Vettvangur vaxtar og árangurs: Impact Platform

Magnað tækifæri til að virkja áhrifaríkt og skemmtilegt verðlaunanámsefni og sérsniðnar lærdómsvegferðir til aukins árangurs allra. Íslenskur vettvangur sem ýtir undir frammistöðu, hvatningu og helgun starfsfólks.

FranklinCovey eykur árangur heildarinnar með því að virkja slagkraft námsefnis, fólks og tækni.

FranklinCovey býður upp á einstaka blöndu af úrvals námsefni, sérfræðingum og snjallri tækni. Með því að flétta saman og virkja slagkraft þessara lykilþátta umbreytum við hegðun teyma og leggjum grunn að framúrskarandi árangri vinnustaðarins.

Stafræn þekkingarveita FranklinCovey veitir áhrifaríka leið til að rækta öflugt hugarfar, virkja hagnýta færni og virka hegðun á þínum vinnustað þannig að allir leggi sitt að mörkum og skili sínu besta verki.

Þessi öflugi vettvangur sameinar möguleika snjallnámskeiða við stefnu vinnustaðarins, og virkjar kraft persónulegra matstækja, skemmtilegra áminninga og áskorana, leikjafræði og jafningjastuðnings til að skapa varanlegan ávinning.

Sannkallað gagn og gaman!

Kynning á nýrri kynslóð AllAccessPass:  Impact Platform

Máttur vegferðarinnar

Viðvarandi hegðunarbreyting hefst innan frá og vex út. Hvernig fólk er og sér heiminn hefur áhrif á hvernig það leiðir aðra. Lærdómsvegferðir okkar blanda saman framúrskarandi efni, sérfræðikunnáttu ráðgjafa og öflugri snjallri tækni til að hjálpa notendum að umbreyta eigin hugafari og hegðun.

Skoðaðu dæmi um lærdómsvegferð hér fyrir neðan.

  • 01

    360° mat á færniþáttum

    360° mat FranklinCovey mælir 74+ færniþætti fyrir notendur og stjórnendur til að bera kennsl á hvað má bæta, til að mæla ávinning og til að leiðbeina í lærdómi.

  • 02

    Þjálfarar

    Innri þjálfarar og ráðgjafar FranklinCovey bæta frammistöðu þátttakenda með því að kafa ofan í 360° heildarniðurstöður og bera kennsl á lykilfærni til að vinna með og bæta.

  • 03

    Áfangar

    Áfangar eru lærdómsupplifun sem byggja á kjarna efnis FranklinCovey — kennt á vettvangi, í gegnum fjarskiptabúnað eða í gegnum stafrænu þekkingarveituna.

  • 04

    Snjall lærdómur

    Nemendur geta meðvitað beitt því sem þau læra í gegnum áskoranir, sjálfvirkum styrkingum, stafrænu sérmiðuðu námi og uppfærðu 360° mati.  Lífstíðarlærdómur á snjöllu formi sem hentar hverjum og einum.

Ávinningur stafrænu þekkingarveitunnar

  • Magnað efni, sveigjanleg nálgun

    Ný þekkingarveita FranklinCovey Impact Platform styður við alla upplifun notenda – Greiningu á færni, frammistöðu og áhugasviði, Vinnustofur á vettvangi og í fjarkennslu, Snjöll námskeið (OnDemand), vikulegir Fróðleiksmolar eftir áhugasviði og Örnám eftir áskorunum.

  • Mælanlegur árangur fyrir stjórnendur og starfsfólk

    Stafrænn vettvangur FranklinCovey er með sérhannað mælaborð sem sýnir ávöxt fjárfestingar (ROI) fyrir stjórnendur. Mælingar um virkni, árangur, helgun, ánægju og framleiðni varrpa ljósi á stefnumótandi og markvissan lærdóm notenda.

