Mögnuð áhrif venjanna 7

Leystu úr læðingi mannlega hæfileika. Uppskerðu árangur.

Tímalaus viska.  Tímanleg nálgun.

Nálgun FranklinCovey til aukinnar persónulegrar og mannlegrar færni nýtur trausts milljóna manna um allan heim og byggir á alþjóðlegu metsölubókinni 7 venjur til árangurs.

Á tímum hraðrar tækniþróunar og framfara í gervigreind er mannleg hæfni — það hvernig við vinnum ein og með öðrum — mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Það er afgerandi að styðjast við heildstæðan ramma sem hjálpar okkur að öðlast og efla þessar nauðsynlegu hæfniþætti til að ná árangri á vinnustað.

Vinnustofan 7 venjur til árangurs færir þátttakendum nýja sýn og hagnýtar leiðir til að efla grunnfærni eins og tilfinningagreind, frumkvæði, ábyrgð, framsækni, stefnufestu, lausnamiðað hugarfar og hæfileika til að leiða sjálfa sig og aðra til árangurs. Sérsniðið að nútíma vinnuumhverfi eflir vöxt leiðtoga á öllum stigum.

1

Venja 1: Vertu virk(ur) – taktu af skarið®

Taktu ábyrgð, hafðu áhrif og settu fordæmi.  Taktu af skarið.

Lærðu meira um Venju 1
2

Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða®

Mótaðu þína framtíðarsýn, skilgreindu þína leið að árangri.

Lærðu meira um Venju 2
3

Venja 3: Mikilvægast fyrst®

Settu í forgang það mikilvæga – ekki bregðast við því áríðandi.

Lærðu meira um Venju 3
4

Venja 4: Hugsaðu Vinn-Vinn®

Virkjaðu árangursríkt samstarf með því að rækta sambönd sem byggja á trausti og virðingu.

Lærðu meira um Venju 4
5

Venja 5: Skilja fyrst, miðla síðan®

Hafðu áhrif á aðra með því að þróa með þér sannan skilning á þörfum þeirra og viðhorfum.

Lærðu meira um Venju 5
6

Venja 6: Skapaðu samlegð®

Þróaðu nýjar og spennandi aðferðir til að leysa vandamál og vinna að nýsköpun.

Lærðu meira um Venju 6
7

Venja 7: Skerptu sögina®

Auktu helgun, orku og jafnvægi milli starfs- og einkalífs með því að gefa þér tíma til að hlúa að þér.

Lærðu meira um Venju 7

Auktu persónulegan árangur, forystu og frammistöðu teyma

7 venjur til árangurs er sannreynt kerfi sem stuðlar að bættum árangri einstaklinga, teyma og vinnustaða.  Venjurnar leggja áherslu á framsækið hugarfar, markmiðasetningu, forgangsröðun, gagnkvæman ávinning, samskipti, samvinnu og stöðugar umbætur. Nálgunin hvetur til jafnvægis og heildrænnar nálgunar við persónulegan vöxt, með það að markmiði að stuðla að áhrifamiklum og varanlegum árangri.

Upplifðu venjurnar 7 á vinnustöðum

API GROUP

Ræktum framtíðar leiðtoga með færni 21. aldarinnar

Lærðu hvernig APi Group þróaði og efldi leiðtoga á öllum stigum – og tryggði bæði færni þeirra og karakter til að leiða sjálfa sig og aðra á grunni venjanna 7.

PANDA RESTAURANT GROUP

Umbreytum menningu. Umbreytum vinnustöðum.

Sjáðu hvernig vinna með venjurnar 7 umbreytti menningu, framlagi og árangri fjölda veitingastaða Panda.

BIRCHWOOD

Auktu frammistöðu. Magnaðu ánægju.

Venjurnar 7 hafa magnað frammistöðu, persónulegan árangur og helgun starsfmanna Birchwood bílasölunnar.

CENTIRO

Tryggðu helgun og besta framlag allra

Móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna er lykillinn að framleiðni, helgun og framlagi hver og eins.

Fyrirkomulag vinnustofu

12 milljón manns um allan heim hafa sögu að segja

Markhópur

Allir starfsmenn á öllum stigum vinnustaðarins. Margir vinnustaðir nýta þessa vinnustofu sem skyldunám nýliða (e. onboarding).

Tímalengd

Vinnustofa á vettvangi er samtals 16 eða 24 klst. Oft kennt á hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 10 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.

Innifalið

7 venjur til árangurs SIGNATURE — vönduð handbók og verkfæri þátttakenda. Stafrænn aðgangur að námsefni og ítarefni með áskrift að AllAccessPass. 360° rafrænt mat og ítarleg skýrsla fyrir þátttakendur og hópinn.

Quote PNG

Sýn Coveys á árangursríkar aðferðir fyrir einstaklinga og liðsheildir er í senn áhugaverð og uppbyggjandi. 7 Venjur til árangurs fjallar um hagnýtar leiðir til að vaxa og dafna í nútíma þekkingarsamfélagi. Lesning sem nýtist öllum til aukins árangurs í lífi og starfi.“

— DR. SVAFA GRÖNFELDT, fv. framkvæmdastjóri Alvogen.

Handbók í okkar boði

7 venjur til árangurs – öflugur lærdómur til persónulegrar forystu

Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um leiðtogahæfni.

Snjöll þjálfun – stafræn þekkingarveita

All Access Pass®

Samstarf á grunni Vettvangs vaxtar felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku og 20 öðrum tungumálum.

Hvernig hagnýtir þú aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið á Vettvangi vaxtar. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Snjallnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

Alþjóðlegt matvælaframleiðsla

Að hvetja til vaxtar í gegnum hvatningu starfsmanna

Alþjóðlegt matvælaframleiðslufyrirtæki einblínir á hvatningu starfsmanna til að hvetja til vaxtar á markaði. Með því að virkja u003cemu003e7 venjur til árangursu003csupu003e®u003c/supu003e u003c/emu003enámskeiðið, ná starfsmenn stöðugt nýjum árangri og fyrirtækið er á góðri leið að ná vaxtarmarkmiði sínu.

Mississippi Power

Að virkja menningu forystu og árangurs

Mississippi Power þurfti að undirbúa sig fyrir heildsölubreytingu. Afnám hafta í atvinnugreininni olli gríðarlega miklum breytingum, sem sneru sérstaklega að þjónustu á þeirra vegum. Sjáðu hvernig fyrirtækið innleiddi u003cemu003e7 venjur til árangursu003csupu003e®u003c/supu003eu003c/emu003e til að virkja menningu forystu og árangurs á vinnustaðnum öllum.

X-Fab

Að brúa bilið milli skipulagningar og framkvæmdar

X-FAB er leiðandi steypufyrirtæki sem sérhæfir sig í flaumrænum hálfleiðurum, þurftu að byggja sameiginlegt tungumál og styrkja teymið. Sjáðu hvernig fyrirtækið nýtti u003cemu003e7 venjur til árangurs®u003c/emu003e til að byggja áhrifaríkari persónulega framleiðni og skoða endinn í upphafi verks.

Birchwood Automotive Group

Establishing a Common Language to Communicate Effectively

Birchwood Automotive Group nýtir u003cemu003e7 venjur til árangursu003c/emu003e® til að leggja grunninn að sameiginlegu tungumáli og aðferðafræði til að efla samskipti og viðskiptin í heild. 7 venjur hafa breytt vinnustaðarmenningu sem hefur leitt til aukins hagnaðar.