Vettvangur vaxtar og árangurs: Impact Platform

FranklinCovey eykur árangur heildarinnar með því að virkja slagkraft námsefnis, fólks og tækni.
FranklinCovey býður upp á einstaka blöndu af úrvals námsefni, sérfræðingum og snjallri tækni. Með því að flétta saman og virkja slagkraft þessara lykilþátta umbreytum við hegðun teyma og leggjum grunn að framúrskarandi árangri vinnustaðarins.
Stafræn þekkingarveita FranklinCovey veitir áhrifaríka leið til að rækta öflugt hugarfar, virkja hagnýta færni og virka hegðun á þínum vinnustað þannig að allir leggi sitt að mörkum og skili sínu besta verki.
Þessi öflugi vettvangur sameinar möguleika snjallnámskeiða við stefnu vinnustaðarins, og virkjar kraft persónulegra matstækja, skemmtilegra áminninga og áskorana, leikjafræði og jafningjastuðnings til að skapa varanlegan ávinning.
Sannkallað gagn og gaman!
Kynning á nýrri kynslóð AllAccessPass: Impact Platform
Máttur vegferðarinnar
Viðvarandi hegðunarbreyting hefst innan frá og vex út. Hvernig fólk er og sér heiminn hefur áhrif á hvernig það leiðir aðra. Lærdómsvegferðir okkar blanda saman framúrskarandi efni, sérfræðikunnáttu ráðgjafa og öflugri snjallri tækni til að hjálpa notendum að umbreyta eigin hugafari og hegðun.
Skoðaðu dæmi um lærdómsvegferð hér fyrir neðan.
Ávinningur stafrænu þekkingarveitunnar
Kynntu þér betur viðmót, valkosti og áhrif Impact Platform.