  • Auðvelt að nýta og stýra

    Þessi einfaldi en öflugi vettvangur er aðgengilegur og þægilegur fyrir stjórnendur að vinna með og starfsmenn að virkja í vinnu. Námsefnið er fundið, úthlutað og sótt með því að ýta einn takka. Því má dreifa reglulega yfir lengri tíma eða sótt á þeim stað og stund sem hentar hverjum og einum.

  • Breyttu hegðun, ekki bara haka við verkefni.

    Þekkingarveita FranklinCovey er hönnuð til að leggja grunninn að sameiginlegri og varanlegri breytingu á hegðun hópa. Þessi aðgengilega tækni hvetur notendur að klára lítil verkefni og bæta við sig þekkingu í gegnum skýra áfanga, grípandi efni í öruggu námsumhverfi og fá leiðsögn um hvernig má beita þeirri þekkingu í lífi og starfi.

Hugmyndafræði “7 venja árangursríkra stjórnenda” hefur reynst mér gríðarlega vel á vegferð minni að ná fram stöðugum umbótum og vaxa sem leiðtogi, bæði í einkalífi og vinnu. Ég hef nokkrum sinnum setið námskeið um 7 venjur til árangurs og bókin heldur alltaf sínum sess á náttborðinu þó svo aðrar bækur komi og fari. Á námskeiðinu fer Guðrún Högnadóttir í gegnum efnið af mikilli fagmennsku en ekki sýst einlægni, setur viðfangsefnið í samhengi við raunveruleikan með reynslusögum og virkjar þátttakendur til að miðla sinni reynslu.

Námskeiðið bíður upp á einföld og tímalaus tól til árangurs; ná betri stjórn og forgangsröðun á það sem skiptir sannarlega máli, vera forvirk og grípa til aðgerða. Stuðla að árangursríkum samskiptum við samferðafólk og hefja það upp til árangurs. Síðast en ekki síst, að endurnærast sem einstaklingur og ná jafnvægi milli einkalífs og vinnu til að geta haldið áfram að vaxa og dafna sem leiðtogi.

SÆUNN BJÖRK ÞORKELSDÓTTIR​
forstöðumaður innkaupa og vörustýringar hjá Controlant

Ég setti mér ný markmið eftir lestur bókarinnar. Það er gott að hafa markmið en það sem er enn mikilvægara er að vita hvernig maður ætlar að komast þangað og þá sýn fékk ég eftir mjög gott námskeið í 7 venjum til árangurs. Takk fyrir mig!“

GUNNUR HELGADÓTTIR
Framkvæmdastjóri Vistor

Það var einstaklega ánægjulegt að vinna með og útfæra efni Franklin Covey og samtvinna það þjónustustefnu Strætó. Að tryggja tryggð viðskiptavina er mikilvægur þáttur í allri þjónustustjórnun en efnið hentar ekki síður inn í teymi þar sem unnið er með grundvallarþætti samskipta og trausts; samkennd, ábyrgð og örlæti.

 

Sigríður Harðardóttir
Sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs

Námskeiðið var virkilega flott og faglegt þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður. Fjarfundabúnaður, undirbúningur og nýting tækninnar var til fyrirmyndar. Guðrún Högna leyddi námskeiðið einstaklega vel og veitti þjálfarateyminu okkar frábær verkfæri til að takast á við starf í framlínustjórnun.“

 

ÞURÍÐUR BJÖRG GUÐNADÓTTIR
Framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Nova

Teymi FranklinCovey á Íslandi hefur stutt okkur með þjálfun sem tekur mið af gildum fyrirtækisins almennt og þeim sértæku áskorunum sem við stöndum frammi fyrir hverju sinni. Sjö venjur til árangur hafa persónulega verið mér ómetanlegt veganesti bæði í einkalífi og í starfi.

