Þekkingarveita AllAccessPass®

Magnaður lífstíðarlærdómur til vaxandi árangurs

© 2022 Franklin Covey Co. Öll réttindi áskilin.

#

NÁMSKEIÐ

LÝSING

LAUSN

FÆRNI

1

Stjórnaðu tíma þínum og orku

Leiðtogar þurfa að setja í forgang að stjórna eigin tíma og orku til að þjóna árangri teyma.

6 lykilfærniþættir framlínustjórnenda Færniþáttur 6

Forgangsröðun Tímastjórnun Orkustjórnun Velferð Jafnvægi Stjórnun

2

Leiddu teymið þitt í gegnum breytingar

Leiðtogar gegna lykilhlutverki í að hjálpa sínum teymum að skilja og virkja breytingar þannig að allir njóti ávinnings.

6 lykilfærniþættir framlínustjórnenda Færniþáttur 5

Breytingastjórnun Liðsheild Markmið Framkvæmd Stjórnun Upplýsingagjöf Kjarkur Hvatning

3

Skapaðu menningu endurgjafar

Til að skapa menningu endurgjafar þurfa leiðtogar að vera fyrirmyndir bæði í að veita og þiggja endurgjöf. Menning endurgjafar gerir öllum kleift að gera sitt besta.

6 lykilfærniþættir framlínustjórnenda Færniþáttur 4

Endurgjöf Samtöl Vöxtur Umhyggja Samskipti Stjórnun Upplýsingagjöf

4

Settu teymið þitt í stöðu til að ná árangri

Leiðtogar þurfa að miðla reglulega af hverju framlag þeirra teyma skiptir vinnustaðinn máli, hvaða árangri þau þurfa að ná og hvernig þau klára verkin sem þarf að vinna.

6 lykilfærniþættir framlínustjórnenda Færniþáttur 3

Markmið Árangursstjórnun Frammistaða Stjórnun Hvatning Festa Kjarkur Skipulagning

5

Taktu reglulega stöðuna 1&1

Hvernig leiðtogar eiga samskipti við liðsmenn hefur áhrif á helgun þeirra og árangur. Með því að taka reglulega stöðuna 1&1 má leysa úr læðingi hæfileika og framlag hver og eins.

6 lykilfærniþættir framlínustjórnenda Færniþáttur 2

Helgun Stjórnun Framsal Þróun starfsfólks Hvatning

6

Þróaðu hugarfar leiðtoga

Inngangur að námsefni fyrir stjórnendur og Færniþátt 1. Leiðtogar þurfa að tileinka sér mikilvæga viðhorfsbreytingu til að leiða aðra til árangurs.

6 lykilfærniþættir framlínustjórnenda Færniþáttur 1

Forysta Ábyrgð Ákvörðunartaka Stjórnun Stefnumótun Upplýsingagjöf

7

Veldu hugrekki

Þegar við mætum hlutdrægni með kjarki, sköpum við rými þar sem allir eru virtir, innifaldir og verðmætir. Að velja stöðugt kjark hjálpar öllum að vera besta útgáfan af sjálfum sér.

Ómeðvituð hlutdrægni Hluti 3

Fjölbreytileiki Þátttaka Valdefling Samskipti Liðsheild

8

Rækta tengingar

Eingöngu þegar við ræktum tilgangsrík tengsl getum við horft framhjá fyrri hlutdrægni og virt fólkið í kringum okkur. Að skapa tengsl kallar á jafnvægi milli forvitni og skilningi.

Ómeðvituð hlutdrægni Hluti 2

Gildi Siðfræði Sanngirni Samtöl Heilindi Liðsheild

9

Þekktu hlutdrægni

Hlutdrægni blundar hjá öllum. Við þurfum að vera meðvituð um hlutdrægni okkar og hvernig hún hefur áhrif á þær ákvarðanir sem við tökum. Að koma auga á hlutdrægni er fyrsta skrefið í að vinna gegn skaðandi hlutdrægni hvort sem hún er meðvituð eða ómeðvituð.

Ómeðvituð hlutdrægni Hluti 1

Virðing Samskipti Umhyggja Traust Hvatning Liðsheild

10

Innleiðingaráætlun

Þessi lota inniheldur stuttar leiðbeiningar og stafræn tól sem hjálpa þér að innleiða lærdóm þinn.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Umbreyting Vöxtur Framkvæmd Forysta Framfarir Breytingastjórnun Markþjálfun

11

Leystu úr læðingi hæfileika liðsins með markþjálfun

Að koma auga á og rækta hæfileika verður að vera meðvitaður ásetningur hvers leiðtoga. Árangursríkustu leiðtogarnir nýta markþjálfunarfærni sína alla daga til að efla frammistöðu, leysa vandamál með teymum og þróa starfsferil liðsmanna sinna.

4 lykilhlutverk leiðtoga - Hluti 7

Markþjálfun Endurgjöf Vöxtur Samtöl Samskipti Umhyggja Þróun

12

Hrintu í framkvæmd stefnu og markmiðum 3

Fólk og teymi spila leikinn öðruvísi þegar stigin eru talin og haldið er utan um stöðuna. Þau geta betur haldið sjálfu sér ábyrgu fyrir eigin árangri.

4 lykilhlutverk leiðtoga - Hluti 6

Virkja Forgangsröðun Ákvörðunartaka Kerfi Liðsheild Stjórnun Hæfileikastjórnun Upplýsingagjöf Mælikvarðar Helgun

13

Hrintu í framkvæmd stefnu og markmiðum 2

Framúrskarandi framkvæmd stefnu hefst þegar þú þrengir fókus þinn að einu eða tveimur allra mikilvægustu markmiðunum og gerir síðan allt sem þú getur til að framkvæma þau. 20% athafna leiða 80% árangurs. Þetta er oft kallað 80/20 reglan og þú ættir að nýta orku þína og fókus í að skilgreina þessar athafnir.

4 lykilhlutverk leiðtoga - Hluti 5

Upplýsingagjöf Mælikvarðar Markmiðasetning Skipulagning Áætlanagerð Ákvörðunartaka Stefnumótun Kjarkur Forgangsröðun Helgun

14

Hrintu í framkvæmd stefnu og markmiðum 1

Leiðtogar þurfa að geta framkvæmt stefnu sem byggð er á sýn þeirra. Með því að samstilla hin sex réttu verður auðveldara fyrir þig að skilja hvernig þú getur nýtt lykilkerfi til að hafa áhrif á niðurstöður og 4 grunnstoðir við framkvæmd stefnu (4DX) hjálpa þér að framkvæma hvaða markmið sem er.

4 lykilhlutverk leiðtoga - Hluti 4

Framkvæmd stefnu Breytingastjórnun Framtíðarsýn Miðlun Frásagnargleði Hvatning Stefnumótun Stefnufesta Kjarkur Áræðni Helgun

15

Skapaðu framtíðarsýn og stefnu fyrir teymið

Allir frábærir leiðtogar þurfa að miðla sýn sinni þannig að hún hvetji aðra til að taka þátt í að láta þá sýn verða að veruleika.

4 lykilhlutverk leiðtoga - Hluti 3

Traust Trúverðugleiki Menning Samskipti Hvatning Áhrif Kjarkur Ákvörðunartaka Helgun Tilgangur

16

Byggðu menningu trausts

Trúverðugir leiðtogar hafa bæði karakter og hæfni og þeir skapa menningu mikils trausts. Ef þú vinnur stöðugt að því að efla karakter þinn og hæfni eykur þú trúverðugleika þinn um leið.

4 lykilhlutverk leiðtoga - Hluti 2

Ákvörðunartaka Hagaðilar Þarfagreining Heildarsýn Greiningarhæfni Helgun

17

Inngangur

Til eru fjögur lykilhlutverk sem skipta öllu máli fyrir leiðtoga. Þegar leiðtogar leiða sig sjálfa og teymin sín í samræmi við þessi hlutverk, leggja þeir grunninn að árangursríkri forystu.

4 lykilhlutverk leiðtoga - Hluti 1

Forysta Stjórnun Áhrif Stefnumótun Árangur Seigla Samskipti Helgun

18

Að leysa úr læðingi möguleika liðsins með markþjálfun®

Í þessari lotu má finna myndband og aðra undirbúningsvinnu til að búa þátttakendur undir "Leystu getu teymisins úr læðingi með markþjálfun" - annað hvort stafrænt eða á vettvangi.

Inngangur 4 lykilhlutverk leiðtoga

Endurgjöf Samtöl Vöxtur Umhyggja Samskipti Helgun

19

Hrintu í framkvæmd stefnu og markmiðum teymisins®

Í þessari lotu má finna myndband og aðra undirbúningsvinnu til að búa þátttakendur undir "Framkvæmdu stefnu og markmið teymisins" - annað hvort stafrænt eða á vettvangi.

Inngangur 4 lykilhlutverk leiðtoga

Markmið Árangursstjórnun Frammistaða Stjórnun Helgun

20

Skapaðu sameiginlega sýn og stefnu®

Í þessari lotu má finna myndband og aðra undirbúningsvinnu til að búa þátttakendur undir "Skapaðu sameiginlega sýn og stefnu" - annað hvort stafrænt eða á vettvangi.

Inngangur 4 lykilhlutverk leiðtoga

Framtíðarsýn Hvatning Miðlun Sannfæring Helgun Tilgangur

21

Skapaðu menningu trausts®

Í þessari lotu má finna myndband og aðra undirbúningsvinnu til að búa þátttakendur undir "Skapaðu menningu trausts" - annað hvort stafrænt eða á vettvangi.

Inngangur 4 lykilhlutverk leiðtoga

Traust Trúverðugleiki Menning Samskipti Hvatning Áhrif Kjarkur Helgun

22

4 lykilhlutverk leiðtoga®

Þessi lota veitir þér innsýn inn í efni námskeiðsins og er hannað til þess að undirbúa þátttakendur undir vinnustofuna "4 lykilhlutverk leiðtoga" - annað hvort stafrænt eða á vettvangi.

Inngangur 4 lykilhlutverk leiðtoga

Forysta Stjórnun Árangur Stefnumótun Helgun Tilgangur

23

4 lykilhlutverk leiðtoga®

Í þessari lotu má finna myndband og aðra undirbúningsvinnu til að búa þátttakendur undir "4 lykilhlutverk leiðtoga" - annað hvort stafrænt eða á vettvangi.

