Breytingastjórnun:

Að breyta óvissu í tækifæri™

Eina vissan er óvissan.  Breytingar eru veruleikinn.

Margir vinnustaðir einblína á ferlið þegar þeir standa frammi fyrir breytingum. Árangursríkar breytingar krefjast meira—það er fólkið þitt sem lætur árangursríkar breytingar verða að veruleika.

Við erum hönnuð til þess að bregðast við breytingum á eins konar sjálfbjargarstillingu. Okkur gæti fundist breyting erfið eða jafnvel ógnandi. Árangursríkir leiðtogar hvetja starfsfólk sitt til helgunar þegar breytingar eru innleiddar, svo óvissan minnkar og líkurnar á að breyta henni í tækifæri aukast.

Þó sérhver breyting sé einstök, á sama fyrirsjáanlega mynstrið við þær allar. Með því að kunna að greina þetta mynstur og rækta færnina til að taka á breytingum á árangursríkan hátt er auðveldara fyrir okkur að greina hvernig við hyggjumst halda áfram—jafnvel á krefjandi tímum.

Innsýn: Breytingar: Að breyta óvissu í tækifæri™

Upplýsingar um námskeið

Markmið og niðurstöður

Þegar við áttum okkur á því að breytingar fylgja fyrirsjáanlegu mynstri, þá lærum við að stjórna viðbrögðum okkar og skilja hvernig við getum nálgast breytingar á hagnýtan og tilfinningalegan máta. Þetta virkir okkur til að greina stöðugt hvaða skref væri best að taka næst—jafnvel á krefjandi tímum.

Þetta námskeið hjálpar vinnustöðum að:

  • Rækta einstaklingsbundið sjálfsöryggi í gegnum fyrirsjáanlegt mynstur breytinga.
  • Leiða fólk á árangursríkan hátt í gegnum tilfinningalega hlið breytinga.
  • Nýta hvers kyns breytingar sem best.

Valkostir

Breytingar: Að breyta óvissu í tækifæri™ er tiltækt á mörgum mismunandi lærdómsformum, þar á meðal stafrænt, í fjarnámi, eða á vettvangi. Námskeiðið samanstendur af þremur lotum og má virkja eitt og sér eða ásamt öðrum stjórnunarferlum.

Fyrirkomulag vinnustofu

Lífstíðarlærdómur leiðtoga – hagnýtt og áhrifaríkt

Markhópur

Stjórnendur á efri stigum skipurits. Leiðtogar á öllum lögum vaxandi vinnustaða.

Tímalengd

Vinnustofa á vettvangi er einn dagur. Oft kennt á 2 hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 10 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.

Innifalið

Vönduð vinnubók þátttakenda – á íslensku eða 20 öðrum tungumálum. Breytingalíkanið og æfingaspilastokkur Breytingatól fyrir leiðtoga* Jhana fyrir leiðtoga* *Aðeins í boði í gegnum FranklinCovey All Access Pass.

Frí handbók

Að miðla upplýsingum um breytingar

Allar breytingar fela í sér röskun en stjórnendur geta lágmarkað þessi áhrif gegnum árangursrík samskipti.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Fjarnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.