Sölustjórnun II®

Að sannreyna tækifæri

Hve sannreynd eru tækifærin í þínum sölupípum?

Reynsla okkar með fleiri en 35,000 starfsfólki sem vinnur við sölu um allan heim—á vinnustöðum af öllum stærðum—hefur sýnt okkur þrjú fyrirsjáanleg hegðunarmynstur sem sölufólk upplifir:

  • Fyrst er það tregðan til að hætta að sækjast eftir veikum tækifærum vegna þess að þau finna fyrir hræðslu að ná ekki áður upplögðum kvóta.
  • Næst er það sýnilegur asi þeirra að loka sölunni áður en þau geta gefið sér tíma til að skilja þarfir viðskiptavinarins.
  • Loks er það þriðja hegðunarmynstrið, en það er vangeta sölumannsins til að meðhöndla mótbárur og hindranir á árangursríkan hátt.

Niðurstöðurnar eru yfirleitt offjárfesting í röngu fólki og tækifærum og vanfjárfesting í réttum tækifærum, ásamt því að skilja eftir ‘pening á borðinu’ með því að takast ekki að sjá raunveruleg vandamál sem viðskiptavinurinn vill leysa.

Góðu fréttirnar eru að þessum hegðumarmynstrum má skipta út fyrir ný og árangursríkari mynstur.

Með lausninni Sölustjórnun: Að sannreyna tækifæri, lærir sölufólk hvernig þau geta víkkað áhrif sambanda sinna og aukið þannig tækifæri á meaðan einblínt er á réttu söluna og að þróun á rétta hugarfarinu og færninni.

Niðurstöðurnar sem fást er lægri sölukostnaður, aukin stærð á staðfestum sölum, hærra sigurhlutfall og ánægðari viðskiptavinir!

Að sannreyna tækifæri: Innsýn með Craig Christensen.

Upplýsingar um námskeið

Hvað hefur áhrif?

Í grunnvinnustofu sölustjórnunar (e. Sales Leader Base Camp) hjálpar FranklinCovey sölustjórum að ná meiri árangri og skapa meiri persónulega og faglega áhættu með því að hjálpa sölufólki að:

  • Að greina magnaða, áður falda getu hjá teyminu sínu.
  • Að þjálfa að árangri með því að nota G.R.O.W.®, sannreynda aðferðafræði sem snýr að því að efla frammistöðu.
  • Að einblína á mikilvægustu forgangsatriðin með því að fylgja einföldu og árangursríku tímastjórnunarkerfi.

FranklinCovey veitir hverjum sölustjóra reyndan markþjálfa—við þjálfum þjálfarann. Markþjálfar okkar hjálpa leiðtogum að innleiða sannreynd ferli innan teyma þeirra og ná þannig að efla eigin færni. Þetta eykur líkurnar gríðarlega á aukinni frammistöðu hjá teyminu öllu.

Færðu þig frá færni að frammistöðu

  • Sölustjórar fá vikulega leiðtogainnsýn (e. Leader Insights) í 12 vikur að námskeiði loknu. Innsýnin veitir þeim upplýsingar og aðferðir til þess að þjálfa teymið í átt að auknum árangri og bættri frammistöðu.
  • Vinnustundir að námskeiði loknu með reyndum söluráðgjafa á vegum FranklinCovey kenna þér að hraða ferlinu og auka þekkingu sölustjóra á lokun sölu.
  • Sölustjórar, sem stýra teymi sem hafa tekið þátt í námskeiðinu, munu þjálfa nýja sölustjóra með 12 vikna innleiðingaráætluninni til þess að styðja við nýja þekkingaröflun.

Byrjaðu vegferð þína í dag!

Vertu árangursríkari í að drífa áfram mælanlegan árangur með því að læra að greina áður óþekkta getu í teymum þínum og þjálfaðu þau í áttina að aukinni frammistöðu.

Hafðu samband við okkur og við komum þér í samband við sérfræðing á okkar vegum sem hjálpar þér að komast að því hvort lausnin virki fyrir þig og vinnustaðinn þinn.

Fyrirkomulag vinnustofu

Lífstíðarlærdómur leiðtoga – hagnýtt og áhrifaríkt

Markhópur

Ætlað sölustjórum og starfsfólki sem vinnur við sölu.

Tímalengd

Vinnustofa á vettvangi er samtals 16 klst. Oft kennt á 4 hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 10 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.

Innifalið

Vönduð vinnubók þátttakenda – á íslensku eða 20 öðrum tungumálum. Umbreytingaráætlun leiðtoga. Jafningjamarkþjálfun. Ýmiss greiningartæki og tól við sölustjórnun. Eftirfylgni í fjarnámi (On Demand námskeið með AllAccessPass). 360° mat eða sjálfsmat með ítarlegri skýrslu fyrir hvern þátttakanda og hópinn.

Frí handbók

Hvernig árangursríkir stjórnendur skila niðurstöðum

Nýttu tímalausa nálgun metsölubókarinnar 7 venjur til árangurs til að leiða fólk til árangurs.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Fjarnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.