Stöðugur lærdómur

Virkjaðu magnaðan vettvang af sönnum ásetningi til að stuðla að viðvarandi lærdómi og vexti.

Framúrskarandi efni og öflug tækni sem stuðlar að viðvarandi breytingu á hegðun.

Við hjá FranklinCovey teljum að nauðsynleg sé að virkja lærdóm til að ná fram viðvarandi hegðunarbreytingu. Fólk breytir ekki hegðun með því að gleypa efni – það gerist með virkjun og meðvitaðri yfirfærslu á þekkingu í daglegt starf.

Tæknin okkar, sem er í senn auðveld í notkun og áhrifarík, hvetur notendur til að virkja lærdóminn með því að fá þau til að velta fyrir sér hvar þeir eru stödd í dag með 360° mati, upplifa grípandi efni, æfa sig í öruggu umhverfi og virkja síðan lærdóminn í raunheimum.

Vettvangur vaxtar á Impact Platform er hannað til að þjóna vexti fólks og vinnu staða með einstökum eiginleikum – sem tryggir helgun, þátttöku og aukna frammistöðu.

Virkniæfing

Virkniæfingar hvetja nemendur til að yfirfæra þekkingu af stafrænu þekkingarveitunni og beita í raunheimum. Þessi innbyggði eiginleiki þekkingarveitunnar sameinar sjálfsábyrgð og félaglega ábyrgð og eykur til muna áhrif lærdómsins.

Sjálfvirk styrking

Við sendum notnendum reglulega sjálfvirkan styrkingarpóst og fundarboð með viðeigandi fróðleiksmolum og ítarefni til að styrkja þá færni og lærdóm sem er sérsniðinn fyrir hvern og einn. Sjálfvirknin setur takt umbreytingar og ýtir undir vikjun og hagnýtingu nýrrar þekkingar með tímanum.

360° mat á færniþáttum

Notendur virkja ítarlegt 360° mat til frammistöðu með eign mati og umsögn yfirmanns, jafningja og undirmanna.  Vönduuð og ítarleg skýrsla um frammistöðu og lykilfærniþætti gerir notendum betur kleift að skilja hvar þau eru stödd í dag. Seinni 360° greining færir notendum svipmynd af  því hvernig þau hafa bætt færni sína, áhrif og árangur með tímanum.

Stafrænir áfangar

Margverðlaunaðir stafrænir áfangar (e. OnDemand-námskeið) eru nokkra vikna námsupplifun sem byggir á kjarna FranklinCovey lausna. Gagnvirku námsefni og námsæfingum er dreift yfir tímann með sjálfvirkum áminningarpóstum, æfingum og virkniáskoruum beint til notenda.

Snjöll örnámskeið

Snjöll örnámskeið sem einblína á sértæka færni og kunnáttu eru aðgengileg notendum og taka aðeins nokkrar mínútur. Æfingar, ítarefni og hvatning er send til notenda yfir þriggja vikna tímabil.

Fróðleiksmolar

Fróðleiksmolar hjálpa nemendum að leysa mikilvæg vandamál sem þau takast á við hér og nú. Sá örlærdómnur þjónar helstu áskorunum, lykilmálefnum og færniþáttum notenda með stuttum greinum, myndböndum og reynslusögum stjórnenda.

Hugmyndafræði “7 venja árangursríkra stjórnenda” hefur reynst mér gríðarlega vel á vegferð minni að ná fram stöðugum umbótum og vaxa sem leiðtogi, bæði í einkalífi og vinnu. Ég hef nokkrum sinnum setið námskeið um 7 venjur til árangurs og bókin heldur alltaf sínum sess á náttborðinu þó svo aðrar bækur komi og fari. Á námskeiðinu fer Guðrún Högnadóttir í gegnum efnið af mikilli fagmennsku en ekki sýst einlægni, setur viðfangsefnið í samhengi við raunveruleikan með reynslusögum og virkjar þátttakendur til að miðla sinni reynslu.

Námskeiðið bíður upp á einföld og tímalaus tól til árangurs; ná betri stjórn og forgangsröðun á það sem skiptir sannarlega máli, vera forvirk og grípa til aðgerða. Stuðla að árangursríkum samskiptum við samferðafólk og hefja það upp til árangurs. Síðast en ekki síst, að endurnærast sem einstaklingur og ná jafnvægi milli einkalífs og vinnu til að geta haldið áfram að vaxa og dafna sem leiðtogi.

SÆUNN BJÖRK ÞORKELSDÓTTIR​
forstöðumaður innkaupa og vörustýringar hjá Controlant