Inngangur 4 lykilhlutverk leiðtoga

Forysta Stjórnun Árangur Seigla Samskipti Helgun Tilgangur

24

Outlook 2019 for PC

Outlook PC 2019 handbókin aðstoðar þig við að láta tæknina vinna með þér en ekki gegn þér. Handbókin hjálpar þér að hanna kerfi til að stýra verkferlum til að hraða, fremur en að hægja á, framleiðni þinni.

Tæknistund

Tímastjórnun Skipulagning Forgangsröðun Tækni

25

Traust á markaði og innan samfélags

Hafðu áhrif á stærri skala þegar traustið sem þú ræktar í þér sjálfum, samböndum þínum og vinnustaðnum hefur áhrif þvert á markaðinn og jafnvel á samfélagið. Í þessari lotu muntu sjá hvernig hegðun þín getur haft áhrif á stærri skala.

Forysta á grunni trausts Hluti 5

Áhrif Framlag Stefna Sýn Samskipti Virðing Traust

26

Traust innan vinnustaða

Helgaðu teymi þitt árangri vinnustaðarins og ræktaðu trúverðugleika. Viðhaltu trausti innan teymisins eða vinnustaðarins. Samstilltu markmið þín, kerfi og ferli við mikilvægustu forgangsatriði vinnustaðarins.

Forysta á grunni trausts Hluti 4

Samskipti Þrautseigja Lausn ágreinings Kjarkur Samvinna Liðsheild

27

Traust í samböndum

Ræktaðu traust með þínu teymi og auktu viðskiptaárangur. Uppgötvaðu hvernig þú getur leyst ágreining, eflt aðra, bætt viðskiptasambönd og aukið hraða á markaði, allt á sama tíma!

Forysta á grunni trausts Hluti 3

Lausn ágreinings Sambönd Samskipti Kjarkur Ásetningur Kostnaður Hraði Samvinna

28

Sjálfstraust

Auktu persónulegan árangur og framleiðni með því að auka traust. Uppgötvaðu hvernig þú getur komið í veg fyrir lítið traust, ræktað traust í þér sjálfri/sjálfum, endurskapað traust með öðrum og brugðist við af trúverðugleika.

Forysta á grunni trausts Hluti 2

Trúverðugleiki Sjálfstraust Kjarkur Heilindi Ásetningur Samvinna Sjálfstæði

29

Virði trausts

Skildu áhrif trausts á kostnað og hraða. Byggðu upp eigin trúverðugleika og hvers vegna þér er treystandi.

Forysta á grunni trausts Hluti 1

Ráðdeild Samskipti Lausn ágreinings Festa Kjarkur Heilindi Traust

30

Kyntu eldinn, ekki brenna út

Þreytandi og streituvaldandi vinnuumhverfi dagsins í dag gerir það að verkum að starfsfólk upplifir í auknu mæli kulnun. Ef þú ert eins og við flest, þá þarftu Orkuhvatana 5. Orkuhvatarnir eru byggðir á nýjustu taugavísindum og hjálpa þér að endurhlaða andlega og líkamlega orku.

5 valkostir - Valkostur 5

Heilsa Velferð Orkustjórnun Hreyfing Næring Streita Kulnun Endurnæring

31

Stjórnaðu tækninni, ekki láta hana stjórna þér

Stafrænt snjóflóð tölvupósta, textaskilaboða og tilkynninga hefur gríðarleg áhrif á framleiðni. Valkostur 4 hjápar þér að stjórna tækninni og koma í veg fyrir truflanir með því að stýra dagatali þínu og tölvupósti til þess að efla framleiðni.

5 valkostir - Valkostur 4

Tímastjórnun Skipulagning Forgangsröðun Tækni Outlook

32

Tímasettu stóru steinana, ekki flokka möl

Líkt og allir aðrir, langar þig að hafa áhrif á heiminn. En aðkallandi forgangsverkefni dagsins koma oft í veg fyrir að þú náir framúrskarandi árangri. Lærðu hvernig þú getur endurskilgreint hlutverk þín svo þau eigi betur við framúrskarandi árangur og auki líkur þínar á árangri til muna.

5 valkostir - Valkostur 3

Forgangsröðun Tímastjórnun Samtöl Stefna Markmið Árangur Ábyrgð Mælikvarðar

33

Vertu framúrskarandi, ekki sætta þig við meðalmennsku

Allir vilja hafa áhrif á heiminn, en forgangsatriði dagsins koma oft í veg fyrir að þú náir framúrskarandi árangri. Valkostur 2 hjálpar þér að endurskilgreina hlutverk þín svo þau eigi betur við framúrskarandi árangur.

5 valkostir - Valkostur 2

Ábyrgð Hlutverk Framlag Markmiðasetning Tilgangur Verkefnastjórnun Framleiðni Mælikvarðar

34

Sinntu því mikilvæga, ekki láta stjórnast af áreiti

Í heimi dagsins í dag er fólk að drukkna í stafrænum samskiptum. Kröfurnar eru yfirþyrmandi. Við stöndum frammi fyrir orkukrísu. Lærðu að sía mikilvægustu forgangsatriðin frá truflunum svo þú getir einblínt á þitt framúrskarandi framlag.

5 valkostir - Valkostur 1

Frumkvæði Virkni Ábyrgð Framlag Forgangsröðun Festa Framsýni Áætlanagerð

35

Vertu framúrskarandi

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni eykur framleiðni einstaklinga, teyma og vinnustaða. Valkostirnir 5 hjálpa þér að taka réttar ákvarðanir um hvar þú kýst að verja tíma þínum, athygli og orku.

5 valkostir - Grunnur

Ákvörðunartaka Forgangsröðun Stefnufesta Virkni Skipulagning Sveigjanleiki Seigla

36

Skerptu sögina

Skerptu sögina merkir að viðhalda og efla það mikilvægasta sem þú átt: þig sjálfa(n)! Þessi venja snýst um að skapa mynstur daglegrar endurnýjunar á fjóra þætti í þínu lífi: líkamlegan, félagslegan, andlegan og huglægan.

7 venjur til árangurs - Venja 7

Vöxtur Endurnæring Velferð Orkustjórnun

37

Skapaðu samlegð

Skapaðu samlegð er venja skapandi samstarfs. Hún snýst um samvinnu, opinn hug og það ævintýri sem felst í því að finna nýjar lausnir við gömlum vandamálum. En allt þetta verður ekki til af sjálfu sér. Þetta er ferli og með þessu ferli leggur fólk allt sitt besta af mörkum; bæði hvað varðar reynslu og sérþekkingu. Saman verða til lausnir sem eru mun betri.

7 venjur til árangurs - Venja 6

Nýsköpun Lausn ágreinings Vöxtur Samlegð Sköpunargleði

38

Skilja fyrst, miðla síðan

Samskiptafærni er mikilvægasta færnin í lífinu. Þú verð heilu árunum í að læra hvernig á að lesa og skrifa, og enn fleiri árum í að læra hvernig þú átt að tala. En hvað um hlustun? Hvaða þjálfun hefurðu sem gerir þér kleift að hlusta þannig að þú raunverulega skiljir hinn aðilann? Líklega enga, ekki satt?

7 venjur til árangurs - Venja 5

Hlustun Virðing Tilfinningagreind Samskipti Umhyggja

39

Hugsaðu Vinn-Vinn

Hugsaðu Vinn -Vinn snýst ekki um að vera næst, eða er það einhver skyndiredding. Það er karakterforskrift að mannlegum samskiptum og samvinnu. Flest okkar læra að byggja sjálfsálit okkar á samanburði og samkeppni. Við hugsum um árangur þannig að einhver annar þurfi ávallt að tapa. Ef ég vinn, þá tapar þú. Ef þú vinnur, tapa ég. Venja 4 hjálpar okkur að sjá sigra allra.

7 venjur til árangurs - Venja 4

Samskipti Samningatækni Virðing Kjarkur Yfirvegun

40

Mikilvægast fyrst

Til að lifa lífi jafnvægis þarftu að átta þig á því að það er allt í lagi að bregðast ekki við öllum tilboðum. Það er engin þörf á því að keyra þig út og það er allt í lagi að segja nei til þess að geta betur einblínt á mikilvægustu forgangsatriðin þín.

7 venjur til árangurs - Venja 3

Tímastjórnun Forgangsröðun Stefnufesta Skipulag Kjarkur Framleiðni

41

Í upphafi skal endinn skoða

Ertu sá/sú sem þú vilt vera á þessu augnabliki, sá/sú sem þér dreymdi að þú yrðir, að gera eitthvað sem þig hefur alltaf langað að gera? Vertu heiðarleg(ur). Stundum náum við sigrum sem eru tómir, sigrar sem verða vegna þess að við höfum fórnað því sem skiptir okkur í raun meira máli. Ef stiginn snýr ekki að réttum vegg, kemur hvert skref þér nær röngum stað.

7 venjur til árangurs - Venja 2

Framtíðarsýn Framlag Stefna Markmið Framsýni Kjarkur Metnaðuur

42

Vertu virk(ur)

Allt í heiminum getur ýtt undir viðbrögð hjá þér. En það er magnað augnablik milli viðbragðs og svörunar, rými þar sem þú getur valið hvernig þú vilt bregðast við á virkan hátt. Með því að nýta þér þetta augnablik tekurðu ábyrgð á eigin hegðun, árangri og vexti með því að einblína á það sem þú getur haft bein áhrif á.

7 venjur til árangurs - Venja 1

Frumkvæði Virkni Ábyrgð Framlag Áhrif Ákvörðunartaka

43

Hugmyndafræði og lögmál árangurs

7 venjur til árangurs snúast ekki um skilvirkni eða velgengni (þó árangursríkt fólk njóti að sjálfsögðu oft velgengni). 7 venjur varða getuna til að ná stöðugt fram æskilegum árangri á sjálfbæran hátt. Þær snúast um lögmál árangurs og allt þetta hefst á hugarfarsbreytingu.

7 venjur til árangurs- Hugmyndafræði og lögmál árangurs

Viðhorf Vöxtur Árangur Framfarir Menning

44

Aðgerðaáætlun

Þessi lota inniheldur nokkrar stuttar leiðbeiningar og verkfæri sem eru mikilvæg fyrir alla leiðtoga til að hjálpa þér að hrinda í framkvæmd stefnu og markmiðum teymisins.

Hrintu í framkvæmd stefnu og markmiðum teymisins - A

Framkvæmd stefnu Breytingastjórnun Markmið Stefna Árangur

45

Komdu auga á möguleika

Þú ert umkringd(ur) hæfileikaríku fólki, en stundum gerir þú þér ekki grein fyrir því. Að koma auga á hæfileika þarf að vera meðvitað átak og að rækta hæfileika þarf að vera forgangsverkefni.

