Vettvangur vaxtar og árangurs: Impact Platform

Magnað tækifæri til að virkja áhrifaríkt og skemmtilegt verðlaunanámsefni og sérsniðnar lærdómsvegferðir til aukins árangurs allra. Íslenskur vettvangur sem ýtir undir frammistöðu, hvatningu og helgun starfsfólks.

FranklinCovey eykur árangur heildarinnar með því að virkja slagkraft námsefnis, fólks og tækni.

FranklinCovey býður upp á einstaka blöndu af úrvals námsefni, sérfræðingum og snjallri tækni. Með því að flétta saman og virkja slagkraft þessara lykilþátta umbreytum við hegðun teyma og leggjum grunn að framúrskarandi árangri vinnustaðarins.

Stafræn þekkingarveita FranklinCovey veitir áhrifaríka leið til að rækta öflugt hugarfar, virkja hagnýta færni og virka hegðun á þínum vinnustað þannig að allir leggi sitt að mörkum og skili sínu besta verki.

Þessi öflugi vettvangur sameinar möguleika snjallnámskeiða við stefnu vinnustaðarins, og virkjar kraft persónulegra matstækja, skemmtilegra áminninga og áskorana, leikjafræði og jafningjastuðnings til að skapa varanlegan ávinning.

Sannkallað gagn og gaman!

Kynning á nýrri kynslóð AllAccessPass:  Impact Platform

Máttur vegferðarinnar

Viðvarandi hegðunarbreyting hefst innan frá og vex út. Hvernig fólk er og sér heiminn hefur áhrif á hvernig það leiðir aðra. Lærdómsvegferðir okkar blanda saman framúrskarandi efni, sérfræðikunnáttu ráðgjafa og öflugri snjallri tækni til að hjálpa notendum að umbreyta eigin hugafari og hegðun.

Skoðaðu dæmi um lærdómsvegferð hér fyrir neðan.

  • 01

    360° mat á færniþáttum

    360° mat FranklinCovey mælir 74+ færniþætti fyrir notendur og stjórnendur til að bera kennsl á hvað má bæta, til að mæla ávinning og til að leiðbeina í lærdómi.

  • 02

    Þjálfarar

    Innri þjálfarar og ráðgjafar FranklinCovey bæta frammistöðu þátttakenda með því að kafa ofan í 360° heildarniðurstöður og bera kennsl á lykilfærni til að vinna með og bæta.

  • 03

    Áfangar

    Áfangar eru lærdómsupplifun sem byggja á kjarna efnis FranklinCovey — kennt á vettvangi, í gegnum fjarskiptabúnað eða í gegnum stafrænu þekkingarveituna.

  • 04

    Snjall lærdómur

    Nemendur geta meðvitað beitt því sem þau læra í gegnum áskoranir, sjálfvirkum styrkingum, stafrænu sérmiðuðu námi og uppfærðu 360° mati.  Lífstíðarlærdómur á snjöllu formi sem hentar hverjum og einum.

Ávinningur stafrænu þekkingarveitunnar

  • Magnað efni, sveigjanleg nálgun

    Ný þekkingarveita FranklinCovey Impact Platform styður við alla upplifun notenda – Greiningu á færni, frammistöðu og áhugasviði, Vinnustofur á vettvangi og í fjarkennslu, Snjöll námskeið (OnDemand), vikulegir Fróðleiksmolar eftir áhugasviði og Örnám eftir áskorunum.

  • Mælanlegur árangur fyrir stjórnendur og starfsfólk

    Stafrænn vettvangur FranklinCovey er með sérhannað mælaborð sem sýnir ávöxt fjárfestingar (ROI) fyrir stjórnendur. Mælingar um virkni, árangur, helgun, ánægju og framleiðni varrpa ljósi á stefnumótandi og markvissan lærdóm notenda.

  • Auðvelt að nýta og stýra

    Þessi einfaldi en öflugi vettvangur er aðgengilegur og þægilegur fyrir stjórnendur að vinna með og starfsmenn að virkja í vinnu. Námsefnið er fundið, úthlutað og sótt með því að ýta einn takka. Því má dreifa reglulega yfir lengri tíma eða sótt á þeim stað og stund sem hentar hverjum og einum.

  • Breyttu hegðun, ekki bara haka við verkefni.

    Þekkingarveita FranklinCovey er hönnuð til að leggja grunninn að sameiginlegri og varanlegri breytingu á hegðun hópa. Þessi aðgengilega tækni hvetur notendur að klára lítil verkefni og bæta við sig þekkingu í gegnum skýra áfanga, grípandi efni í öruggu námsumhverfi og fá leiðsögn um hvernig má beita þeirri þekkingu í lífi og starfi.

Ég hef bæði reynslu af því sjálf að fara í gegnum þjálfun hjá Franklin Covey og eins að kaupa þannig þjálfun inn á vinnustaði sem ég hef starfað á. Það hefur verið samdóma álit mitt og samstarfsfólks míns að þjálfunin hafi skilað miklu fyrir okkur. Bæði fyrir þátttakendur og vinnustaðina. Þátttakendur hafa upplifað aukna ánægju og hvatningu, sem hefur nýst þeim bæði í einkalífi og starfi. Vinnustaðirnir hafa séð aukinn árangur vegna bættrar frammistöðu og ánægju, með skýrari sýn, öflugri forgangsröðun, betri endurgjafar og fleira.

HERDÍS PÁLA PÁLSDÓTTIR
Fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Deloitte

Skoðaðu vinsæla áfanga á stafrænu þekkingarveitunni.