Upplifun stjórnenda
Framúrskarandi efni og öflug tækni sem eflir starfsþróun.
Framúrskarandi efni og öflug tækni sem eflir starfsþróun.
Mælaborð stjórnenda á Impact platform er hannað til að hjálpa stjórnendum að hafa umsjón með efni, mæla niðurstöður með hagnýtum gögnum og vakta framvindu. Þannig gefst tækifæri til að taka markvissar ákvarðanir um þjálfun, þróun og stuðning við hvern og einn.
Auðvelt
Auðvelt að setja fyrir efni
Mælaborð Impact platform er einfalt, skilvirkt og aðgengilegt. Það tekur nokkrar sekúndur að úthluta efni til nemenda og þekkingarveitan sér sjálfkrafa um dagsetningar, virknipósta og dreifingu 360° matsins – sem hvetur til þátttöku og yfirfærlu þekkingar og þar með raunverulegan og mælanlegan árangur.
Öflugt
Öflugt efni með sveigjanlegri nálgun
Markvisst og faglegt efni okkar ýtir undir þróun á lykilfærniþáttum atvinnulífsins til að auka færni og getu notenda a sviðum sem skipta sköpum. Vettvangurinn býður upp á sveigjanlega nálgun: á vettvangi, í fjarnámi, með snjallnámi (On Demand), fróðleiksmolum, áföngum og stuðningi markþjálfa. Þekkingarveita FranklinCovey mætir nemendum þar sem þau eru stödd hverju sinni.
Mælanlegt
Mælanlegar niðurstöður
Aðgangur að virkniskýrslum, myndritum og tölfræði um virkni notenda veitir stjórnendum sýnileika á arðsemi fjárfestingarinnar (ROI) og hagnýt gögn fyrir stefnumótandi náms- og þróunarákvarðanir.
Vottað
Vottun innri þjálfara
Sérstakur aðgangur fyrir leiðbeinendur veitir innri þjálfurum vinnustaða tækifæri til að hljóta vottun í nokkrum tugum námslína FranklinCovey, sækja glærur, handbækur, leiðbeiningar, myndbönd, leiki og læra um fullorðinsfræðslu. Þjálfun þjálfara er mögnuð leið til að innleiða stefnu og umbreyta menningu með ykkar þjálfurum og okkar efni.