MARÍA ÓSK KRISTMUNDSDÓTTIR
Verkefnastjóri hjá Alcoa

Til að styrkja leiðtogahæfi stjórnendahópsins hjá mér tók ég þá ákvörðun að fara með hópinn í 4 lykilhlutverk leiðtoga. Það var virkilega góð ákvörðun sem skilað sér síðan í áframhaldi vinnu með efnið úr námskeiðinu og jók á leiðtogahæfni hópsins. Bæði kennsla og efnið sem fylgdi með var alveg til fyrirmyndar. Hópurinn í heild sinni var virkilega ánægður með árangurinn og þetta hristi hann vel saman.“

 

GUNNUR HELGADÓTTIR
Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna

Traust er grundvöllurinn fyrir því að allt gangi, grundvöllurinn að samheldnu árangursríku teymi. Allir sem hafa áhuga á að ná árangri ættu að fara í gegnum þetta efni.

ELÍN HJÁLMSDÓTTIR
Framkvæmdastjóri Heilsuvernd

“Bókin 7 venjur til árangurs er ein af þeim bókum sem að liggja reglulega á náttborðinu mínu. Sígildur og áhrifamikill boðskapur bókarinnar hefur hjálpað mér að ná árangri í starfi og ekki síður verið mér mikil hvatning í persónulegu lífi.”

ELÍSABET EINARSDÓTTIR
Starfsmannastjóri Íslandshótela

„Efni Leiðtogans í mér getur stutt við alla þessa þætti og við gátum tengt það við þá hugmyndafræði sem fyrir var í leikskólanum. Við notum hugmyndafræðina og þar með venjurnar á þann hátt að við reynum að láta það hafa áhrif á vinnuaðferðir, viðmót og það hvernig við byggjum upp „andann í húsinu.“

KRISTÍN GÍSLADÓTTIR
Skólastjóri á Uglukletti

Frá því að ég hóf störf sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar árið 2014 hefur mikið reynt á stjórnendur sveitarfélagsins sem og alla aðra starfsmenn og íbúa. Árið 2019 samþykkti bæjarstjórn samhljóða nýja framtíðarsýn, megináherslur, gildi og aðgerðir undir vinnuheitinu; „Í krafti fjölbreytileikans“ sem ætlað er að verða leiðarljós fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélagsins til ársins 2030. Til að stilla saman strengi fengum við Guðrúnu Högnadóttur stjórnendaráðgjafa frá Franklin Covey á Íslandi til að vinna með okkur með það að markmið að skerpa á framtíðarsýninni og styrkja stjórnendateymið enn frekar. Er skemmst frá því að segja að sú vinna tókst frábærlega og stendur enn. Guðrún færði okkur mörg verkfæri í hendur sem nú er unnið að því að innleiða og mun sú vinna standa yfir næstu misserin.

 

KJARTAN MÁR KJARTANSSON
Bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar

Rétt eins og Newton færði okkur aukinn skilning á þyngdarlögmálinu þá hefur Covey fært okkur skilning á þeim lögmálum sem liggja að baki velgengni í lífi og starfi. Flóknara er það ekki.“

 

KRISTINN T. GUNNARSSON
Ráðgjafi

Ég hef bæði reynslu af því sjálf að fara í gegnum þjálfun hjá Franklin Covey og eins að kaupa þannig þjálfun inn á vinnustaði sem ég hef starfað á. Það hefur verið samdóma álit mitt og samstarfsfólks míns að þjálfunin hafi skilað miklu fyrir okkur. Bæði fyrir þátttakendur og vinnustaðina. Þátttakendur hafa upplifað aukna ánægju og hvatningu, sem hefur nýst þeim bæði í einkalífi og starfi. Vinnustaðirnir hafa séð aukinn árangur vegna bættrar frammistöðu og ánægju, með skýrari sýn, öflugri forgangsröðun, betri endurgjafar og fleira.

