Náðu sjálfbærum árangri – aftur og aftur

Virkjaðu sameinlega orku liðsmanna til að ná framúrskarandi árangri.

Frí handbók

4 skref til að hrinda í framkvæmd markmiðum

Ef þú notar þessa formúlu til að ræða markmið með skilmerkilegri og mælanlegri hætti þá verður auðveldara að skilja og miðla settum markmiðum.

Námskeið

Innleiðing stefnu með 4DX®

4DX er aðferðafræði FranklinCovey sem veitir vinnustöðum, sem leitast eftir því að efla framkvæmd stefnu, viðeigandi tól til þess að ná markmiðum sínum með því að skapa menningu framúrskarandi frammistöðu.

Okkar nálgun

FranklinCovey vinnur af metnaði að því að vera traustur samstarfsaðili sem hjálpar vinnustöðum að innleiða stefnu.

Einstök nálgun okkar byggir á stýrkikerfi við innleiðingu stefnu sem hefur verið mótað með yfir 4.000 viðskiptavinum. Það grundvallast á aðferða­fræði og öflugri tækni sem styður við og styrkir ákjósanlega breytingu á hegðun. Ein mæling—Execution Performance Score (XPS) —gerir ykkur kleift að fylgjast með raunárangri allra á vinnustaðnum.

Virkjaðu FranklinCovey til að ná ykkar stefnumarkandi markmiðum

Við hjálpum ykkur að auðkenna stefnumarkandi markmið, virkja orku allra til að vinna að settu marki og fylgjast með árangri í rauntíma.

Lausnir okkar virkja sameiginlega og ótæmandi orku teymisins svo þið getið breytt óreglulegri frammistöðu í áreiðanlegar niðurstöður.

  • Greindu stefnumarkandi markmið ykkar með skýrum hætti.

    Þegar æðstu stjórnendur innleiða stefnu með aðferðafræði FranklinCovey:

    • Bera þau kennsl á stefnumarkandi markmið sem þau eru ekki að ná með núverandi aðferðum.
    • Endurskilgreina þau hvert markmið með vel skilgreindum byrjunarreit, endamarki og fresti til að ná því.
    • Byggja þau skuldbindingu allra með því að miðla markmiðinu og áhrif þess á hvern og einn og vinnustaðnum.

    ÁRANGUR: Allir skilja og tileinka sér stefnumarkandi markmiðið.

  • Virkjaðu orku allra liðsmanna að stefnumarkandi markmiði ykkar.

    Þegar leiðtogar á öllum stigum tileinka sér framkvæmdaraðferðafræði FranklinCovey:

    • Skilgreina þau hvert og eitt markmið í vel mótaðar mælanlegar athafnir.
    • Skapa þau sameiginlegan tilgang með því að breyta hverju markmiði með sýnilegri stigagjöf.
    • Halda þau sér og samstarfsfólki ábyrgum fyrir vikulegum skuldbindingum.
    ÁRANGUR: Allir vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera í hverri viku til að færa vinnustaðinn nær lokamarkmiðinu.
  • Fylgstu með árangri í rauntíma.

    Þegar teymi nota tækni FranklinCovey til að fylgjast með framförum sínum í átt að vikulegum markmiðum:

    • Frammistaða verður betri á stafnufastan hátt á öllum vinnustaðnum.
    • Stjórnendur geta fljótt greint hvaða liðsmenn þurfa stuðning og hrós.
    • Leiðtogar geta strax séð hvernig þeirra teymi gengur að nálgast stefnumarkandi markmiðið.

    ÁRANGUR: Allir halda áfram að leggja sitt besta af mörkum og ná stöðugt stefnumarkandi markmiðum vinnustaðarins.

Að virkja 4 grunnstoðir til framkvæmdar stefnu (4DX)® á þínum vinnustað

Sögur viðskiptavina

Whirlpool

Auka söluárangur til muna

Whirlpool leitaði að sönnuðu ferli til að auka framleiðni söludeildar sinnar. Sjáðu hvernig 4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu®hjálpaði Whirlpool að þrengja fókusinn á sölu og marktækar aðgerðir – og tókst þannig að auka sölu sína um $5.7M á fyrstu 90 dögunum.

Alamo Colleges

Að auka helgun nemenda

Alamo háskólinn einblíndi á að halda nemendum í námi og halda þeim helguðum þegar kom að því að sinna náminu. Sjáðu hvernig skólanum tókst að auka gráðufjölda um 17% á 8 mánuðum, og tókst þannig að framkvæma mikilvægasta markmiðið, og langt umfram það.

Dekalb læknastöðin

Að auka ánægju sjúklinga

Dekalb læknastöðin notaði 4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu® til að ná framúrskarandi árangri með hliðsjón af ánægju sjúklinga. Sjáðu hvernig Dekalb fór úr því að tilheyra 3. prósentustigi í að vera hluti af 99. prósentustigi í frammistöðu.

Marriott

Að ná betri árangri en nokkru sinni fyrr

Fáar iðnaðargreinar urðu fyrir jafn miklu tekjutapi og hótelrekstur á þessum óvissutímum. Sjáðu hvernig Marriott gat helgað starfsmenn sína að mikilvægustu markmiðunum, jafnvel í miðjum heimsfaraldri.

All Access Pass®

Fáðu aðgang að efni FranklinCovey, hvar sem er og hvenær sem er – ásamt sérfræðiráðgjöf og tækni sem styður við varanlegar hegðunarbreytingar.

Nánar hér