Að leysa úr læðingi möguleika liðsins með markþjálfun

Markþjálfun Endurgjöf Vöxtur Samtöl Samskipti Umhyggja Þróun

46

Fundarfærni

Fundir ættu ekki að vera venjulegur samskiptamáti. Þegar fundir eru skipulagðir og nýttir vel má nota fundi til að efla skapandi hugsun liðsmanna og auka þannig líkurnar á árangri.

Fundarfærni

Fundir Samskipti Árangur Áhrif Tímastjórnun Undirbúningur Liðsheild

47

Rekstrarfærni

Þær fjárhagsákvarðanir sem þú tekur í teymi þínu hafa einnig áhrif á vinnustaðinn. Þegar góðar ákvarðanir efla viðskiptin muntu sjá að það að hjálpa vinnustaðnum hjálpar þér um leið.

Rekstrarfærni

Viðskipti Rekstur Fjármál Rekstrarhagfræði Samkeppni Hagkvæmni Ráðdeild

48

Ritfærni

Að rita texta er afgerandi mikilvæg færni fyrir leiðtoga á öllum stigum, og áhrif ritfærni eru oft vanmetin.  Þetta námskeið varpar ljósi á hvernig ritfærni hefur áhrif á persónulegan trúverðugleika þinn og árangur.

Ritfærni

Ritlist Miðlun Áhrif Samskipti Textagerð

49

Leiddu teymið þitt í gegnum breytingar — 2

Í þessari lotu muntu læra færni sem mun hjálpa þér að leiða teymið þitt í gegnum erfiðustu 'svæði' breytinga; truflun og innleiðingu, svo þið getið náð æskilegum árangri í sameiningu. Hluti 2 af 2.

Breytingastjórnun

Breytingastjórnun Liðsheild Markmið Framkvæmd stefnu Ábyrgð Árangursstjórnun Forysta

50

Leiddu teymið þitt í gegnum breytingar — 1

Í þessari lotu muntu kanna breytingar frá sjónarhorni leiðtoga og þróa með þér færni til að leiða breytingar á árangursríkanb hátt. Þú munt einblína á það mikilvæga hlutverk sem þú hefur sem leiðtogi til að hjálpa teyminu að sjá fyrir sér breytingar á skilvirkan hátt. Hluti 1 af 2.

Breytingastjórnun

Breytingastjórnun Liðsheild Markmið Framkvæmd stefnu Ábyrgð Árangursstjórnun

51

Leiddu sjálfa(n) þig í gegnum breytingar

Breytingar eru alls staðar og þær verða til hraðar en nokkru sinni fyrr. Í þessari lotu muntu öðlast betri skilning á breytingum og hvernig þú getur brugðist við þeim á skilvirkari hátt - bæði í starfi og heima við.

Breytingastjórnun

Breytingastjórnun Liðsheild Markmið Framkvæmd stefnu Ábyrgð Árangursstjórnun

52

Hlutdrægni gildrurnar þrjár

Þegar við skiljum þær sameiginlegu aðstæður eða forsendur sem leiða til hlutdrægni, eða svokallaðar hlutdrægnisgildrur (e. bias traps), getum við komið auka á hlutdrægni með skilvirkari hætti.

Ómeðvituð hlutdrægni

Hlutdrægni Fordómaleysi Fjölbreytileiki

53

Kjarkur í verki

Það eru mismunandi leiðir til að sýna kjark andspænis hlutdrægni. Mikilvægast er að velja að vera virk(ur) í aðstæðunum.

Ómeðvituð hlutdrægni

Kjakur Fordómaleysi Hlutdrægni

54

Leiðir til að sýna hugrekki

Að koma fram af kjarki hefur mismunandi birtingarmyndir: Að koma auga á hlutdrægni, eða til dæmis að vera samherji eða hvatamaður þeirra sem verða fyrir hlutdrægni. Hvernig ætlar þú að sýna kjark?

Ómeðvituð hlutdrægni

Hugrekki Liðsheild Árangur

55

Við öll

Svo oft sjáum það sem aðskilur okkur frá öðrum. Það er áhugavert að sjá hvað gerist þegar við gerum okkur grein fyrir því hvað sameinar okkur í raun.

Ómeðvituð hlutdrægni

Samvirkni Liðsheild Fjölbreytileiki

56

Heilinn þinn og hlutdrægni

Allir eru með hlutdrægni. Munurinn er hvað við veljum að gera þegar við komum auga á hlutdrægni sem við höfum ekki tekið eftir.

Ómeðvituð hlutdrægni

Hlutdrægni Fordómaleysi Fjölbreytileiki

57

Meira en þú sérð

Vinnustaðir sem eru lausir við hlutdrægni eru vinnustaðir þar sem fólk mætir til leiks með bestu útgáfuna af sjálfum sér. Ert þú að skapa þannig vinnustað?

Ómeðvituð hlutdrægni

Liðsheild Virðing Fjölbreytileiki

58

Vertu betri: Notaðu gleraugu sem virka

Hefurðu einhvern tímann uppgötvað að þinn "sannleikur" var ekki svo sannur eftir allt saman? Til að bæta sambönd við samstarfsmenn skaltu sýna vilja til að skoða önnur sjónarhorn.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Viðhorf Virðing

59

Vertu betri: Hugsaðu við, ekki ég

Einblínir þú stöðugt á hvað þú getir fengið út úr ákveðinni stöðu, eða hvað allir geti fengið út úr henni? Reyndu að skapa tækifæri þar sem allir fá að sigra, þar á meðal þú.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Samningatækni Vöxtur Nýsköpun

60

Vertu betri: Talaðu minna, hlustaðu meira

Hlustarðu á aðra aðeins með þann ásetning að svara? Til að bæta samband skaltu hlusta fyrst með þann ásetning að skilja.

Vertu betri: gjöful samskipti

Hlustun Samskipti Virðing Vöxtur

61

Vertu betri: Taktu stöðuna á tilfinningalegum bankareikningum þínum

Áttu á hættu að tapa trausti í Tilfinningabankanum þínum? Gerðu stöðugt innlagnir þegar kemur að mikilvægustu samböndunum þínum.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Tilfinningreind Sambönd

62

Vertu betri: Byrjaðu með auðmýkt

Hefur lítil auðmýkt einhvern tímann haft neikvæð áhrif á þig? Myndirðu vita ef svo væri? Leggðu þig fram við að bæta stöðugt sjálfa(n) þig í stað þess að leitast eftir að bæta aðra.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Auðmýkt Virðing Vöxtur

63

Vertu betri: Sjáðu tréð, ekki bara ungplöntuna

Ertu fljót(ur) að ákveða hvort einhver hafi það sem þarf eða ekki? Greindu getu í öðrum og hvettu fólk til að ná stærstu markmiðum sínum.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Greining Vöxtur Stuðningur

64

Vertu betri: Leiktu hlutverkin þín vel

Hefur árangur á einu sviði einhvern tímann haft neikvæð áhrif á árangur á öðru sviði? Greindu mikilvægustu hlutverk þín og það sem þú vilt leggja af mörkum í hverju þeirra.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Viðhorf Hlutverk Vöxtur

65

Vertu betri: Gerðu það öruggt að segja sannleikann

Hvenær baðstu síðast um endurgjöf? Leitastu stöðugt eftir endurgjöf og bregstu við henni þar sem það á við.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Endurgjöf Kjarkur Vöxtur

66

Vertu betri: Nýttu viðeigandi hljóðstyrk

Hefur helsti styrkleikur þinn einhvern tímann unnið gegn þér? Lærðu að greina hvenær og hvernig þú getir 'stillt hljóðið lægra' á ákveðnum styrkleikum.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Framkoma Áhrif

67

Vertu betri: Framseldu traust

Hefurðu náttúrulega tilhneigingu til að treysta, eða vera tortryggin(n)? Vertu ávallt tilbúin(n) að treysta en treystu af visku.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Traust Sjálfstæði Vöxtur

68

Vertu betri: Skoðaðu raunverulegar hvatir þínar

Hefurðu einhvern tímann óvart skapað falinn ásetning? Skuldbittu þig að hafa ávallt skýran ásetning sem leiðir til jákvæðs framlags.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Drifkraftur Ásetningur Framlag

69

Vertu betri: Skapaðu þitt eigið veður

Leyfirðu öðru fólki eða kringumstæðum að hafa áhrif á vegferð lífs þíns? Þú getur valið viðbrögð þín við öllum aðstæðum.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Áhrif Auðmýkt Viðbrögð

70

Vertu betri: Efldu trúverðugleika

Hefurðu einhvern tímann reynt að tala þig í gegnum vandamál sem varð til vegna hegðunar þinnar? Það virkar ekki. Í staðinn þarftu að sýna að þú hafir mikla hæfni og karakter til þess að vinna þér inn traust aftur.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Trúverðugleiki Traust Heilindi

71

Vertu betri: Forðastu "Pinball" heilkennið

Finnst þér þú stundum ekki hafa áorkað neinu eftir langan og erfiðan dag? Einblíndu á það sem skiptir mestu máli.

Vertu betri: gjöful samskipti

Samskipti Afköst Framleiðni Tímastjórnun

72

Vertu betri: Samræmdu inntak og úttak

Nærðu stöðugt æskilegum árangri? Veldu athafnir sem hafa forspárgildi á árangur.

Vertu betri: gjöful samskipti

Forgangsröðun Samskipti Tímastjórnun

73

Árangursrík 1&1 samtöl

Að halda reglulega 1&1 samtöl getur skapað umhverfi trausts, þar sem þú getur komist að því frá hverjum liðsmanni hvernig helgun þeirra hefur áhrif á frammistöðu þeirra í vinnunni. Þetta myndband inniheldur fimm ábendingar um hvernig má gera 1&1 samtöl þín áhrifarík.

6 grunnfærniþættir stjórnenda

Samtöl Endurgjöf Snerpusamtöl Samskipti Traust Frammistaða Stjórnun Hvatning Kjarkur

74

Breytingarlíkanið

Þó að við höfum öll getu til að breyta hegðun okkar, gerum við það sjaldan. Þegar þú öðlast skilning á líkani breytinga geturðu hjálpað fólki að vinna í gegnum skammtíma ókyrrð svo það geti upplifað langtímaávinning af breytingum.