HERDÍS PÁLA PÁLSDÓTTIR
Fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Deloitte

Bókin um venjurnar 7 er ein mest selda viðskiptabók allra tíma og ein áhrifamesta bók sem notuð hefur verið í leiðtogaþjálfun um allan heim. Hún fjallar um miklu meira en bara viðskipti og þjálfun leiðtoga. Hún fjallar um bestun í persónulegri hegðun til að hámarka árangur í hverju því sem menn takast á hendur, hvort heldur er í vinnu eða einkalífi. Það geta allir látið sig dreyma en bókin hjálpar fólki til að gera drauma að veruleika með því að setja sér metnaðarfull markmið og ná þeim með skipulögðum hætti. Þessi bók ætti að vera skyldulesning í öllum framhaldsskólum á Íslandi.“

 

HREGGVIÐUR JÓNSSON
Aðaleigandi og stjórnarformaður Veritas Capital

FranklinCovey notar skilvirka aðferðafræði sem fær allan hópinn til að taka virkan þátt við að gera vinnustaðinn sinn betri til framtíðar.“

HANNA SIGRÍÐUR GUNNSTEINSDÓTTIR
Forstjóri Vinnueftirlitisins

„Að öðrum ólöstuðum er Covey framúrskarandi þegar kemur að skrifum um raunverulegan og langvarandi árangur í lífi og starfi. Tímalaus viska hans og lífsreglur eru lykill að farsælu ferðalagi, hversu farsælt ferðalagið verður er þó undir lesandanum einum komið. Þá reynir fyrst og síðast á einbeitan vilja til að axla ábyrgð á eigin velferð og samferðamanna.“

ARNAR HREINSSON
Útibússtjóri Landsbankanum

7 venjur til árangurs er frábær bók sem hjálpar okkur ekki bara að ná persónulegum árangri heldur hjálpar hún okkur til að hafa jákvæð áhrif á alla í kringum okkur. Hún inniheldur afar verðmæta leiðsögn um hvernig við getum veitt betri forystu í lífi okkar. Þessi einstaka bók sáir fræjum sem hætta aldrei að vaxa!“

SIGURÐUR RAGNARSSON
Forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst

„Einföld og hagnýt yfirferð á lykilatriðum til árangurs. Ég hef stuðst við efni bókarinnar í lífi og starfi frá fyrsta degi eftir að hafa lesið hana, gríp oft til hennar fyrir innblástur og mæli með henni í hvívetna við hvern þann sem vill hafa áhrif og skara framúr.“

SALÓME GUÐMUNDSDÓTTIR
Framkvæmdastjóri Icelandic Startups

Ég mæli eindregið með því mikla framboði námsefnis fyrir stjórnendur og starfsmenn sem Franklyn Covey hefur uppá að bjóða. Þar er að finna faglegt efni sem sett er fram á aðgengilegan hátt og hef ég góða sögu að segja af reynslu minni bæði við að sitja sjálf námskeið sem og af þeim starfsmönnum sem hafa setið námskeiðin. Guðrún Högnadóttir er frábær leiðbeinandi og kemur efninu frá sér á lifandi og fræðandi hátt, netnámskeiðin eru frábær viðbót og eru vönduð og hnitmiðuð“

 

ÍRIS ÖSP BERGÞÓRSDÓTTIR
Sérfræðingur á mannauðssviði Icelandair

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í samstarfi við FranklinCovey sem fyrrum forstöðumaður Opna háskólans í HR og núverandi mannauðs- og gæðastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands. Stjórnendur og starfsmenn Landsbúnaðarháskólans gengu til samstarfs við FranklinCovey síðastliðinn vetur um annars vegar stjórnendaþjálfun í anda „4 Essential Roles of Leadership“ og hinsvegar þjálfun í 7 venjum til árangurs fyrir alla starfsmenn. Guðrún Högnadóttir leiddi þjálfunina, var frábær leiðbeinandi, skýr, ávallt vel undirbúin, skemmtileg og umfram allt beitt þegar á þurfti að halda. Námsefnið var sérsniðið að þörfum stofnunarinnar og kennsluaðferðir voru afar fjölbreyttar hvort sem að kennslan fór fram í fjar- eða staðarþjálfun.“

GUÐMUNDA SMÁRADÓTTIR
Mannauðs- og gæðastjóri hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Nálgun Coveys um grunnþætti árangurs í lífi og starfi er í senn tímalaus og mjög svo tímanleg. Vinnustofa 7 venja til árangurs færði stjórnendateymi Kópavogsbæjar ný viðhorf, færni og aðferðir til að efla okkur enn frekar í að þjóna spennandi verkefnum sveitafélagsins.“

