AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku.
4 lykilhlutverk leiðtoga®
Rammi árangurs fyrir leiðtoga um allan heim.
Heimurinn breytist á gríðarlegum hraða.
Á hverjum degi taka leiðtogar fjölmargar ákvarðanir og standa frammi fyrir hindrunum sem þeir hafa aldrei þurft að eiga við áður. Það sem virkaði í gær þarf ekki endilega að virka í dag. Hraðinn eykst á hverjum degi, það er mikið í húfi, en umbunin er mikil fyrir þá sem geta leitt teymi sín að framúrskarandi árangri.
Hvernig geta leiðtogar viðhaldið samkeppnisforskoti og sérstöðu hjá teymum þeirra og þeim sjálfum, sérstaklega þegar allt breytist á svo skömmum tíma?
Við kynnum til leiks 4 lykilhlutverk leiðtoga®.
Jafnvel á erfiðum tímum eru fjögur lykilhlutverk sem leiðtogar geta stigið inn í sem auka gífurlega líkurnar á árangri. Við köllum þessi hlutverk lykilhlutverk vegna þess að leiðtogar leiða meðvitað sig sjálfa og teymi sín til að samstillast þessum hlutverkum. Þeir leggja grunninn að árangursríkri forystu.
4 lykilhlutverk leiðtoga: Innsýn
Byggja traust
Traust hefst með karakter og hæfni leiðtogans sjálfs — þeim trúverðugleika sem hvetur leiðtoga til að byggja upp menningu trausts af ásetningi.
Nánar um lotu 1Skapa sýn
Árangursríkir leiðtogar skapa sameiginlega sýn og stefnu og miðla henni þannig að aðrir eru tilbúnir að halda í vegferðina að árangri.
Nánar um lotu 2Framkvæma stefnu
Það er ekki nóg fyrir leiðtoga að hugsa stórt, heldur þurfa þeir að viðhalda helgun og framkvæma sýn og stefnu alla leið að árangri, með og í gegnum aðra.
Nánar um lotu 3Virkja hæfileika
Árangursríkir leiðtogar þróa forystugetu hjá öðrum og auka frammistöðu með stöðugri endurgjöf og markþjálfun.
Nánar um lotu 4Upplýsingar um námskeið
Áskorunin
Leiðtogar í efri stjórnunarlögum vinnustaða eiga oft erfitt með að ná næsta stigi árangurs. Það sem virkaði fyrir þá sjálfa til persónulegrar frammistöðu virkar mögulega ekki þegar þeir ná árangri með og í gegnum aðra. Þeir þurfa einfaldan og hagnýtan ramma sem byggir á grunni árangursríkrar forystu.
Reynslumiklir leiðtogar þurfa virkjandi vinnustofur sem hvetja þá til að innleiða eigin hugmyndir með teymum sínum, og þeir þurfa að hafa aðgang að mismunandi lærdómsformum sem henta þeirra dagskrá.
Rannsóknirnar og lausnin
FranklinCovey hefur varið meira en tveimur árum í að komast að því hvað vinnustaðir þurfa frá leiðtogum í dag og í framtíðinni. Við uppgötvuðum að vinnustaðir hafa þörf fyrir leiðtoga sem geta:
- Hugsað STÓRT og aðlagast fljótt.
- Þróað og framkvæmt stefnu.
- Eflt fólk og bætt frammistöðu.
4 lykilhlutverk leiðtoga þróar leiðtoga sem geta stöðugt náð betri tökum á þessari færni í gegnum einstakan ramma FranklinCovey, þar sem við einblínum á að þróa hver leiðtogi er og hvað leiðtoginn gerir.
Fyrirkomulag vinnustofu
Lífstíðarlærdómur leiðtoga – hagnýtt og áhrifaríkt
Markhópur
Stjórnendur á efri stigum skipurits. Leiðtogar á öllum lögum vaxandi vinnustaða.
Tímalengd
Vinnustofa á vettvangi er samtals 16 klst. Oft kennt á 4 hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 10 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.
Innifalið
Vönduð vinnubók þátttakenda – á íslensku eða 20 öðrum tungumálum. Umbreytingaráætlun leiðtoga. Jafningjamarkþjálfun. Ýmiss greiningartæki og tól við breytingastjórnun. Eftirfylgni í fjarnámi (On Demand námskeið með AllAccessPass). 360° mat eða sjálfsmat með ítarlegri skýrslu fyrir hvern þátttakanda og hópinn.
Til að styrkja leiðtogahæfi stjórnendahópsins hjá mér tók ég þá ákvörðun að fara með hópinn í 4 lykilhlutverk leiðtoga. Það var virkilega góð ákvörðun sem skilað sér síðan í áframhaldi vinnu með efnið úr námskeiðinu og jók á leiðtogahæfni hópsins. Bæði kennsla og efnið sem fylgdi með var alveg til fyrirmyndar. Hópurinn í heild sinni var virkilega ánægður með árangurinn og þetta hristi hann vel saman.
Frí handbók
Að dafna í nýjum heimi vinnu
Heimsfaraldurinn hraðaði breytingum í átt að nýjum vinnuaðferðum sem eru sveigjanlegri og meira eflandi.
Stafrænt fræðslusetur
All Access Pass®
Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey
Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.
Stafræn vinnustofa
Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.
Vinnustofa á vettvangi
Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.
Fjarnám
Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.