Upplifun notenda

Á vettvangi vaxtar virkja notendur áhrifaríkt og skemmtilegt efni og lærdómsvegferðir til aukins árangurs í lífi og starfi.

Framúrskarandi efni og öflug tækni sem eflir starfsþróun.

Stafræn þekkingarveita FranklinCovey er hönnuð með þarfir starfsfólks í huga og er aðgengileg leið til að virkja verðlauna námsefni og ná markvissum og mælanlegum framförum í færni og getu.

Tæknin okkar, sem er í senn einföld og skemmtileg í notkun, leiðir nemendur í gegnum fjölbreytt nám sem getur falið í sér 360° mat, sérsniðnar lærdómsvegferðir og persónulega hvatningu til að tryggja varanlega breytingu á hegðun. Vettvangurinn sendir sjálfkrafa út áskoranir og áminningarpósta til að hjálpa nemendum að nýta nýjan lærdóm strax í starfi og bæta markvisst frammistöðu.

Það var einstaklega ánægjulegt að vinna með og útfæra efni Franklin Covey og samtvinna það þjónustustefnu Strætó. Að tryggja tryggð viðskiptavina er mikilvægur þáttur í allri þjónustustjórnun en efnið hentar ekki síður inn í teymi þar sem unnið er með grundvallarþætti samskipta og trausts; samkennd, ábyrgð og örlæti.

 

Sigríður Harðardóttir
Sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs

Snjallnám (OnDemand)

Snjallnámskeið gera notendum kleift að nema og nýta verðlaunalausnir FranklinCovey hvar sem er og hvenær sem er, með góðum takti tímasettra áfanga, innsýn, greinum, áskorunum og áminningum.