ÁRMANN KR. ÓLAFSSON
Bæjarstjóri Kópavogs

„Það eru nokkur atriði sem skipta máli þegar það kemur að velja FranklinCovey. Það er í fyrsta lagi að þetta er alþjóðlega viðurkennt nám og námsefnið er því búið til af miklu fagfólki á sviði stjórnunar. FranklinCovey hafa verið starfandi í áratugi og hafa sannað að efnið er vel uppbyggt og byggt á rannsóknum. Efnið er hægt að klæðskeriðsauma að ákveðnum stjórnendum. Þú getur átt samtal og spurt hvað ert þú að kljást við í dag og spurt ertu búinn að skoða þetta efni? Það er góður gagnagrunnur. Svo skiptir líka máli að hafa gott aðgengi að FranklinCovey á Íslandi, eins og Guðrún Högnadóttir sem keyrir þetta á Íslandi er mikill reynslubolti og að hafa það aðgengi er mjög mikilvægt.“

HASTEINN BRAGASON
Mannauðsstjóri Íslandsbanka

Ég las þessa 7 Venjur til árangurs á fyrstu árunum í atvinnumennskunni í handbolta og var allan minn feril að reyna að temja mér innihald hennar.“

 

ÓLAFUR STEFÁNSSON
Handboltamaður

Við hjá Landspítalanum höfum nýtt okkur efni FranklinCovey með góðum árangri og boðið yfir 200 stjórnendum spítalans að sitja vinnustofur um „4 lykilhlutverk leiðtoga“ ásamt því að hafa aðgang að veglegu fræðilegu gagnasafni á vefnum. Það hefur verið mikil ánægja með hversu faglegt og fjölbreytt rafræna efnið er, og öll þau verkfæri sem að stjórnendur fá út úr vinnustofunum og nýtast í síbreytilegu umhverfi stjórnenda og samskiptum í daglegu lífi. Við höfum fengið ábendingar frá stjórnendum um hversu gagnlegt og skemmtilegt námskeiðið er, það eru allir að fást við sömu verkefnin bara í ólíku umhverfi og námskeiðið færir stjórnendur nær hvort öðru.

Þjónusta og frumkvæði starfsfólks FranklinCovey hefur einnig verið til fyrirmyndar og þjálfaraefnið virkilega vel fram sett og góður stuðningur við þjálfun í hlutverk lóðsara.

Við hlökkum til að halda áfram að miðla efni FranklinCovey og bjóða uppá á næstu námskeið fyrir stjórnendur á nýju ári.

 

Sigurbjörg D. Hjaltadóttir
Mannauðsráðgjafi Landspítala

,,Stjórnendur Icelandair fóru í gegnum 4 Essential Roles of Leadership og fengu í framhaldi aðgang að öllu FranklinCovey efninu á vefnum (AllAccessPass). Mikil ánægja var með þjálfunina og hentaði hún jafnt reynslumiklum og reynsluminni stjórnendum félagsins og gaf þeim ýmis hagnýt verkfæri. Guðrún Högnadóttir er frábær leiðbeinandi og aðstoðaði okkur mjög vel við að aðlaga efnið að okkar stefnu og áherslum.“

SVEINA BERGLIND JÓNSDÓTTIR
Director of people and culture at Icelandair

Í grunninn byggir leiðtogaverkefnið upp skilning og færni til að geta borið ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig mótað líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni barna og kennara. Flestir kennarar Klettaborgar hafa farið á námskeið í venjunum 7 og telja sig hafa haft mikið gagn af hugmyndafræðinni bæði í leik og starfi. Foreldrar hafa lýst ánægju sinni með starfið og fá reglulega kynningu á venjunum í vikulegum fréttaskotum, með vissu er hægt að segja að leiðtogaverkefnið hafi haft mjög jákvæð áhrif á skólasamfélagið í heild.“

