Þjálfun innri þjálfara

Train the trainer

FranklinCovey hefur vottað fleiri en 45.000 „innanhúss“ þjálfara á vinnustöðum um allan heim („Train the Trainer“ TTT). Um er að ræða hagkvæma og áhrifaríka leið til að efla fólk og vinnustaði með verðlaunuðum lausnum FranklinCovey.

Við bjóðum stærri viðskiptavinum að vinna með allt efni FranklinCovey með eigin þjálfurum á eigin forsendum (Client Facilitation). Vinnustaðir geta því nýtt sér okkar áhrifaríku nálgun með því að votta valda starfsmenn sem leiðbeinendur, við útvegum efni, kennslugögn og matstæki og þið sjáið um þjálfun starfsmanna!

Ávinningur allra

Innri lóðsar / leiðbeinendur (e. client facilitators) fá ítarlega þjálfun og stuðning (í fjar- og staðarnámi) og hljóta kennararéttindi í völdum lausnum. Þjálfar nýta síðan efni FranklinCovey (þar með talið glærusöfn, myndbönd, æfingar, verkefni, matstæki, handbækur markþjálfa o.fl…), með vönduðum þjálfarahandbókum og þátttakendagögnum (bækur, tæki, læst vefsvæði…), og hafa aðgang að matstækjum, öppum, stafrænni eftirfylgni o.fl. fyrir starfsmenn.


Þannig helst ykkar bragur á öllum vinnustofum, efnistök tengjast beint stefnu og sókn viðkomandi vinnustaðar og innleiðing er mun áhrifameiri. Um er að ræða einstaklega vandað og skemmtilegt efni að vinna með og leiðbeinendur fá aðgang að öflugu alþjóðlegu samfélagi þjálfara. Fyrir stærri vinnustaði er þetta mun hagkvæmari kostur.

Einföld aðferð til magnaðra áhrifa

fyrir alla – þátttakendur, vinnustaðinn og samfélagið

1. Vinnustofa á vettvangi

Væntanlegur þjálfari sækir vinnustofu á vettvangi sem almennur þátttakandi

2. Vottun þjálfara á AllAccessPass

Væntanlegur þjálfari sækir vottunarvinnustofu (Certification workshop) í fjarnámi á AllAccessPass. Öll gögn, leiðbeiningar og ítarefni er að finna á þeim aðgangi.

3. Samkomulag um hugverk

Innri þjálfari undirritar samstarfssamkomulag sem lýsir hugverkarétti, ábyrgð og afnotum af námsefni (FranklinCovey Client Facilitator License Agreement). Vottunin er bundin við kennslu innan viðkomandi vinnustaðar.

4. Stuðningur og coaching

Innri þjálfara hlýtur stuðning og markþjálfun frá ráðgjöfum FranklinCovey áður en fyrsta vinnustofa er haldin.

5. Námskeiðsgögn og matstæki

Vinnustaðir kaupa námskeiðsgögn þátttakendur (á íslensku og 20 öðrum tungumálum) og virkja 360° matstæki fyrir hverja vinnustofu.

6. Eftirfylgni

Við getum aðstoðað við samskipti við þátttakendur, matstæki, NPS mælingar á vinnustofum o.fl.

Hafðu samband og lærðu meira um hvernig þú getur orðið þjálfari með verðlauna námsefni FranklinCovey á þínum vinnustað.