Efldu hæfni sem virkjar hæfileika og árangur annarra

Margfaldaðu möguleika hvers og eins með því að færa starfsfólki réttu tólin til að vinna með öðrum, stjórna tíma sínum og leggja sitt besta að mörkum til að byggja menningu árangurs.

Frí handbók

Vertu þinn eigin breytingarstjóri: 5 „self- coaching“ spurningar

Eftirfarandi spurningar eru hannaðar til að hjálpa þér að greina núverandi nálgun þína við breytingar og tileinka þér árangursríkt hugarfar sem gerir þér kleift að blómstra við nýjar aðstæður.

Stafræn þekkingarveita

AllAccessPass – stafrænt fræðslusetur

Virkjaðu fleiri en 300 stafræn námskeið á íslensku um helstu viðfangsefni þekkingaraldar til alþjóðlegra endurmenntunareininga.

Okkar nálgun

Við hjá FranklinCovey vinnum stolt að því að vera traustasta leiðtogafyrirtæki í heimi.

Okkar einstaka nálgun sameinar öflugt efni sem byggir á áratugarannsóknum og þróun, teymi sérfræðinga og þjálfara og nýstárlega tækni sem styður og styrkir varanlega hegðunarbreytingu.

Við trúum því að stórfengleiki búi innra með öllum. Lausnir okkar eru hannaðar til að hjálpa hverjum og einum liðsmanni vinnustaðar til að þróa það hugarfar, hæfni og verkfæri sem þau þurfa til að skila framúrskarandi árangri og leggja sitt af mörkum til mikilvægustu markmiða vinnustaðarins.

Lausnir okkar efla sérfræðikunnáttu og upplýsingatæknifærni vinnustaðarins með því að efla samvinnu með árangursríkari og fjölbreyttari leiðum.

  • Einstaklingar sjá eigin möguleika til að hafa jákvæð áhrif.

    Þegar einstaklingar læra lögmál sem snýr að persónulegum og sameiginlegum árangri þá:

    • Sjá þeir möguleika til að veita einstakt framlag til markmiða vinnustaðarins.
    • Sjá skapandi leiðir til að vinna með öðru fólki.
    • Taka ábyrgð á eigin vinnu og frammistöðu.
    • Passa upp á orku sína, andlega heilsu og vellíðan.

    Árangur: Liðsmenn breyta eigin hegðun á varanlegan hátt.

  • Einstaklingar tileinka sér árangursríkar venjur sem hvetja þau til að leggja sitt allra besta af mörkum.

    Þegar einstaklingar læra færni sem snýr að persónulegum og sameiginlegum árangri, þá:

    • Einblína þau á forgangsatriði og skipuleggja vinnu sína með afkastamiklum hætti
    • Hlusta á aðra og miðla með sönnum og samheldnum hætti.
    • Þróa samkennd, hugrekki og tilfinningagreind.

    Árangur: Þau stjórna verkefnum sínum með afkastamiklum hætti, fara fram úr væntinum og efla árangur og hugmyndir annarra liðsmanna.

  • Einstaklingar leggja fram þýðingarmikið framlag sem virkjar menningu árangurs.

    Þegar einstaklingar vinna stöðugt með lögmál og færni sem snýr að persónulegum og sameiginlegum árangri:

    • Auka þau frammistöðu til muna
    • Vinna með öðrum að því að finna skapandi lausnir og grípa spennandi tækifæri
    • Hjálpa til við að skapa menningu trausts og nýsköpunar, án aðgreiningar.

    Árangur: Þau skila byltingarkenndum niðurstöðum með stöðugri orku, tilfinningavitund og þrautsegju.

Máttur vegferðarinnar

Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — með því hver þú ert og hvernig þú sérð heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.

Kynntu þér þessi dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér fyrir neðan.

 

Að efla þinn eigin árangur

  • 01 Stafræn vinnustofa

    7 venjur til árangurs

    Vegferð að varanlegum árangri er möguleiki þegar fólk getur leitt sig sjálft á árangursríkan hátt, haft áhrif, virkjað og unnið með öðrum og stöðugt þróað og bætt eigin getu.

    Lengd: 2-3 dagar

  • 02 Jhana

    Greindu vinnu þína út frá áríðandi eða fyrirbyggjandi verkefnum

    Notaðu þessa aðferð til að efla fyrirbyggjandi og mikilvæga vinnu.

    Legnd: 3 min

  • 03 Vegferðir

    Valkostur 1: Sinntu því mikilvæga, ekki stjórnast af áreiti®

    Í samfélagi okkar í dag er fólk að drukkna í tölvupóstum, þjakað af kröfum og reynir að gera meira með minna. Valkostur 1 hjálpar þér að aðgreina mikilvæg forgangsverkefni frá truflunum þannig að þú getir einbeitt þér að því að leggja raunverulegt framlag af mörkum.

    Lengd: 30-60 mín

  • 04 Verkfæri

    Verkfæri til að skipuleggja stóru steinana

    Að sinna mikilvægum verkefnum fyrst er auðveldara ef þú tileinkar þér öfluga tímastjórnunarhæfni sem bætir framleiðni þína og skapar tíma fyrir þig til að forgangsraða.

    Lengd: 15 mín

  • 05 Jhana

    Tölvupóstar frá mér eru oft misskildir

    Dagleg samskiptamynstur stuðla að getu þinni til að skilja aðra og færni þeirra til að skilja þig.

    Lengd: 3 mín

Sögur viðskiptavina

Alþjóðlegt matvælafyrirtæki

Að efla vöxt með valdeflingu starfsmanna

Alþjóðlegt matvælaframleiðslufyrirtæki leggur áherslu á valdeflingu starfsmanna til að knýja fram vöxt á mörgum mörkuðum. Með hjálp 7 venjur til árangurs® þróa starfsmenn stöðugt persónulegan vöxt og þar með er vinnustaðurinn á réttri vegferð og nálgast markmið sín.

Mississippi Power

Að byggja upp menningu þar sem einstaklingar þrífast við breytingar

Mississippi Power þurfti til að búa sig undir heildsölubreytingar. Afnám hafta á iðnaði þeirra olli róttækum breytingum á því hvernig þeir þjónuðu viðskiptavinum sínum. Sjáðu hvernig þeir innleiða 7 venjur til árangurs® til að byggja upp menningu leiðtoga og árangur á vinnustaðnum.

X-FAB

Undirbúa árangur hjá leiðtogum á öllum stigum

X-FAB er leiðandi steypufyrirtæki sem sérhæfir sig í flaumrænum hálfleiðurum, þurftu að byggja sameiginlegt tungumál og styrkja teymið. Sjáðu hvernig fyrirtækið nýtti 7 venjur til árangurs® til að byggja áhrifaríkari persónulega framleiðni og skoða endinn í upphafi verks.

Birchwood Automotive Group

Að leggja grunn að sameiginlegu tungumáli til að efla samskipti

Birchwood Automotive Group nýtir 7 venjur til árangurs® til að leggja grunninn að sameiginlegu tungumáli og aðferðafræði til að miðla upplýsingum og viðhalda viðskiptum. 7 venjur breyttu menningu þeirra sem leiddi til aukins hagnaðar.

All Access Pass®

Fáðu aðgang að efni FranklinCovey, hvar sem er og hvenær sem er – ásamt sérfræðiráðgjöf og tækni sem styður við varanlega hegðunarbreytingar.

Nánar hér