6 grunnfærniþættir stjórnenda

Breytingastjórnun Framkvæmd stefnu Mannauðsstjórnun Árangur Stjórnun Hvatning

75

Jhana 6 lykilfærniþættir

Snjöll áskrift að vikulegum örgreinum um lykilfærniþætti verðandi og vaxandi stjórnenda

6 grunnfærniþættir stjórnenda

Stjórnun Mannauðsstjórnun Vöxtur Endurgjöf Samskipti

76

Markþjálfunarlíkan

Árangursrík markþjálfun snýst minna um að tala og bjóða upp á lausnir, og meira um að hlusta og kanna valkosti sem kenna viðkomandi ný viðhorf eða færni. Hlustaðu á hvernig þessi samtöl valdefla og styrkja teymið þitt til að taka réttar ákvarðanir og upplifa ábyrgð og skilning.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Markþjálfun Samtöl Vöxtur Mannauðsstjórnun Valdefling Helgun

77

Að veita endurgjöf

Ein af leiðunum sem við getum nýtt til að tryggja að fólk sé metið að verðleikum er með reglulegri endurgjöf og markþjálfun, þó að þetta tvennt sé ólíkt. Þegar þú horfir á þetta myndband skaltu íhuga með hversu árangursríkum hætti þú veitir endurgjöf og hver gæti þurft endurgjöf frá þér í dag.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Endurgjöf Markþjálfun Samtöl Vöxtur

78

Þörfin fyrir stefnumótandi frásögn

Að þekkja stefnu þína og að geta miðlað stefnu þinni á áhrifaríkan hátt eru tveir ólíkir hlutir. Ef þú getur ekki hjálpað öðrum að skilja stefnumótandi samhengi á stuttan og skýran hátt, gæti þér mistekist að fá þá aðstoð sem þú þarft til að ná stærstu markmiðum þínum.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Kynningarfærni Miðlun Framsögn Stefnumótun Framtíðarsýn

79

Að falsa menningu

Hegðun leiðtoga hefur gríðarleg áhrif á menningu teymis eða vinnustaðar, með bæði góðum eða slæmum hætti. Það er mikilvægt að leiðtogar nýti athafnir trausts til að hafa jákvæð áhrif á menningu sína.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Menning Traust Liðsheild

80

Hvað er menning

Menning er fall af trúverðugleika leiðtoga. Í þessu myndbandi lærir þú meira um hvað menning er og hvað þarf til að gerast til að hafa áhrif á menninguna í kringum þig.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Menning Traust Trúverðugleiki Forysta

81

Falinn hæfileiki

Fiðluvirtúósinn Joshua Bell lék í troðfullri neðanjarðarlestarstöð á háannatíma morgunsins - og varla tók nokkur eftir því. Sem leiðtogar verðum við að horfa fram hjá ys og þys hversdagsleikans til að sjá falda möguleika og hæfileika.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Hæfileikar Markþjálfun Mannauðsstjórnun

82

Verslun 334 - 4 lykilhlutverk leiðtoga

Í þessu myndbandi læra starfsmenn smávöruverslunar, sem stendur í miklum erfiðleikum og örvæntingafullur framkvæmdastjóri hennar að ómarkviss fyrirhöfn og einföld markmiðasetning dugar ekki til breytinga án agaðrar nálgunar til framkvæmdar stefnu.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Framkvæmd stefnu Markmiðasetning Árangursstjórnun Menning Frammistaða

83

Dabbawalas - 4 lykilhlutverk leiðtoga

Hvernig afhendir þú 5.000 heita hádegisverði daglega í borg með milljónum manna og notar aðeins takmarkaðar bjargir? Dabbawalas í Mumbai hafa gert það í meira en öld og eru þekktir sem fyrirmynd árangursríks ferlis sem leggja grunninn að gæðum og öflugu verklagi.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Ferlastjórnun Skipulagning Gæðastjórnun SixSigma Kerfi

84

Samræmdu hin 6 réttu

Ertu að gera réttu hlutina til að stilla liðinu þínu saman og ná markmiðum ykkar? Mathilde Morgan leiddi stofnun nýs útibús, réð 1.000 manns og flutti verkefni frá 15 löndum á aðeins þremur árum. Lærðu leyndarmál velgengni hennar og hvernig á að nýta kerfin sem eru til staðar til að ná stefnu þinni.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Markmið Framkvæmd stefnu Skipulagning Kerfi Stjórnun Forysta

85

Við veljum að fara til tunglsins

Í þessari sögulegu ræðu frá 1962 setur John F. Kennedy forseti fram hvetjandi sýn um geimferð. Djörf yfirlýsing hans um að Bandaríkin myndu fara til tunglsins fyrir lok áratugarins er talin vera upphaf tímabils áður óþekktrar nýsköpunar.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Framtíðarsýn Nýsköpun Framkvæmd stefnu Forysta

86

Sjálfstraust - 4 lykilhlutverk leiðtoga

Ef þú getur ekki treyst sjálfum/sjálfri þér geturðu ekki ætlast til þess að aðrir treysti þér. Rithöfundurinn Stephen M. R. Covey sýnir hvernig traust byrjar með fjórum kjörnum trúverðugleikans.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Sjálfstraust Trúverðugleiki Heilindi Ásetningur Árangur Grunnfærni

87

Copa Airlines - 4 lykilhlutverk leiðtoga

Copa Airlines hefur vaxið úr litlu svæðisbundnu flugfélagi í eitt besta tengiflugfélag í Suður-Ameríku. Lærðu leyndarmál velgengni þeirra og hvernig fyrirtækið breytti stefnu sinni í einskonar einkunnarorð um valdeflingu liðsins. 

4 lykilhlutverk leiðtoga

Stefnumörkun Valdefling Framkvæmd stefnu Árangursstjórnun Menning

88

Centiro - 4 lykilhlutverk leiðtoga

Kíktu inn í Centiro, einn besta vinnustað Evrópu, til að sjá hvernig heildræn nálgun til starfsmanna skapar menningu með samkeppnisforskot. Niklas Hedin, forstjóri Centiro, útskýrir hvernig hann ræktar tengsl við starfsmenn sína og hvetur til forystu í öðrum.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Menning Samkeppnisforskot Forysta Helgun

89

Everest - 4 lykilhlutverk leiðtoga

Að vera leiðtogi er ekki bara staða: það er ákvörðun sem þú tekur. Lærðu meira um fjögur mikilvæg hlutverk leiðtoga og hvernig það að ramma daglega starfsemi þína og ákvarðanir í kringum þessi markmið tryggir árangur fyrir teymið þitt.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Forysta Helgun Traust Framkvæmd stefnu Stefnumótun

90

4 lykilhlutverk leiðtoga

Að vera leiðtogi er ekki bara staða: það er ákvörðun sem þú tekur. Lærðu meira um fjögur lykilhlutverk leiðtoga og hvernig það að ramma daglega starfsemi þína og ákvarðanir í kringum þessi markmið tryggir árangur fyrir teymið þitt.

4 lykilhlutverk leiðtoga

Forysta Helgun Traust Framkvæmd stefnu Stefnumótun Þróun hæfileika Árangursstjórnun

91

Arfleifð tryggðar

Gerðu úttekt á því góða sem áorkað er í gegnum teymi sem vinnur að því að vinna hjarta hvers viðskiptavinar.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Tryggð Þjónustustjórnun Gæðastjórun Liðsheild

92

Smá auka

Gerðu þér grein fyrir því að óvænt augnablik eru tækifæri til að tengjast viðskiptavinum og samstarfsmönnum með djúpum hætti og vinna sér inn hollustu þeirra

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Tryggð Þjónustustjórnun Gæðastjórun Ábyrgð

93

Bílahleðslutækið

Í þessu myndbandi muntu sjá hvað það þýðir að uppgötva alvöru verkið sem þarf að vinna þegar viðskiptavinur kemur til þín.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Tryggð Þjónustustjórnun Gæðastjórun Ábyrgð

94

Hnappurinn

Þetta fyndna myndband varpar ljósi á áhugalaust hugarfar starfsmanns í bílalúgu og áhrif þess á viðskiptavininn. Þegar þú horfir skaltu spyrja sjálfan þig hvort þú hafir einhvern tíma verið í þessari stöðu og hvernig þér leið.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Tryggð Þjónustustjórnun Gæðastjórun Ábyrgð Liðsheild

95

Mannleg tengsl, hlutar 1 og 2

Skildu að leiðtogar sem leiða á grunni tryggðar sjá fólk frekar en vandamál, og spyrja sjálfan þig hvort þú gerir það sama.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Tryggð Þjónustustjórnun Gæðastjórun Ábyrgð Liðsheild Forysts

96

Falda sagan

Horfðu á þessa hjartnæmu svipmynd sem sýnir hvers vegna fólk þarf samkennd og íhugaðu hvernig þú myndir koma öðruvísi fram við fólk ef þú gætir séð hugsanir þess og skilið faldar sögur þeirra.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Þjónustustjórnun Hlustun Þarfagreining Samkennd Ábyrgð

97

Hvað er í húfi

Stutt hvatningarmyndband sem spyr hvernig heimurinn okkar væri án frábærra framlaga fortíðarinnar. . . og framtíðarinnar!

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Árangursstjórnun Framlag Framtíðarsýn Markmiðasetning

98

Umbreyting

Breytingar hefjast hjá þér. Þegar þú hefur fundið rödd þína skaltu deila henni með öðrum til að hvetja til breytinga og skapa ný tækifæri.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Umbreytingar Markmið Vöxtur Árangursstjórnun Breytingastjórnun Seigla Þrautseigja

99

List umbreytingarinnar

Skoðaðu hvernig „uppreisnarmaður“ á táningsaldri breytti lífi sínu með því að breyta því hvernig hann sá sjálfan sig.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Umbreytingar Markmið Vöxtur Árangursstjórnun Seigla Sveigjanleiki Breytingastjórnun

100

Rætur árangurs

Árangur á sér rætur í karakter okkar og er ferli vaxtar og þroska. Rétt eins og tignarlegt tré hefur sterkt rótarkerfi, fer það eftir styrkleika karakters að vera raunverulega árangursrík(ur).

7 venjur til árangurs

Árangursstjórnun Framlag Framtíðarsýn Markmiðasetning

101

Meistaraverkið

Ef lífið væri málverk og þú værir listamaðurinn, hvaða meistaraverk myndir þú búa til? Með líflegum litum og smáatriðum hvetur þetta myndband þig til að ímynda þér sköpun lífs þíns og færa þeirri sköpun líf.

