Efldu traust

Virkjaðu grunn trausts á vinnustaðnum og auktu þar með framleiðni og árangur.

Byggðu upp traust á vinnustaðnum

 

Traust er ekki bara eitthvað sem er gott að hafa; það er nauðsynlegt í hvaða vinnusambandi sem er og er kjarninn í heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sterkt traust getur verulega bætt hvernig fólkið þitt vinnur saman og að lokum umbreytt vinnustaðnum þínum.

Þegar þú veist hvernig á að byggja upp traust geturðu sýnt áreiðanleika, trúverðugleika, átt skýr samskipti og gefið og fengið virðingu. Saman skapar þetta umhverfi þar sem fólki líður vel að deila hugmyndum sínum og vinna saman. Það hvetur alla til að vinna á skilvirkari hátt, starfa hraðar og ná sjálfbærari árangri.

Það er alltaf pláss til að dýpka traust innan teyma þinna. FranklinCovey sameinar efni sem byggir á lögmálum og rannsóknum, sérfræðiráðgjöf og nýstárlegri tækni þar tekin eru fyrir grundvallaratriði trausts sem hjálpa einstaklingum að bera kennsl á og stöðva ferli þar sem skortur er á trausti.

Lykilhæfni til að byggja upp traust

Þegar liðsmenn vinna sameiginlega að því að byggja traust þá styrkir það teymi og þau ná betri árangri.

Að starfa af heilindum

Kemur fram á heiðarlegan og siðferðilegan hátt

Að byggja upp tengsl

Leitast við að skilja markmið samstarfsmanna, forgangsröðun, áhugamál og sjónarmið

Frí handbók

10 samtöl til að byggja upp traust

Að byggja upp menningu trausts hefst með sameiginlegu tungutaki sem samanstendur af einföldum—en öflugum—setningum sem leiðtogar nota til að þakka fyrir, sýna samkennd og veita stuðning.

Námskeið

Forysta á grunni trausts®

Að þróa traust hjálpar liðsmönnum að vera orkumeiri og helgaðir starfi sínu. Þeir vinna árangursríkari samvinnu, ljúka verkefnum fyrr og ná framúrskarandi árangri.

Sögur viðskiptavina

Frito-Lay

Að auka traust til að fara fram úr væntingum

Í stað þess að verða fyrir fjárhagslegum skaða ákvað Frito-Lay að fara fram úr væntingum. Efnahagslægð, verðbólga og ófyrirsjáanleg veðurskilyrði ollu miklum verðhækkunum í birgðakeðju Frito-Lay. Þeir þurftu að breyta hratt viðskiptamódeli sínu. Forysta á grunni trausts® hafði undirbúið fyrirtækið með því að kynna til leiks nýtt sjónarhorn og færni til að stjórna á þessum ófyrirsjáanlegu tímum.

Borgin Provo

Að umbreyta menningu með trausti

Borgin Provo upplifði gríðarlegan vöxt og innstreymi í viðskiptum og fjárfestingum. Sjáðu hvernig borgin umbreytti menningu sinni og hélt jákvæðum meðbyr með Forystu á grunni trausts®.

Kastljós á viðskiptavini – Bifvélaiðnaður

Að hraða framúrskarandi árangri

Bílafyrirtæki, sem þegar er afkastamikið, þráir að leysa úr læðingi falda getu. Með aðstoð All Access Pass® á vegum FranklinCovey, sagði forstjórinn að teymið hafi skuldbundið sig framúrskarandi árangri og sé undirbúið undir framtíð aukinnar samkeppni á markaði.

Máttur vegferðarinnar

Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.

Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.

Að þróa tilfinningagreind

  • 01 Stafræn vinnustofa

    7 venjur til árangurs®: Grunnur

    Vegferðin að varanlegum árangri verður greið þegar einstaklingar geta leitt sjálfan sig á áhrifaríkan hátt, haft áhrif á aðra, tekið þátt í og unnið með öðrum og stöðugt bætt og endurnýjað getu sína.

    Lengd: 2-3 dagar

  • 02 Innsýn

    Hugur þinn og hlutdrægni

    Allir eru með hlutdrægni: Ákveðin hlutdrægni eru meðvituð á meðan önnur eru ómeðvituð. Öll hlutdrægni hefur mikil áhrif á umheiminn.

    Lengd: 10 mín

  • 03 Jhana

    5 leiðir til að auka eigin tilfinningagreind

    Hvað er tilfinningagreind? Og hvernig eykur maður hana?

    Lengd: 5 mín

  • 04 Lausn

    Valkostur 1: Sinntu því mikilvæga, ekki stjórnast af áreiti®

    Valkostur 1 aðstoðar þig við að aðgreina mikilvæg forgangsatriði frá truflunum, svo þú getur náð betri árangri.

    Lengd: 30-60 mín

  • 05 Lausn

    Ræktum tengsl

    Aðeins þegar við ræktum tengsl getum við séð eigin hlutdrægni og lært að meta fólkið í kringum okkur. Að skapa tengingar krefst jafnvægis á forvitni og samkennd með öðrum.

    Lengd: 30-60 mín

  • 06 Jhana

    Of upptekin(n) til að rækta sambönd

    Að viðhalda samböndum getur verið krefjandi. Reyndu að nýta þér ráð og verkfæri til að hjálpa þér að viðhalda og laga samböndin þín.

    Lengd: 5 mín