Grunnur verkefnastjórnunar®

Leystu mikilvægu málin með snjöllum og áhrifaríkum hætti

Hve mikill er kostnaður þeirra verkefna sem mistakast?

Þegar verkefnum er illa stýrt og standast ekki tíma- og fjárhagsáætlanir, er kostnaðurinn meiri en bara tapað fjármagn. Kostnaðurinn gæti jafnvel verið óbætanlegur skaði á orðspori, sjálfstrausti starfsmanna og trausti viðskiptavina. Lausnin liggur ekki bara í öflugum verkefnastjóra – heldur að tryggja að allir liðsmenn á hverju stigi innan verksins hafi aðgang að nauðsynlegri færni og tólum til þess að hefja og ljúka við öll verkefni af öryggi.

Til að tryggja árangur verkefna höfum við rannsakað og lært hjá viðurkenndum forgöngufélögum á sviði verkefnastjórnunar m.a. Accredited Project Management Institute (PMI). Með því að tileinka okkur sannreynd ferli þeirra og sameina við skilning okkar á kennslufræði ásamt 30 ára reynslu FranklinCovey höfum við hannað skemmtilega og áhrifaríka vinnustofu fyrir verkefnateymi.

Upplýsingar um námskeið

Fólk + Ferli = Árangur

Árangursrík verkefnastjórnun felst ekki einungis í góðri stefnu og skipulagningu. Hún snýst einnig um áhrifaríka samvinnu fólks sem leggur sitt besta af mörkum, sérstaklega þegar þessir tilteknu liðsmenn vinna ekki undir þinni handleiðslu. Raunverulegur árangur verkefna sameinar sannreynda verkefnastjórnunarfærni og forystufærni til að ná stöðugt góðum árangri.

Þátttakendur þessa námskeiðs munu uppgötva einfalda formúlu stefnu, ásamt því að læra að innleiða fjögur hegðunarmynstur (e. Four Foundational Behaviors) sem hvetja liðsmenn til að ná framúrskarandi frammistöðu.

Verkefnastjórnun: Rammi

Forskrift árangursríkar verkefnastjórnunar leiðbeinir þér í gegnum fimm einkennandi þætti sem afmarka hvert verkefnis. Þessi formúla getur hjálpað þér að skila af þér framúrskarandi verkefnum aftur og aftur, og sérstaklega þegar hún er notuð með fjórum hegðunarmynstrum (e. Four Foundational Behaviors) sem eru kynnt til leiks á þessu námskeiði.

Fyrirkomulag vinnustofu

Lífstíðarlærdómur leiðtoga – hagnýtt og áhrifaríkt

Markhópur

Allir þátttakendur í verkefnateymum. Leiðtogar á öllum lögum vaxandi vinnustaða.

Tímalengd

Vinnustofa á vettvangi einn dagur. Stafrænar lotur eru 5 x 30 mínútur.

Innifalið

Vönduð vinnubók þátttakenda. Umbreytingaráætlun leiðtoga. Jafningjamarkþjálfun. Ýmiss greiningartæki og tól við verkefnastjórnun. Eftirfylgni í fjarnámi (On Demand námskeið með AllAccessPass). 360° mat eða sjálfsmat með ítarlegri skýrslu fyrir hvern þátttakanda og hópinn.

Hrinda í framkvæmd, áætla, framkvæma, stýra og loka

Hrintu verkefnum í framkvæmd með því að greina hagsmunaaðila verkefnisins, skýra væntingar og gera grein fyrir skýrum og mælanlegum árangri verkefnisins. Útkoman: Verkefni sem hefur verið skipulagt í þaula og er líklegt til árangurs.

Skipuleggðu verkefni með því að greina og stjórna áhættunum og skapa raunverulega og vel skilgreinda áætlun. Árangur: Nákvæm áætlun sem ýtir undir árangur verkefnis.

Framkvæmdu verkefni með því að skapa takt ábyrgðar og veita heiðarlega, hvetjandi endurgjöf með reglulegum teymisfundum. Árangur: Liðsmenn viðhalda helgun og mæta væntingum með sýnilegum skuldbindingum og gjörðum samkvæmt áætlun verkefnis.

Stýrðu öllu ferlinu með reglulegum skýrslum til hagsmunaðila. Árangur: Verkefnum er lokið innan tímaramma og fjárhagsáætlunar.

Lokaðu verkefninu til að styrkja og fagna bæði ferlinu og þeim árangri sem fólst í samvinnu við verkefni sem tókst vel. Árangur: Liðsmenn finna fyrir aukinni orku og helgun þegar kemur að næstu sókn.

Árangur

Minni streita, meiri samvinna og stöðugri niðurstöður.

Þegar liðsmenn eru helgaðir því að loka verkefnum, finna fyrir aukinni orku í samvinnu og finnst þeir hafa réttu getuna til að taka við hvaða verkefni sem er, muntu uppgötva stöðugan takt árangurs.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Fjarnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

PepsiCo

Að rækta samkennd í leiðtogum á vinnustaðnum öllum

PepsiCo Foods í Norður-Ameríku þurftu á stöðugri leiðtogaþjálfun að halda sem innihélt efni sem þróaðist með tímanum. Með því að nýta efni úr All Access Pass® á vegum FranklinCovey, gátu þeir hleypt af stokkunum CORE forystuverkefninu sem sneri að því að rækta samkennd í leiðtogum á öllum stigum vinnustaðarins.

Vibe Group

Lærdómur og þróun

Vibe Group er sívaxandi ráðgjafafyrirtæki sem einblínir á upplýsingatækni. Vibe Group var stofnað árið 2011 og í dag eru  300+ innri og 1,000 ytri starfsmenn sem starfa á vegum fyrirtækisins. Sjáðu hvernig þeir unnu með FranklinCovey til að auka lærdóm og þróun innan vinnustaðarins til þess að styðja þennan hraða vöxt.

SM Energy

Að skapa menningu persónulegrar forystu

SM Energy einblínir á að auka helgun og viðhalda færni með því að skapa menningu persónulegrar forystu. Með því að nýta All Access Pass® tala leiðtogar nýtt tungumál, þeir skapa sambönd þar sem samstarf er virt og ræða opinskátt hvernig þeir geta náð markmiðum sínum á árangursríkari hátt.

Alþjóðleg ráðningarstofa

Að skapa menningu alhliða vaxtar

Alþjóðleg ráðningarstofa vinnur markvisst að því að skapa forsendur til að bæta vinnustaðarmenningu. Með aðstoð 4 lykilhlutverka leiðtoga™, lærir starfsfólk víðsvegar um heiminn sameiginlegt tungumál og sameiginlegan skilning hvort á öðru.