Upplifun notenda
Framúrskarandi efni og öflug tækni sem eflir starfsþróun.
Stafræn þekkingarveita FranklinCovey er hönnuð með þarfir starfsfólks í huga og er aðgengileg leið til að virkja verðlauna námsefni og ná markvissum og mælanlegum framförum í færni og getu.
Tæknin okkar, sem er í senn einföld og skemmtileg í notkun, leiðir nemendur í gegnum fjölbreytt nám sem getur falið í sér 360° mat, sérsniðnar lærdómsvegferðir og persónulega hvatningu til að tryggja varanlega breytingu á hegðun. Vettvangurinn sendir sjálfkrafa út áskoranir og áminningarpósta til að hjálpa nemendum að nýta nýjan lærdóm strax í starfi og bæta markvisst frammistöðu.
Snjallnám (OnDemand)
Snjallnámskeið gera notendum kleift að nema og nýta verðlaunalausnir FranklinCovey hvar sem er og hvenær sem er, með góðum takti tímasettra áfanga, innsýn, greinum, áskorunum og áminningum.
Snjallnámskeið
Snjallnámskeiðin eru námsupplifun byggð í kringum kjarna námsleiðir FranklinCovey. Námið er gagnvirkt, sveigjanlegt, tímasett og með sjálfvirkum áminningarpóstum.
Örnámskeið
Örnámskeið eru sértæk námsúrræði fyrir tiltekna færni sem tekur nokkrar mínútur að ljúka við. Námsverkefnið er sett fyrir nemendur yfir þriggja vikna tímabili.
Fróðleiksmolar
Fróðleiksmolar hjálpa nemendum að leysa vandamál sem þeir standa frammi fyrir fljótt og örugglega. Fáðu aðgang að færnisíðum með fróðleik sem er skipulagður í kringum lykilfærni leiðtoga á öllum stigum í fjölbreyttu formi stuttra greina, myndbanda, verkfæra og verkefna.