7 venjur til árangurs

Framtíðarsýn Ábyrgð Stefnumótun Markmiðasetning

102

Lifa, læra, lofa, arfleifð

Frábær teymi lifa samkvæmt sterkum gildum. Þetta hvetjandi myndband hjálpar fólki að skilgreina gildin sem gera því kleift að ná árangri, bæði einstaklingsbundið og sem lið.

7 venjur til árangurs

Gildi Markmið Framtíðarsýn Tilgangur

103

Samhljómur í Paragvæ

Þegar fólk með sýn og tilgang endurvinnur sorp til að búa til hljóðfæri lærir samfélag barna að flytja heillandi tónlist. Samvirkni er möguleg, jafnvel þótt aðstæður séu vonlausar.

7 venjur til árangurs

Samlegð Liðsheild Nýsköpun Lausn vandamála

104

Framúrskarandi hlutverk

Sálfræðingurinn Dr. Heidi Halvorson og félagsfræðingurinn Dr. Dean Collinwood leiða umræðu um hvernig við getum umbreytt lífi okkar með því að breyta hlutverkum okkar.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Hlutverk Sjálfstraust Forgangsröðun Stefnumótun

105

Valkostir

Allar ákvarðanir okkar og aðgerðir hafa áhrif á framtíð okkar. Þegar þú veist hvað er mikilvægast verða þessar ákvarðanir auðveldari.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Ákvörðunartaka Forgangsröðun Stefnumörkun

106

Upphaf

Byrjaðu að lifa samkvæmt venjunum 7 í dag, jafnvel með því að velja bara eina sem höfðar sérstaklega til þín. Ekki gefast upp. Þegar þú upplifir framfarir, haltu áfram og uppskerðu stígandi árangur í lífi og starfi.

7 venjur til árangurs

Árangursstjórnun Framlag Framtíðarsýn Markmiðasetning

107

Í upphafi skal endinn skoða

Til að skapa varanlegar breytingar á lífi þínu skaltu gera áætlun byggða á því sem er mikilvægast í lífi þínu og því sem þú sækist eftir og vilt að lokum ná.

7 venjur til árangurs

Framtíðarsýn Markmiðasetning Persónuleg stefnumótun

108

80 ára afmælið

Að þróa öfluga persónulega framtíðarsýn hjálpar okkur að taka betri daglegar ákvarðanir og færir okkur í rétta átt.

7 venjur til árangurs

Framtíðarsýn Markmiðasetning Persónuleg stefnumótun Ákvörðunartaka Forgangsröðun

109

Forysta á grunni trausts

Núverandi krísa trausts hefur aukið kostnað fyrir alla. Þú getur fengið arð með því að auka eigin trúverðugleika.

Traust

Traust Trúverðugleiki Heilindi Ábyrgð Árangur

110

Gáruáhrifin

Hugleiddu hvernig stefna eins vinnustaðar á grunni trausts leiðir til víðtæks ávinnings.

Traust

Traust Menning Trúverðugleiki Þjónustustjórnun

111

Hár kostnaður við lágt traust

Í þessari sögu geturðu séð þann gífurlega kostnað sem veður til vegna skorts á heilindum á vinnustað, sem hvetur til nánari skoðunar á siðferði vinnustaða og hegðun starfsmanna.

Traust

Fjármál Siðferði Traust Heilindi Trúverðugleiki

112

Afgerandi leiðtogafærni

Traust er eiginleiki sem þú getur byggt upp til hraðar en þú taldir mögulegt.

Traust

Traust hraði Forysta Stjórnun Trúverðugleiki Kjarkur

113

Sjá-Segðu-Gerðu

Sjá-Segja-Gera líkanið er einfalt hagnýtt mynstur til að skapa traust í þremur innbyrðis háðum víddum.

Traust

Viðhorf Framkvæmd Árangur Traust Menning

114

Að endurheimta traust (B): 1. og 2. hluti

Glatað traust getur haft alvarlegar afleiðingar og skaðað sambönd. En það er hægt að endurheimta traust. Hluti 2 af 2.

Traust

Samskipti Erfið samtöl Traust Trúverðugleiki Mannauðsstjórnun

115

Að endurheimta traust (A): 1. og 2. hluti

Glatað traust getur haft alvarlegar afleiðingar og skaðað sambönd. En það er hægt að endurheimta traust. Hluti 1 af 2.

Traust

Samskipti Erfið samtöl Traust Trúverðugleiki Mannauðsstjórnun

116

Sambandstraust

Mikilvægara en "Hverjum treystir þú?" er "Hver treystir þér?" Höfundur Stephen MR Covey bendir á 13 athafnir sem byggja upp traust sambönd.

Traust

Traust Sambönd Samskipti Samvinna Heilindi

117

Tilhneiging til að treysta

Mikil tilhneiging til að treysta öðru fólki getur leitt til bættrar viðskiptaafkomu.

Traust

Fjármál Árangursstjórnun Traust Trúverðugleiki

118

Pizza Turnaround

Skoðaðu hin djörfu skref sem Domino's Pizza fyrirtækið tók til að endurheimta traust hjá viðskiptavinum sínum.

Traust

Traust Þjónustustjórnum Tryggð Viðskiptavild

119

Fjárfestingarráðgjöf

Þetta fyndna myndband sýnir þá miklu áhættu fyrir trúverðugleika þinn þegar þú lifir samkvæmt einhverju sem er minna en ströngustu kröfur um viðskiptasiðferði.

Traust

Trúverðugleiki Traust Siðfræði Heilindi

120

Að auka traust

Að auka traust getur margfaldað árangur með því að virkja hjörtu og huga fólks.

Traust

Traust Trúverðugleiki Heilindi Ábyrgð Árangur

121

Tilfinningabankinn

Tilfinningabankinn (e. The Emotional Bank Account / EBA) táknar hversu mikið traust er í sambandi. Í þessu myndbandi gefur Dr. Covey dæmi um innstæður í EBA, sem byggja upp og gera við traust. Hann kynnir einnig úttektir, sem brjóta niður og draga úr trausti.

7 venjur til árangurs

Tilfininningagreind Traust Samskipti Þrautseigja

122

Trúverðugleiki

Athafnir þínar ákvarða persónulegan trúverðugleika þinn. Sjáðu hvernig má efla trúverðugleika með því að gera litlar breytingar á hegðun.

Traust

Trúverðugleiki Traust Siðfræði Umbætur Breytingastjórnun

123

Traust á vinnustöðum

Uppgefið teymi breskra skurðlækna lærir úr óvæntri átt hvernig má umbreyta vinnuferlum sínum og bjarga mannslífum.

Traust

Trúverðugleiki Traust Siðfræði Umbætur Breytingastjórnun

124

Símaverið

Skoðaðu hvernig einn starfsmaður í fremstu víglínu breytti hlutverki sínu í vinnunni og varð ótrúlegur áhrifamaður með sínu framlagi.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Þjónustustjórnun Hlustun Samkennd Ábyrgð

125

Kapphlaup til pólsins

Hið epíska kapphlaup tveggja liða árið 1911 um að ná suðurpólnum kennir margar lexíur um hvernig eigi að búa til sigurlið – og hvernig ekki.

Traust

Menning árangurs Forysta Seigla Þrautseigja Stefnufesta

126

Lögmál ráða

Lögmál eru tímalaus og algild. Þetta myndband sýnir að þú gætir stjórnað gjörðum þínum, en afleiðingum þeirra aðgerða er stjórnað af lögmálum.

7 venjur til árangurs

Ábyrgð Forgangsröðun Frammistaða Vöxtur Árangursstjórnun

127

Vaxtarferlið (e. Maturity Continuum)

Persónulegur þroski og vöxtur í samskiptum kemur frá því að vinna persónulegan og opinberan sigur, eins og lýst er í Vaxtarferlinu. Að lifa samkvæmt venjum 1–7 munu færa þig frá "þú" viðhorfi í "við" viðhorf.

7 venjur til árangurs

Ábyrgð Liðsheild Nýsköpun Árangursstjórnun Vöxtur

128

Forvarnar löggæsla

Í Richmond í Bresku Kólumbíu vinnur lögreglan jafn mikið að því að koma í veg fyrir glæpi og þeir gera til að leysa það. Lærðu hvernig má koma í veg fyrir að krísur magnist.

7 venjur til árangurs

Forgangsröðun Samskipti Tímastjórnun

129

Viðhorf

Munurinn á árangri og mistökum liggur oft í því hvernig við sjáum vandamálið. Dr. Stephen R. Covey kennir okkur að ögra fordómum okkar og hugsa með meiri skilvirkni.

7 venjur til árangurs

Skilvirkni Árangur Virðing Greiningarhæfni

130

Vikuleg Q2 áætlanagerð

Yfirlit yfir þrjú skref vikulegrar Q2 áætlanagerðar og hvernig þau hjálpa þér að ná markmiðum þínum. Inniheldur skýringu Dr. Heidi Halvorson, hins þekkta sálfræðings, á sviði hvatningar.

7 venjur til árangurs

Tímastjórnun Áætlanagerð Markmiðasetning Forgangsröðun Ábyrgð Kjarkur

131

Vikuleg áætlanagerð

Að taka tíma til að skipuleggja vikuna áður en hún byrjar getur skipt öllu máli með árangur þinn. Lærðu þrjú skref í vikulegri áætlanagerð.

7 venjur til árangurs

Skipulagning Tímastjórnun Árangursstjórnun Markmiðasetning Forgangsröðun

132

Verkfæri eða harðstjóri?

Dr Edward Hallowell, sérfræðingur um athyglisbrest, fjallar um æskilegt samband fólks og tækni.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Ákvörðunartaka Ábyrgð Fókus Forgangsröðun Athygli

133

Tímafylki - 7 venjur

Við veljum öll hvernig við verjum hverri stundu lífs okkar - í mikilvæga hluti eða í bara brýna hluti. Lærðu hvernig má fjárfesta tíma þínum þar sem hann raunverulega skiptir máli.

