Stöðugur lærdómur

Framúrskarandi efni og öflug tækni sem stuðlar að viðvarandi breytingu á hegðun.
Við hjá FranklinCovey teljum að nauðsynleg sé að virkja lærdóm til að ná fram viðvarandi hegðunarbreytingu. Fólk breytir ekki hegðun með því að gleypa efni – það gerist með virkjun og meðvitaðri yfirfærslu á þekkingu í daglegt starf.
Tæknin okkar, sem er í senn auðveld í notkun og áhrifarík, hvetur notendur til að virkja lærdóminn með því að fá þau til að velta fyrir sér hvar þeir eru stödd í dag með 360° mati, upplifa grípandi efni, æfa sig í öruggu umhverfi og virkja síðan lærdóminn í raunheimum.
Vettvangur vaxtar á Impact Platform er hannað til að þjóna vexti fólks og vinnu staða með einstökum eiginleikum – sem tryggir helgun, þátttöku og aukna frammistöðu.
Virkniæfing
Virkniæfingar hvetja nemendur til að yfirfæra þekkingu af stafrænu þekkingarveitunni og beita í raunheimum. Þessi innbyggði eiginleiki þekkingarveitunnar sameinar sjálfsábyrgð og félaglega ábyrgð og eykur til muna áhrif lærdómsins.


Sjálfvirk styrking
Við sendum notnendum reglulega sjálfvirkan styrkingarpóst og fundarboð með viðeigandi fróðleiksmolum og ítarefni til að styrkja þá færni og lærdóm sem er sérsniðinn fyrir hvern og einn. Sjálfvirknin setur takt umbreytingar og ýtir undir vikjun og hagnýtingu nýrrar þekkingar með tímanum.
360° mat á færniþáttum
Notendur virkja ítarlegt 360° mat til frammistöðu með eign mati og umsögn yfirmanns, jafningja og undirmanna. Vönduuð og ítarleg skýrsla um frammistöðu og lykilfærniþætti gerir notendum betur kleift að skilja hvar þau eru stödd í dag. Seinni 360° greining færir notendum svipmynd af því hvernig þau hafa bætt færni sína, áhrif og árangur með tímanum.


Stafrænir áfangar
Margverðlaunaðir stafrænir áfangar (e. OnDemand-námskeið) eru nokkra vikna námsupplifun sem byggir á kjarna FranklinCovey lausna. Gagnvirku námsefni og námsæfingum er dreift yfir tímann með sjálfvirkum áminningarpóstum, æfingum og virkniáskoruum beint til notenda.
Snjöll örnámskeið
Snjöll örnámskeið sem einblína á sértæka færni og kunnáttu eru aðgengileg notendum og taka aðeins nokkrar mínútur. Æfingar, ítarefni og hvatning er send til notenda yfir þriggja vikna tímabil.


Fróðleiksmolar
Fróðleiksmolar hjálpa nemendum að leysa mikilvæg vandamál sem þau takast á við hér og nú. Sá örlærdómnur þjónar helstu áskorunum, lykilmálefnum og færniþáttum notenda með stuttum greinum, myndböndum og reynslusögum stjórnenda.