Að byggja upp menningu trausts hefst með sameiginlegu tungutaki sem samanstendur af einföldum—en öflugum—setningum sem leiðtogar nota til að þakka fyrir, sýna samkennd og veita stuðning.
Efldu traust
Byggðu upp traust á vinnustaðnum
Byggðu upp traust á vinnustaðnum
Traust er ekki bara eitthvað sem er gott að hafa; það er nauðsynlegt í hvaða vinnusambandi sem er og er kjarninn í heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sterkt traust getur verulega bætt hvernig fólkið þitt vinnur saman og að lokum umbreytt vinnustaðnum þínum.
Þegar þú veist hvernig á að byggja upp traust geturðu sýnt áreiðanleika, trúverðugleika, átt skýr samskipti og gefið og fengið virðingu. Saman skapar þetta umhverfi þar sem fólki líður vel að deila hugmyndum sínum og vinna saman. Það hvetur alla til að vinna á skilvirkari hátt, starfa hraðar og ná sjálfbærari árangri.
Það er alltaf pláss til að dýpka traust innan teyma þinna. FranklinCovey sameinar efni sem byggir á lögmálum og rannsóknum, sérfræðiráðgjöf og nýstárlegri tækni þar tekin eru fyrir grundvallaratriði trausts sem hjálpa einstaklingum að bera kennsl á og stöðva ferli þar sem skortur er á trausti.
Lykilhæfni til að byggja upp traust
Þegar liðsmenn vinna sameiginlega að því að byggja traust þá styrkir það teymi og þau ná betri árangri.
Að starfa af heilindum
Kemur fram á heiðarlegan og siðferðilegan háttAð byggja upp tengsl
Leitast við að skilja markmið samstarfsmanna, forgangsröðun, áhugamál og sjónarmiðFrí handbók
10 samtöl til að byggja upp traust
Námskeið
Forysta á grunni trausts®
Að þróa traust hjálpar liðsmönnum að vera orkumeiri og helgaðir starfi sínu. Þeir vinna árangursríkari samvinnu, ljúka verkefnum fyrr og ná framúrskarandi árangri.
Máttur vegferðarinnar
Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.
Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.