7 venjur til árangurs

Tímastjórnun Áætlanagerð Markmiðasetning Forgangsröðun Ábyrgð Kjarkur

134

Tímafylkið - Valkostirnir 5

Yfirlit yfir Tímafylkið og virði þess að verja tíma í fylgi 2, Q2 - fylki framleiðni.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Tímastjórnun Áætlanagerð Markmiðasetning Forgangsröðun Ábyrgð Kjarkur

135

Dyravörðurinn

Dr Edward Vogel, sérfræðingur í athygli, fjallar um vinnsluminni og hvernig má einbeita sér að því mikilvægasta.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Fókus Einbeiting Athygli Forgangsröðun

136

Valkostirnir 5

Yfirlit yfir Valkostina 5®.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Framleiðni Tímastjórnun Ákvörðunartaka

137

Svefn

Dr. Liz Joy, sérfræðingur í heilsu og fyrirbyggjandi lækningum, fjallar um mikilvægi svefns og hvernig hægt er að bæta magn og gæði svefnsins.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Orkustjórnun Velferð Heilsa

138

Slökun

Dr. Daniel Amen, sérfræðingur í taugavísindum, ræðir hagnýtar leiðir til að stjórna streitu og beina henni í jákvæða orku.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Streitustjórnun Orkustjórnun Endurnýjun

139

Q2 áætlanagerð

Hvernig má fjárfesta 30 mínútum á viku og 10 mínútum á dag í skapandi áætlanagerð og breyta þannig þeim tíma sem þú verð alls staðar annars staðar.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Áætlanagerð Tímastjórnun Árangursstjórnun

140

Færa

Dr. John Ratey, sérfræðingur í hreyfingu og heilastarfsemi, fjallar um mikilvægi hreyfingar yfir daginn.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Orkustjórnun Velferð Heilsa Hreyfing

141

Orkukrísa

Hvaða áhrif hefur það að vanrækja líkamlega og andlega orku þína? Hér er yfirlit yfir 5 orkugjafa sem gera þig skarpa(n) eða sljóa(n).

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Orkustjórnun Velferð Heilsa Vöxtur Framleiðni

142

Nærast

Dr. Daniel Amen, sérfræðingur í taugavísindum, fjallar um hvernig má borða, halda sér í formi og auka orku þína.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Orkustjórnun Velferð Heilsa Næring

143

Dagleg Q2 áætlanagerð

Yfirlit yfir þrjú skref daglegrar Q2 áætlanagerðar, ferli til að halda þér einbeittum og orkumiklum.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Áætlanagerð Tímastjórnun Árangursstjórnun

144

Daglegur persónulegur sigur

Þú verður að fjárfesta í sjálfum þér til að uppfylla stöðugt persónuleg og fagleg markmið þín. Ef þú gefur þér ekki tíma til að endurnýja þig reglulega gæti það fljótlega leitt til kulnunar.

7 venjur til árangurs

Markmið Velferð Vöxtur Endurnýjun Þróun Fagmennska

145

Tengja

Dr Edward Hallowell, sérfræðingur um athyglisbrest og andlegt álag, fjallar um mikilvægi mannlegra tengsla.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Athygli Forgangsröðun Samskipti Tengsl Fókus

146

Áhrifahringurinn

Á erfiðum tímum gætirðu fundið fyrir hjálparleysi við að stýra örlögum þínum. Dr. Stephen R. Covey útskýrir hvernig þú getur látið áhyggjur þínar minnka og áhrifahringinn (e. Circle of Influence®) vaxa.

7 venjur til árangurs

Áhrif Vöxtur Árangursstjórnun Æðruleysi

147

Grafin(n) lifandi

Gamansöm sýn á fólk sem berst við "mölina" - yfirþyrmandi, kæfandi áreiti og truflanir sem koma í veg fyrir að við náum að uppskera framúrskarandi árangur.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Frammistöðustjórnun Forgangsröðun Frumkvæði

148

Hugsaðu um heilann

Dr. Daniel Amen, sérfræðingur í taugavísindum, fjallar um helstu meginreglur til að viðhalda mikilli orku og hæfni.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Orkustjórnun Framleiðni Tímastjórnun

149

Heilaárás!

Sérfræðingar á sviði taugavísinda lýsa því hvers vegna við erum auðveldlega annars hugar og hvernig má „endurtengja“ heilann svo þú haldir einbeitingu á mikilvægu málunum.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Forgangsröðun Timastjórnun Einbeiting

150

Stórir steinar - Valkostirnir 5

Gamansöm sýn á fólk að reyna að „græja allt og redda öllu“ á götum London.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Forgangsröðun Tímastjórnun Ákvörðunartaka Markmiðasetning

151

Stórir steinar - 7 venjur

Það getur verið yfirþyrmandi að finna jafnvægi milli krafa tengdum vinnu, fjölskyldu og samfélagi. Dr. Stephen R. Covey sýnir hvernig má vinna að því að mikilvægustu forgangsverkefni þín fái þinn besta tíma og fyrirhöfn.

7 venjur til árangurs

Forgangsröðun Tímastjórnun Ákvörðunartaka Markmiðasetning

152

Konunglegi listdansskólinn (e. The Royal Ballet School)

Árangursríkt fólk vill að aðrir vinni eins til jafns við þau sjálf. Meðlimir Royal Ballet Company í London meta sigra hvers annars jafnt til að tryggja að skólinn, fyrirtækið og nemendur séu allir farsælir.

7 venjur til árangurs

Hagsmunastjórnun Virðing Menning árangurs Samskipti Mannauðsstjórnun

153

Grænt og vænt

Dr. Stephen R. Covey sýnir hvernig má aðstoða alla liðsmenn til að bera ábyrgð á árangri - og hvernig má auka getu liðsmanna í því ferli.

7 venjur til árangurs

Ábyrgð Árangur Mannauðsstjórnun Forysta Framsal valds

154

7 venjur loforðið

Stephen R. Covey kynnir tímalaust, umbreytandi afl venjanna 7 og býður þér að beita þeim á þær sértæku áskoranir sem þú stendur frammi fyrir. Þegar þú gerir það geturðu upplifað aukinn árangur, aukin áhrif og betri sambönd.

7 venjur til árangurs

Árangursstjórnun Framlag Framtíðarsýn Markmiðasetning

155

Stone

Þegar við stöndum frammi fyrir mótlæti fordæmum við stundum þá sem kunna að bera ábyrgð. Eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á ferlinum, snýr efnilegur íþróttamaður sér frá hefnd til að hlúa að samfélagi sínu og verða afl til jákvæðra breytinga.

7 venjur til árangurs

Forysta Ábyrgð Áhrif Framlag Framtíðasýn

156

Virkt tungumál

Tungumálið sem við notum gefur til kynna hvernig okkur líður með okkur sjálf. Að nota virkt tungumál hefur jákvæð áhrif á okkur og gefur okkur kraft til að velja, hugsa og bregðast við á þann hátt sem leiðir til persónulegra umbóta og meiri árangurs.

7 venjur til árangurs

Samskipti Festa Áhrif Frumkvæði Virkni Umbætur

157

Skapaðu þitt eigið veður

Of oft ásökum við annað fólk eða kennum aðstæðum okkar um vandamál okkar. Dr. Stephen R. Covey sýnir hvernig má bregðast við á áhrifaríkan hátt þegar líf okkar virðist stjórnlaust.

7 venjur til árangurs

Áhrif Æðruleysi Árangur Stjórnun Forysta

158

Eðli samvirkni

Samvirkni þýðir að 1 plús 1 jafngildir 3 eða 100 eða jafnvel 1.000. Dr. Stephen R. Covey útskýrir hvernig má skapa samvirkni í teymisvinnunni.

7 venjur til árangurs

Samvirkni Nýsköpun Lausn ágreinings Samstarf

159

Leiðin að samvirkni: Teymi

Liðsmenn sem leggja af stað á vegferð samvirkni verða hver og einn að vera tilbúnir til að skilja tilgang (e. end in mind), hlusta til að skilja og kanna ýmsa valkosti til að ná niðurstöðu sem allt liðið getur fangað.

7 venjur til árangurs

Liðsheild Virðing Stefnufesta Hlustun Samskipti

160

Leiðin að samvirkni: Par

Í stað þess að sætta sig við ágreining eða málamiðlun sýna hjónin í þessu myndbandi hvernig má ná samlegðaráhrifum með því að skýra tilganginn eða "endann" í upphafi, hlusta síðan í alvöru þegar hvert þeirra tjáir skoðanir og að lokum kanna aðra, betri kosti.

7 venjur til árangurs

Liðsheild Virðing Stefnufesta Hlustun Samskipti

161

Eitt ljós

Harish Hande, indverskur frumkvöðull með takmarkað fjármagn, rekur arðbært fyrirtæki sem hjálpar til við að umbreyta umhverfi milljóna manna.

Traust

Nýsköpun Vöxtur Árangursstjórnun Menning Forysta

162

Allra mikilvægustu markmiðin (e. Wildly Important Goals)

Allra mikilvægasta markmiðið (e. WIG) er öflug nálgun til að ná mikilvægustu markmiðum í lífi þínu.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Markmiðasetning Stefnumótun Festa Forgangsröðun Tímastjórnun Framkvæmd stefnu

163

Traustasta fyrirtæki í heimi

Þegar sumir viðskiptavinir hökkuðu sig inn í tölvur fyrirtækisins voru leiðtogar leikfangaframleiðandans LEGO® forvitnir: Af hverju myndu þeir að gera þetta? Svarið sýnir hvers vegna LEGO er "traustasta fyrirtæki heims."

Traust

Traust Þjónustustjórnum Tryggð Viðskiptavild Menning Árangursstjórnun

164

Traust á markaði

Ekkert er meira virði en orðstír þinn. Þetta myndband sýnir hvernig orðspor vörumerkis hefur áhrif á hollustu viðskiptavina.

Traust

Trúverðugleiki Ímynd Orðstýr Hollusta Tryggð Þjónustustjórnun

165

Hiti í Dallas

Þetta er bráðfyndin saga af því hvernig Southwest Airlines leysti ágreining við annað fyrirtæki og byggði upp varanlegt samband á sama tíma.

Traust

Vöxtur Lausn ágreinings Samningatækni Árangursstjórnun

166

Vinn-Vinn hugsunarháttur

Árangursrík sambönd þjóna hag allra. Dr. Stephen R. Covey útskýrir hvernig má ná árangri í persónulegum og faglegum samskiptum þínum með vinn-vinn hugsun.

7 venjur til árangurs

Samningatækni Samskipti Virðing Þarfagreining Hlustun

167

Q2 menning

Hvernig má búa til „Q2“ menningu undirbúnings og forgangsröðunar þar sem þú einbeitir þér að því mikilvægasta en ekki bara því brýnasta.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni

Menning árangurs Forgangsröðun Tímastjórnun Forysta Stjórnun Áætlanagerð

168

Greindu áður en þú ráðleggur

Rétt eins og læknir myndi aldrei ávísa lyfjum án þess að greina vandamálið, ættirðu aldrei að reyna að fella dóma eða hafa áhrif á einhvern án þess að hlusta vandlega og reyna að skilja sjónarhorn viðkomandi.

