auðvelda leiðtogum að koma námi sínu inn í daglegt starf.

Frí handbók

Að miðla upplýsingum um breytingar

Allar breytingar fela í sér röskun en stjórnendur geta lágmarkað þessi áhrif gegnum árangursrík samskipti.

Frí prufa

Jhana fyrir einstaklinga: Prufa

Upplifðu frammistöðustuðning til aukins einstaklingsbundins árangurs í tvær vikur.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

On Demand

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

Orbitz

Staðbundið nám til að auka þekkingu framlínustjórnenda

Eftir að helgunarkönnun Orbitz Worldwide leiddi í ljós þörf á auknum starfsþróunarmöguleikum lagði Orbitz áherslu á að auka færni stjórnenda í fremstu víglínu. Með hjálp Jhana® gátu stjórnendur þjálfað, hvatt og þróað undirmenn sína á skilvirkari hátt.

Informatica

Að ná samkeppnisforskoti með því að þróa nýja stjórnendur.

Samkeppnin um að laða að og halda frábæru starfsfólki fór harðnandi og Informatica hóf að leita að rafrænni lausn sem gæti mætt þörfum nýrra stjórnenda og þeirra sem stóðu í fremstu víglínu. Eftir að hafa tekið upp Jhana® náðu stjórnendur samkeppnisforskoti með hágæða efni og vikulegu fréttabréfi.

Groupon

Að koma í veg fyrir starfsmannaveltu og aukka helgun með árangursríkum stjórnendum.

Groupon leitaðist við að hjálpa framlínustjórnendum sem gekk illa að öðlast mikilvæga leiðtogahæfileika. Með aðstoð Jhana® tókst þeim að koma í veg fyrir starfsmannaveltu og tókst að auka helgun og þátttöku með því að þjálfa stjórnendur.

Vibe Group

Lærdómur og þróun

Vibe Group er sívaxandi ráðgjafafyrirtæki sem einblínir á upplýsingatækni. Vibe Group var stofnað árið 2011 og í dag eru  300+ innri og 1,000 ytri starfsmenn sem starfa á vegum fyrirtækisins. Sjáðu hvernig þeir unnu með FranklinCovey til að auka lærdóm og þróun innan vinnustaðarins til þess að styðja þennan hraða vöxt.