STEINUNN BALDURSDÓTTIR
Skólastjóri á leikskólanum Klettaborg

Það eru stórar lexíur í þessari bók. Öflug verkfæri sem geta flutt fjöll úr stað. Í mínu tilfelli kenndi þessi bók mér að spyrja: Hvað er mér raunverulega mikilvægt? Og hvað er bara áríðandi?“

 

BENEDIKT ERLINGSSON
Leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi

Hittir í mark bæði hjá reynslumiklum og reynslulitlum stjórnendum. Gefur stjórnandanum verkfæri sem auðvelt er að grípa til við ólíkar aðstæður. Setur hlutina í samhengi og höfðar til manneskjunnar sjálfrar og hennar eigin ábyrgð á árangri.

ELÍN HJÁLMSDÓTTIR
Framkvæmdastjóri mannauðssviðs Eimskips

„Covey kom auga á þær forsendur frammistöðu sem hafa varðað vöxt okkar – jákvæðni, áreiðanleika, hagkvæmni og framsækni. Vinnustofa stjórnenda í 7 venjum ræktaði enn frekar jarðveg árangurs hjá Ölgerðinni.“

ANDRI ÞÓR GUÐMUNDSSON
Forstjóri Ölgerðarinnar

Tímalaus sýn Coveys á árangur einstaklinga í einkalífi og á vinnustað á svo sannarlega við í dag. Bók hans varpar ljósi á klassíska nálgun til að bæta verulega árangur í lífi og starfi, og hann kryddar framsetninguna með skemmtilegum dæmisögum, áhrifaríkum og hagnýtum aðferðum.“

 

GYLFI SIGFÚSSON
Forstjóri Eimskipafélags Íslands

Ein af þeim bókum sem hittir í mark og nær um leið tengingu við lesandann með sýnilegum og áþreifanlegum hætti. Venjurnar sjö hafa haft með mjög árangursríkum hætti áhrif á mig sem einstakling sem og leiðtogahæfni mína. 7 Venjur er leiðarvísir í þá átt að laða fram það allra besta í hverjum einstaklingi sem er mikil verðmæti fyrir samfélagið jafnt sem skipulagsheildina.“

SIGURÐUR B. PÁLSSON
Forstjóri Byko

Sýn Coveys á árangursríkar aðferðir fyrir einstaklinga og liðsheildir er í senn áhugaverð og uppbyggjandi. 7 Venjur til árangurs fjallar um hagnýtar leiðir til að vaxa og dafna í nútíma þekkingarsamfélagi. Lesning sem nýtist öllum til aukins árangurs í lífi og starfi.“

 

DR. SVAFA GRÖNFELDT
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alvogen

„Lestur bókarinnar og þjálfun starfsmanna okkar er verulega til gagns. Í raun snýst þetta um heilbrigða skynsemi og öguð vinnubrögð, forgangsröðun og skipulag. Og þar sem „common sense is not so common“ veitir þetta mjög gagnlegt aðhald og áminningu um hvernig best er að haga verkum. Það er í raun ekki hægt að gleyma leiðbeiningunum, bara að rifja upp að til eru 7 venjur og þá fylgir allt hitt með.“

ÁSGEIR MARGEIRSSON
Forstjóri HS Orku

„Ef við þróumst þá stöndum við í stað og þá förum við að dragast aftur úr. Ég var með einn af fyrstu hópunum sem keyrði af stað 4DX verkefninu og það var bara stóraukið frumkvæði, nú tökum við bara upp símann og hringjum í viðskiptavini. Við útrýmdum frestun og styttum biðtíma með því að leysa málin bara strax.“

HRÖNN SIGURÐARDÓTTIR
Verkefnastjóri hjá Sjóvá

Þetta var mjög nytsamlegt námskeið sem ég mæli hiklaust með – mjög vinnumiðað og strax hægt að nota aðferðir sem voru kenndar!

Sif Grétarsdóttir
Ístak

Skoðaðu vinsæla áfanga á stafrænu þekkingarveitunni.