7 venjur til árangurs

Hlustun Samskipti Virðing Vöxtur

169

Skýrandi spurningar og "Ég" skilaboð: Teymi

Eftir að hafa spurt skýrandi spurninga og gengið úr skugga um að öllum finnist þeir vera skildir, deildu afstöðu þinni með því að nota „ég“ skilaboð til að efla skilning með skýrleika og virðingu.

7 venjur til árangurs

Samskipti Markþjálfun Hlustun Miðlun Áhrif

170

Skýrandi spurningar og "Ég" skilaboð: Par

Staðfestu ásetning viðmælanda með því að spyrja spurninga sem koma úr sögu viðmælanda. Þegar viðmælandi er fullkomlega skilinn skaltu nota "ég" skilaboð til að koma á sameiginlegum skilningi.

7 venjur til árangurs

Samskipti Markþjálfun Hlustun Miðlun Áhrif

171

Blindir blettir

Góð endurgjöf er nauðsynleg en áhættusöm. Hvernig hjálpar þú fólki án þess að móðga það? Þessi grípandi saga sýnir hvernig má veita árangursríka endurgjöf á vinnustaðnum.

7 venjur til árangurs

Endurgjöf Samskipti Vöxtur Snerpusamtöl

172

Sjálfmiðuð svör og skilningsrík hlustun

Sjálfmiðuð hlustun er að sía það sem þú heyrir í gegnum þína eigin reynslu og hlutdrægni, sem hindrar skilning. Dr. Stephen Covey sýnir hvernig skilningsrík hlustun (e. Empathic Listening) er fljótasta leiðin til skil

7 venjur til árangurs

Hlustun Samskipti Virðing Vöxtur

173

Ertu stressuð/aður?

Verður þú alltaf stressuð(aður) þegar þú heldur kynningar? Þetta myndband varpar ljósi á hvers vegna við bregðumst við eins og við gerum og hvernig má beina streitu yfir í jákvæða orku.

Kynningarfærni

Framkoma Kynningar Streitustjórnun Orkustjórnun Áhrif

174

Kynning Ana

Þetta myndband sýnir hvernig má skipuleggja árangursríka, yfirgripsmikla og sannfærandi kynningu með því að nota kynningaráætlunarverkfærið.

Kynningarfærni

Áhrif Kynningar Framkoma Þarfagreining

175

Ana meðhöndlar spurningar

Lærðu hvernig má stjórna virkni hópa og meðhöndla spurningar þegar þú heldur kynningu.

Kynningarfærni

Áhrif Kynningar Framkoma Menning Liðsheild

176

A.B. Combs skólinn

Þetta myndband sýnir hvernig árangursríkir leiðtogar skapa umhverfi þar sem venjurnar sjö eru styrktar alls staðar.

7 venjur menning

Menning árangurs Forysta Stefnufesta Árangursstjórnun

177

Western Digital 

Þetta myndband sýnir hvernig árangursríkt teymi sem nýtir venjurnar 7 sem stýrikerfi þeirra brást við í krísu.

7 venjur menning

Krísustjórnun Árangursstjórnun Breytingastjórnun Menning árangurs Liðsheild

178

Shea Homes byggingaverktakar

Þetta myndband sýnir hvernig 7 venjur til árangurs leiðbeindu nýjum verktaka í átt að betri samskiptum og ánægðari viðskiptavinum.

7 venjur menning

Menning árangurs Samskipti Þjónustustjórnun Árangursstjórnun Liðsheild

179

Minera Del Norte

Þetta myndband sýnir bæði fagleg og persónuleg áhrif þess að innleiða 7 venjur á vinnustað.

7 venjur menning

Menning árangurs Samskipti Gæðastjórnun Öryggisstjórnun Árangursstjórnun Liðsheild

180

Mary Kay

Í þessu myndbandi sjáum við hvernig skrifstofa Mary Kay í Shanghai innleiddi 7 venjur í menningu sína.

7 venjur menning

Menning árangurs Þjónustustjórnun Ábyrgð

181

Henderson sveitafélagið

Í þessu stutta myndbandi ræða fræðslustjóri og lögreglufulltrúi á eftirlaunum hvernig menning borgarinnar styrkir venjurnar 7.

7 venjur menning

Menning árangurs Samskipti Þjónustustjórnun Árangursstjórnun Liðsheild

182

Centiro

Skildu áhrif þess að hafa Venjurnar 7 sem stýrikerfi.

7 venjur menning

Menning árangurs Traust Forysta Samskipti Gildi Þróun Árangursstjórnun

183

Birchwood Auto fyrirtækið

Í þessu myndbandi fylgjumst við með áhrifaríkum leiðtogum sýna Venjurnar 7 í verki á þrjá vegu. Þeir skilgreina hvers konar leiðtoga þeir vilja vera, lifa eftir Venjunum 7 í daglegu lífi sínu og leitast við að bæta stöðugt með því að sækjast eftir viðvarandi endurgjöf.

7 venjur menning

Menning árangurs Þjónustustjórnun Ábyrgð

184

A.P. Pension

Byggðu upp sameiginlegt tungumál sem styrkir venjurnar 7 á vinnustað þínum.

7 venjur menning

Samskipti Menning Árangursstjórnun

185

Framlag

Allir vilja leggja sitt af mörkum. Þetta grípandi myndband hvetur fólk til að skilgreina það framlag sem það getur lagt að mörkum til árangur liðsins.

7 venjur stjórnenda

Stjórnun Árangursstjórnun Frammistaða Hvatning Forysta

186

Kveiktu eldinn

Góð markþjálfun merkir meira en að miðla færni – hún merkir líka mikilvægi þess að hjálpa öðrum að sjá eigin hæfileika. Dr. Stephen R. Covey segir frá manneskjunni sem vakti sjálfstraust hans og tilgang í lífinu.

7 venjur stjórnenda

Markþjálfun Forysta Stefnufesta Framlag

187

IDEO

Fólk alls staðar að úr heiminum kemur til IDEO, sem er „hugmyndaverksmiðja“ í Kaliforníu, til að fá nýstárlegar lausnir á vandamálum. Lærðu ferli IDEO til að takast á við áskoranir liðsins þíns á skapandi hátt.

7 venjur stjórnenda

Nýsköpun Vöxtur Árangursstjórnun Menning Forysta

188

Blindir blettir

Góð endurgjöf er nauðsynleg en áhættusöm. Hvernig hjálpar þú fólki án þess að móðga það? Þessi grípandi saga sýnir hvernig má veita árangursríka endurgjöf á vinnustaðnum.

7 venjur stjórnenda

Endurgjöf Markþjálfun Samtöl Vöxtur

189

Fastur/föst í Áhyggjuhringnum

Lærðu hvernig þú getur komið í veg fyrir að festast í Áhyggjuhringnum þegar þið vinnið ykkur í gegnum breytingar. Einblíndu frekar á Áhrifahringinn.

Breytingastjórnun

Áhrif Breytingastjórnun Forgangsröðun Fókus

190

Breytingalíkanið

Lærðu hvað felst í fjórum svæðum Breytingalíkansins og hvað þú getur gert á hverju svæði til að komast í gegnum breytingar á árangursríkan hátt.

Breytingastjórnun

Breytingastjórnun Framkvæmd stefnu Mannauðsstjórnun Árangur

191

Hugur þinn og breytingar

Lærðu hvernig heilinn þinn er hannaður til að bregðast við breytingum svo þú getir valið árangursrík viðbrögð.

Breytingastjórnun

Breytingastjórnun Framkvæmd stefnu Vöxtur Seigla Þrautseigja Ábyrgð

192

Þrautseigja

Skildu mikilvægi þrautseigju til að komast yfir hindranir á tímum breytinga og ná þannig æskilegum árangri.

Breytingastjórnun

Þrautseigja Seigla Breytingastjórnun Umbreytingar Vöxtur

193

Wooden þjálfari

John Wooden frá UCLA hefur verið kallaður „besti körfuboltaþjálfari allra tíma“ með fjölda sigra sem ekki hafa jafnast á í áratugi. Hér kennir Wooden meginreglur frábærrar forystu.

Forysta

Fyrirmynd Forysta Liðsheild Árangur Þróun Mannauðsstjórnun

194

Tryggðarstund 1: Að leiða tryggð

Þessi tryggðarstund snýst um að auka tryggð viðskiptavina og liðsmanna.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Þjónusta tryggð helgun þarfagreining

195

Tryggðarstund 2: Samkennd

Þessi tryggðarstund snýst um "Samkennd", fyrsta lögmál tryggðar. Samkennd er eiginleikinn til að geta greint hvernig öðrum líður.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Samkennd þjónusta skilningur greining

196

Tryggðarstund 3: Skapaðu mannleg tengsl

Þessi tryggðarstund snýst um að skapa mannleg tengsl með viðskiptavinum og samstarfsfólki, að láta fólk vita að þér sé ekki sama og að þú ert til staðar.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Þjónusta tryggð helgun þarfagreining mannleg tengsl

197

Tryggðarstund 4: Hlustaðu til að læra

Þessi tryggðarstund snýst um virka hlustun, sem er besta leiðin að  raunverulegum skilningi á þörfum viðskiptavina.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Hlustun þjónusta skilningur greining

198

Tryggðarstund 5: Ábyrgð

Þessi tryggðarstund snýst um "Ábyrgð", annað lögmál tryggðar. Þú tekur ábyrgð á vandamálum sem viðskiptavinir standa frammi fyrir.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Ábyrgð þjónusta lausn vandamála

199

Tryggðarstund 6: Uppgötvaðu það sem raunverulega þarf að gera

Þessi tryggðarstund snýst um að hætta að álykta og í staðinn uppgötva raunverulegar þarfir viðskiptavina.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Þjónusta þarfagreining viðskiptavinir greining

200

Tryggðarstund 7: Fylgdu málunum eftir til að styrkja sambandið

Þessi tryggðarstund snýst um eftirfylgni og hvernig má leysa vandamál viðskiptavina og styrkja sambandið.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Þjónusta sambönd eftirfylgni lausn vandamála

201

Tryggðarstund 8: Gnægð

Örlæti og viðhorf gnægðar er lykillinn að langtímaviðskiptasambandi og gæðum þjónustu.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Þjónusta tryggð gæði

202

Tryggðarstund 9: Deildu innsýn opinskátt

Þessi tryggðarstund snýst um að deila innsýn opinskátt með hvort öðru til að vaxa í starfi og efla samband við viðskiptavini.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Þjónusta endurgjöf tryggð

203

Tryggðarstund 10: Komdu á óvart

Þessi tryggðarstund snýst um að koma sífellt á óvart til að efla tryggð, bæði frá viðskiptavinum og samstarfsfólki.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Þjónusta væntingar árangursstjórnun

204

Tryggðarstund 11: Þín arfleifð tryggðar

Þessi tryggðarstund snýst um að skapa arfleifð tryggðar vegna helgunar þinnar.

