7 venjur fyrir stjórnendur®

Nauðsynleg færni og tól til að leiða teymi

Virkjaðu leiðtoga og teymi til að leiða teymi til árangurs

 

Eru stjórnendur þínir árangursríkir leiðtogar?

Margir leiðtogar og stjórnendur fá stöðuhækkun vegna einstaklingsbundinnar hæfni, en standa frammi fyrir örðugleikum þegar kemur að því að leiða og virkja fólk. Þegar stjórnendum verða á mistök er það venjulega vegna þess að þeir gátu ekki náð mikilvægum árangri. Þessi mistök myndast oftast vegna tveggja þátta:

  1. Þeir stjórna öðrum áður en þeir ná stjórn á sér sjálfum.
  2. Þeir stjórna fremur en að kenna liðsmönnum að stjórna sér sjálfum gegn sameiginlegum væntingum.

7 venjur fyrir stjórnendur® veitir leiðtogum tólin til að bregðast við þessum grunnvandamálum og ná sjálfbærum árangri með og í gegnum aðra. Þessi lausn einblínir á hver stjórnandinn ER, ekki bara hvað þeir GERA. Það sem gerir þessa lausn einstaka er 7 venjur ramminn—og hvernig hann virkir nýtt hugarfar, færni og tól sem nýtast öllum til að verða árangursríkari leiðtogar.

Hvort sem leiðtogar hafa verið í forystu í langan tíma eða hafa nýlega tekið við leiðtogahlutverkinu mun þessi lausn virkja þá í að leiða teymin sín á árangursríkan hátt.

1

Venja 1: Vertu virk(ur)®

Einblíndu á og bregstu við því sem þú getur stjórnað og haft áhrif á frekar en það sem þú hefur ekki stjórn á.

2

Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða®

Skilgreindu hvað árangur merkir fyrir þig og hvernig þú hyggst ná árangri.

3

Venja 3: Mikilvægast fyrst®

Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðunum frekar en að vera stöðugt að bregðast við áríðandi málefnum.

4

Venja 4: Hugsaðu Vinn-Vinn®

Vertu árangursríkari í samstarfi með því að skapa sambönd sem byggjast á miklu trausti.

5

Venja 5: Skilja fyrst, miðla síðan®

Hafðu áhrif á aðra með því að þróa með þér djúpan skilning á þörfum þeirra og viðhorfum.

6

Venja 6: Skapaðu samlegð®

Þróaðu nýjar og spennandi aðferðir sem hafa áhrif á fjölbreytileikann og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.

7

Venja 7: Skerptu sögina®

Auktu helgun, orku og jafnvægi milli starfs- og einkalífs með því að gefa þér tíma til að huga að sjálfum/sjálfri þér.

Upplýsingar um námskeið

Námskeiðið:

7 venjur fyrir stjórnendur byggir á sömu grundvallaratriðum og 7 venjur til árangurs®. Hver venja hefur verið löguð að því hvernig við getum stjórnað okkur sjálfum og leitt aðra. Þetta námskeið inniheldur 16 klukkustundir af þjálfun leidda af þjálfurum okkar eða ykkar. Hægt er að ljúka námskeiðinu á tveimur dögum eða lengur ef þörf krefur.

Áhrifin:

7 venjur fyrir stjórnendur: Nothæf færni og tól til að leiða teymi til árangurs lausnin er hnitmiðuð lærdómsvegferð sem einblínir á mikilvægi góðrar forystu og framkvæmd hennar. Veittu öllum þínum stjórnendum hugarfarið, færnina og tólin til þess að mæta stjórnunaráskorunum dagsins í dag.

Fyrirkomulag vinnustofu

Hagnýt nálgun til að efla áhrifaríkra stjórnunarhætti

Markhópur

Millistjórnendur og framlínustjórnendur. Verðandi og vaxandi stjórnendur á öllum stigum.

Tímalengd

Vinnustofa á vettvangi er samtals 16 klst. Oft kennd á hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 7 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.

Innifalið

7 venjur til árangurs STJÓRNENDUR— vönduð handbók og verkfæri þátttakenda. Management Essentials: Handbók stjórnenda. Stafrænn aðgangur að námsefni og ítarefni með áskrift að AllAccessPass. 360° rafrænt mat og ítarleg skýrsla fyrir þátttakendur og hópinn.

Quote PNG

Nálgun Coveys um grunnþætti árangurs í lífi og starfi er í senn tímalaus og mjög svo tímanleg. Vinnustofa 7 venja til árangurs færði stjórnendateymi Kópavogsbæjar ný viðhorf, færni og aðferðir til að efla okkur enn frekar í að þjóna spennandi verkefnum sveitafélagsins.“

— Ármann Kr. Ólafsson, fv. bæjarstjóri Kópavogs

Frí handbók

7 venjur til árangurs – öflugur lærdómur til persónulegrar forystu

Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um leiðtogahæfni.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

On Demand

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

Neysluvörur

Hvernig eitt fyrirtæki jók L&D fjárfestingar þegar fjárlögum fór lækkandi

Alþjólegt fyrirtæki stóð frammi fyrir lækkandi heildartekjum og uppsögnum ár eftir ár. Fyrirtækið fann fyrir stöðugt lækkandi trausti en þeim tókst að snúa vörn í sókn með All Access Pass® á vegum FranklinCovey.

Mississippi Power

Að virkja menningu forystu og árangurs

Mississippi Power þurfti að undirbúa sig fyrir heildsölubreytingu. Afnám hafta í atvinnugreininni olli gríðarlega miklum breytingum, sem sneru sérstaklega að þjónustu á þeirra vegum. Sjáðu hvernig fyrirtækið innleiddi 7 venjur til árangurs® til að virkja menningu forystu og árangurs á vinnustaðnum öllum.

Shea Homes

Að nýta 7 venjur til að auka gæði og ánægju viðskiptavina

Shea Homes átti í erfiðleikum með að halda sig við skilafrest og mæta væntingum viðskiptavina. Sjáðu hvernig 7 venjur til árangurs® breytti menningu vinnustaðarins þeirra, sem leiddi til 77% hækkunar á gæðum, 4x fleiri viðskiptavina, og verðlaun fyrir ánægju viðskiptavina.

Birchwood Automotive Group

Establishing a Common Language to Communicate Effectively

Birchwood Automotive Group nýtir 7 venjur til árangurs® til að leggja grunninn að sameiginlegu tungumáli og aðferðafræði til að miðla upplýsingum og viðhalda viðskiptum. 7 venjur breyttu menningu þeirra sem leiddi til aukins hagnaðar.