7 venjur til árangurs®

Persónuleg forysta leggur grunninn að menningu árangurs

Öflugar venjur til persónulegrar forystu

Metsölubók Stephen R. Covey, 7 venjur til árangurs heldur áfram að toppa metsölulista vegna þess að hún tekur ekki mið af skammtímatískubylgjum og ‘pop psychology’ og einblínir þess í stað á tímalaus lögmál jafnréttis, ásetnings, helgunar, heiðarleika og virðingar.

7 venjur til árangurs hefur veitt lesendum innblástur í meira en 25 ár. Hún hvatti einnig til aukinnar framleiðni og annarra breytinga hjá milljónum þvert á aldur og starfsgrein.

Það skiptir ekki máli hve hæfur einstaklingur er, hann mun ekki ná að viðhalda árangri án þess að geta leitt sjálfan sig, helgað, hvatt til dáða og unnið í samvinnu við aðra ásamt því að endurnýja stöðugt eigin getu. Þessir þættir eru það mikilvægasta hvað varðar árangur hjá einstaklingum, teymum og vinnustöðum í heild.

1

Venja 1: Vertu virk(ur)®

Einblíndu á og bregstu við því sem þú getur stjórnað og haft áhrif á frekar en það sem þú hefur ekki stjórn á.

2

Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða®

Skilgreindu hvað árangur merkir fyrir þig og hvernig þú hyggst ná árangri.

3

Venja 3: Mikilvægast fyrst®

Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðunum frekar en að vera stöðugt að bregðast við áríðandi málefnum.

4

Venja 4: Hugsaðu Vinn-Vinn®

Virkjaðu árangursríkara samstarf með því að skapa sambönd sem byggjast á miklu trausti.

5

Venja 5: Skilja fyrst, miðla síðan®

Hafðu áhrif á aðra með því að þróa með þér djúpan skilning á þörfum þeirra og viðhorfum.

6

Venja 6: Skapaðu samlegð®

Þróaðu nýjar og spennandi aðferðir sem hafa áhrif á fjölbreytileikann og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.

7

Venja 7: Skerptu sögina®

Auktu helgun, orku og jafnvægi milli starfs- og einkalífs með því að gefa þér tíma til að huga að sjálfum/sjálfri þér.

Auktu árangur hjá einstaklingum og teymum

Einstaklingsárangur

7 venjur til árangurs er sannreynt kerfi sem stuðlar að bættum einstaklingsárangri. Þátttakendur ná auknum þroska, aukinni framleiðni og efla sjálfstjórn. Þeir munu ganga frá borði með getuna til að framkvæma mikilvægustu forgangsatriðin með auknum fókus og vandaðri skipulagningu.

Árangur teyma

7 venjur til árangurs stuðlar einnig að bættum árangri innan teyma. Þátttakendur auka helgun, starfsanda og samvinnu. Teymi munu ganga frá borði með aukna samskiptafærni og bætt sambönd.

Fyrirkomulag vinnustofu

12 milljón manns um allan heim hafa sögu að segja

Markhópur

Allir starfsmenn á öllum stigum vinnustaðarins. Margir vinnustaðir nýta þessa vinnustofu sem skyldunám nýliða (e. onboarding).

Tímalengd

Vinnustofa á vettvangi er samtals 16 eða 24 klst. Oft kennt á hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 10 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.

Innifalið

7 venjur til árangurs SIGNATURE — vönduð handbók og verkfæri þátttakenda. Stafrænn aðgangur að námsefni og ítarefni með áskrift að AllAccessPass. 360° rafrænt mat og ítarleg skýrsla fyrir þátttakendur og hópinn.

Quote PNG

Sýn Coveys á árangursríkar aðferðir fyrir einstaklinga og liðsheildir er í senn áhugaverð og uppbyggjandi. 7 Venjur til árangurs fjallar um hagnýtar leiðir til að vaxa og dafna í nútíma þekkingarsamfélagi. Lesning sem nýtist öllum til aukins árangurs í lífi og starfi.“

— DR. SVAFA GRÖNFELDT, fv. framkvæmdastjóri Alvogen.

Frí handbók

7 venjur til árangurs – öflugur lærdómur til persónulegrar forystu

Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um leiðtogahæfni.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

On Demand

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

Alþjóðlegt matvælaframleiðsla

Að hvetja til vaxtar í gegnum hvatningu starfsmanna

Alþjóðlegt matvælaframleiðslufyrirtæki einblínir á hvatningu starfsmanna til að hvetja til vaxtar á markaði. Með því að virkja 7 venjur til árangurs® námskeiðið, ná starfsmenn stöðugt nýjum árangri og fyrirtækið er á góðri leið að ná vaxtarmarkmiði sínu.

Mississippi Power

Að virkja menningu forystu og árangurs

Mississippi Power þurfti að undirbúa sig fyrir heildsölubreytingu. Afnám hafta í atvinnugreininni olli gríðarlega miklum breytingum, sem sneru sérstaklega að þjónustu á þeirra vegum. Sjáðu hvernig fyrirtækið innleiddi 7 venjur til árangurs® til að virkja menningu forystu og árangurs á vinnustaðnum öllum.

X-Fab

Að brúa bilið milli skipulagningar og framkvæmdar

X-FAB er leiðandi steypufyrirtæki sem sérhæfir sig í flaumrænum hálfleiðurum, þurftu að byggja sameiginlegt tungumál og styrkja teymið. Sjáðu hvernig fyrirtækið nýtti 7 venjur til árangurs® til að byggja áhrifaríkari persónulega framleiðni og skoða endinn í upphafi verks.

Birchwood Automotive Group

Establishing a Common Language to Communicate Effectively

Birchwood Automotive Group nýtir 7 venjur til árangurs® til að leggja grunninn að sameiginlegu tungumáli og aðferðafræði til að efla samskipti og viðskiptin í heild. 7 venjur hafa breytt vinnustaðarmenningu sem hefur leitt til aukins hagnaðar.