Þjónustustjórnun - Tryggðu tryggð

Þjónusta helgun tryggð árangur

205

Hvatning, helgun og traust

Hjálpaðu leiðtogum að skilja mannlegan árangur, helgun í starfi og hvernig má hvetja aðra til árangurs á grunni trausts.

Hvatning, helgun og traust

Hvatning helgun traust valdefling 

206

Góð ráð við að hvetja og efla liðsmenn

Grunnviðhorf leiðtoga til hvatningar, helgunar starfsmanna og innblásturs í dagsins önn.

Hvatning, helgun og traust

Hvatning forysta helgun traust valdefling

207

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Verkefnastjórnun er mikilvægt umræðuefni sem verður sífellt mikilvægara í 'verkefnahagkerfi' dagsins í dag. Námskeið okkar, Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra, sameinar tímalausar starfsvenjur og nútímaþætti til að veita þátttakendum það hugarfar, tól og færni sem þeir þurfa til að ná stöðugum árangri. Lausnin inniheldur myndbönd sem kynna þig fyrir nýrri rannsókn, uppfærðum tólum og hugarfari sem leggur áherslu á gildi, fólk og ferli.

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Stjórnun Árangursstjórnun Samskipti Gildi 

208

Verkefnastjórnun - 1. hluti: Kynning og umfang

Markmið verkefnastjórnunar fyrir óopinbera verkefnastjóra er að byggja upp sjálfstraust og hjálpa þér að ná meiri árangri í þeim verkefnum sem þú tekur að þér.

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Árangursstjórnun Hvatning Forysta

209

Verkefnastjórnun - 2. hluti: Skipuleggja

Skipulagning er nauðsynleg til að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir - ákvarðanir sem munu hjálpa þér að skila verðmæti í verkefnum. Þó við séum upptekin og viljum byrja samstundis á verkefninu sem er fyrir höndum verðum við að gefa okkur nægan tíma til að skipuleggja okkur.

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Stjórnun Helgun Framtíðarsýn

210

Verkefnastjórnun - 3. hluti: Skapa helgun, rekja & aðlagast og loka verkefni

Þessi lota mun fjalla um síðustu þrjú stig verkefnastjórnunarferlisins
SKAPA HELGUN: Hvetja til sameiginlegrar ábyrgðar
REKJA & AÐLAGAST: Stjórna umfangi til að tryggja gildi
LOKA: Fagna og undirbúa framtíðarárangur.

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Stjórnun Helgun Framlag Framtíðarsýn

211

Raunveruleiki Lorenu

Uppgötvaðu leiðir til að búa þig undir raunveruleikann og sjá tækifærin sem felast í hlutverki þínu sem óopinber verkefnastjóri.

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Árangursstjórnun Liðsheild Viðhorf

212

Viðtal við lykilhagsmunaaðila

Uppgötvaðu hvernig má spyrja helstu hagsmunaaðila árangursríkra og ítarlegra spurninga til að fanga sameiginlegar og mælanlegar væntingar um umfang verkefnisins.

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Stjórnun Framkvæmd stefnu Samskipti Stefnumótun

213

Undirbúðu áhættu

Skoðaðu hvernig spurningin "Hvað ef?" mun hjálpa þér að sjá fyrir og búa þig undir áhættu sem óopinber verkefnastjóri.

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Viðhorf Kjarkur Stefnumótun

214

Ábyrgðarstund teymis

Uppgötvaðu aðferðir til að halda teyminu þínu við efnið í gegnum vikulegar ábyrgðarstundir—fundi sem sýna teyminu þínu hvernig það stendur sig og hvernig það getur haldið áfram í komandi sókn.

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Stjórnun Samskipti Valdefling Helgun

215

Frammistöðusamtal

Kannaðu hvernig má æfa ábyrgð með einstaklingum í teyminu þínu með áhrifaríkum frammistöðusamtölum.

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Endurgjöf Samtöl Vöxtur Frammistaða Hvatning 

216

Aðlagaðu þig að breytingum

Kannaðu hvernig má tryggja að verkefni skili virði með því að fylgjast reglulega með verkáætluninni og nýta breytingarnar sem best.

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Breytingastjórnun Markmið Árangursstjórnun Frammistaða 

217

Fagnið!

Skoðaðu hvernig þú getur undirbúið þig fyrir velgengni í framtíðinni með því að loka verkefninu þínu formlega, skjalfesta lærdóminn—og fagna!

Verkefnastjórnun fyrir óopinbera verkefnastjóra

Framtíðarsýn Markmið Hvatning Liðsheild

218

Grunnviðhorf leiðtoga til hvatningar, helgunar og trausts

Upgötvaðu hvað skapar frábæra leiðtoga þegar þú skoðar grundvallaratriði leiðtoga sem hafa traust og innblástur í fyrirrúmi.

Grunnviðhorf leiðtoga til hvatningar, helgunar og trausts

Forysta Ábyrgð Traust Hvatning Helgun

219

Margfaldarar - Lota 1: Margföldunaráhrifin

Bestu leiðtogarnir tendra gáfur allra. Finndu út hvernig þú getur breytt hegðun þinni og búið til margföldunaráhrif sem mun auka greind og getu liðsmanna þinna.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Menning Traust Forysta Markþjálfun

220

Margfaldarar - Lota 2: Spurðu betri spurninga

Margfaldarar nota spurningar til að nálgast og magna upp greind fólksins sem þeir leiða. Uppgötvaðu hvernig má nota spurningar til að beina gáfum annarra á réttu lausnirnar við mikilvægustu vandamálunum.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Traust Samtöl Hvatning

221

Margfaldarar - Lota 3: Leitaðu að snilligáfu

Allir hafa eitthvað sem þeir gera náttúrulega vel. Margfaldarar læra að þekkja styrkleika einstaklinga og nota innsýn sína svo hún gagnist öllu liðinu.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Virkja Hvatning Tilfinningagreind Stjórnun

222

Margfaldarar - Lota 4: Skapaðu rými fyrir aðra

Margfaldarar skapa rými fyrir aðra með því að veita öruggt umhverfi þar sem liðsmenn geta gert sitt besta og lært af mistökum.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Liðsheild Menning Traust Umhyggja

223

Margfaldarar - Lota 5: Bjóddu upp á stærri áskoranir

Margfaldarar bjóða fólki að teygja sig umfram núverandi kunnáttu og getu. Þeir stilla áskorunum upp sem spurningum sem virkja fólk til að bjóða fram þeirra besta framlag og gáfur.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Samtöl Hvatning Traust Valdefling

224

Margfaldarar - Lota 6: Margfaldarar í verki

Að auka Margföldunarstundir skapar tækifæri fyrir okkur til að stjórna tilhneigingum okkar til minnkunar og fara að margfalda af ásetningi, á öllum stigum vinnustaðarins.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Stjórnun Samskipti Valdefling Helgun

225

Margföldunarstundir

Margfaldarar einblína á að tendra gáfur og hæfileika annarra. Hver sem er getur lært að verða Margfaldari með því að draga úr minnkandi augnablikum og fjölga Margfaldarastundum.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Stjórnun Áhrif Stefnumótun Árangur 

226

Spurðu betri spurninga

Margfaldarar spyrja spurninga sem einblína á þekkingu annarra og hvetja þá til að finna rétta svarið.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Samskipti Traust Samskipti Hvatning Áhrif

227

Skapaðu samtal

Margfaldarar nota umræður til þess að rækta greind í teyminu þeirra í gegnum samræður, samvinnu og gagnrýna hugsun.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Samræður Samskipti Samvinna Hvatning Valdefling

228

Leitaðu að snilligáfu

Margfaldarar finna náttúrulega snilligáfu fólks—það sem fólk gerir auðveldlega og frjálslega. Síðan virkja þeir þessa snilligáfu svo hún skili af sér allra besta framlag allra í teyminu.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Árangursstjórnun Frammistaða Stjórnun Helgun

229

Gefðu það til baka

Þegar einhver þarf raunverulega á hjálp að halda eru Margfaldarar tilbúnir að bjóða aðstoð sína en taka aldrei völdin.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Traust Umhyggja Liðsheild Verkefnastjórnun

230

Næsta bylgjan

Margfaldarar skapa rými þar sem fólki finnst öruggt að taka áhættu. Þeir hvetja til tilrauna og vaxtar í gegnum það umhverfi sem þeir skapa.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Endurgjöf Samtöl Vöxtur Umhyggja Samskipti Fjölbreytileiki

231

Skapaðu rými fyrir aðra

Margfaldarar skapa rými sem ýtir undir djarfa hugsun svo fólki sé óhætt að hugsa frjálslega, tala opinskátt og læra af mistökum.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Samskipti Umbreyting Vöxtur Endurgjöf Auðmýkt

232

Spilaðu leikinn rétt

Margfaldarar skapa rými fyrir aðra til að segja það sem þeim finnst.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Samskipti Auðmýkt Traust Þróun Öryggi

233

Bjóddu upp á stærri áskoranir

Margfaldarar trúa því að fólk vex helst þegar það teygir á sér.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Forysta Traust Þróun hæfileika Árangursstjórnun

234

Rétta teygjan

Margfaldarar vita að teygjuáskoranir (e. stretch challenges) virka þegar spennan er rétt—ekki of lítil, en eitthvað sem samt má áorka ef allir leggja sig fram.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Þróun hæfileika Áhrif Samvirkni Liðsheild Fjölbreytileiki

235

51% af atkvæðunum

Margfaldarar eru tilbúnir að gefa ráð og fara í samvinnu, en þeir láta liðsmenn vita að þeir beri fulla ábyrgð, sem gefur liðsmönnum tækifæri að taka stjórnina af sjálfsöryggi.

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Samvirkni Öryggi Traust Ábyrgð

236

Margfaldað af ásetningi

VIð höfum öll styrkleika sem geta minnkað aðra ef við spilum þá ekki rétt. 

Margfaldarar - Hvernig bestu leiðtogarnir tendra gáfur annarra

Virðing Umhyggja Auðmýkt Hvatning