Fjölbreytileiki og þátttaka

Valdefldu liðsmenn til að byggja menningu án aðgreiningar.

Hjálpaðu öllum að leggja sitt af mörkum til að byggja upp fjölbreytta menningu.

Allir á vinnustaðnum gegna mikilvægu hlutverki við að byggja upp vinnustað án aðgreiningar. Þó að stefnur, áætlanir um fjölbreytileika, jöfnuð og menningu án aðgreiningar séu mikilvæg, þá eru það hugsanir, gjörðir og hlutdrægni einstaklinga sem skapa menninguna á vinnustaðnum þínum.

Það getur verið óþægilegt að taka á hlutdrægni, en með því að skapa öruggt rými getur fólkið þitt viðurkennt hlutdrægni sína og breytt hegðun sinni. Þegar starfsmenn taka á eigin hlutdrægni, koma fram við aðra af sanngirni, eru opnir fyrir ólíkum sjónarmiðum og sýna samstarfsfólki forvitni og samkennd, er öllum frjálst að gera sitt besta.

Allir liðsmenn hafa svigrúm til að vaxa þegar kemur að því að vinna án aðgreiningar. Burtséð frá fyrri reynslu þeirra hafa allir leiðtogar svigrúm til að vaxa þegar kemur að fjölbreyttri hugsun. FranklinCovey sameinar efni sem byggir á lögmálum, sérfræðiráðgjöf og nýstárlegri tækni sem mun veita teymum þínum þá færni sem þau þurfa til að loka á aðgreiningu í starfi.

Lykilhæfni til að efla fjölbreytileika

Að skapa vinnuumhverfi án aðgreiningar krefst þess að viðurkenna og horfast í augu við eigin hlutdrægni, leita að ólíkum sjónarhornum og skapa öruggt rými þar sem öllum finnst þeir tilheyra.

Að bera kennsl á hlutdrægni

Lærir að greina þegar hugsanir og aðstæður verða fyrir áhrifum af hlutdrægni

Að draga úr hlutdrægni

Viðheldur sanngjörnum starfsháttum varðandi ráðningar, úthlutun, endurgjöf og önnur leiðtogaverkefni

Vinna þvert á menningarheima og bakgrunn

Aðlagar menningu teymisins til að koma til móts við ólíkan bakgrunn og þarfir liðsmanna

Að rækta tilfinningu um að tilheyra

Ræktar fjölbreytta menningu þar sem allir tilheyra.

Námskeið

Ómeðvituð hlutdrægni: Leystu hæfileika þína úr læðingi™

Með því að hjálpa leiðtogum þínum og liðsmönnum að bregðast við hlutdrægni, bætirðu líðan starfsfólksins þíns og eykur frammistöðu á vinnustaðnum öllum.

Frí handbók

100+ öflugar spurningar til að bæta 1&1 samtöl

Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnenda er að taka stöðuna reglulega með hverjum og einum. Með „1&1“ samtölum gefst tækifæri til að vakta framvindu verka, taka stöðuna á mikilvægum málum og koma auga á tækifæri.  Mikilvægt er að hitta starfsmenn reglulega í dagsins önn og taka öflug samtöl til að tryggja áframhaldandi árangur og helgun.

Sögur viðskiptavina

UnitedHealth Group

Að byggja upp leiðtogahæfni í fjölbreyttu menningarumhverfi

Walter Baumann, eigandi Emerging Leaders verkefnisins fyrir UnitedHealth Group, deilir reynslu sinni af því að nýta All Access Pass® á vegum FranklinCovey til að auka þróun persónulegs framlags og 1. stigs stjórnenda á alþjóðlegum skala. Sjáðu hvernig hann notaði lausnirnar til að þróa leiðtogafærni, virða fjölbreytileikann og auka ánægju þeirra sem tóku þátt í verkefninu.

PepsiCo Food

Að rækta samkennd í leiðtogum á vinnustaðnum öllum

PepsiCo Foods í Norður-Ameríku þurftu á stöðugri leiðtogaþjálfun að halda sem innihélt efni sem þróaðist með tímanum. Með því að nýta efni úr All Access Pass® á vegum FranklinCovey, gátu þeir hleypt af stokkunum CORE forystuverkefninu sem sneri að því að rækta samkennd í leiðtogum á öllum stigum vinnustaðarins. Smelltu hér til að sjá rannsóknina í heild.

Kastljós á viðskiptavini: Alþjóðleg ráðningarstofa

Að skapa menningu alhliða vaxtar

Alþjóðleg ráðningarstofa vinnur markvisst að því að skapa forsendur til að bæta vinnustaðarmenningu. Með aðstoð 4 lykilhlutverka leiðtoga™, lærir starfsfólk víðsvegar um heiminn sameiginlegt tungumál og sameiginlegan skilning hvort á öðru.

Máttur vegferðarinnar

Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.

Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.

Að skilja og þekkja ómeðvitaða hlutdrægni

  • 01 Stafræn vinnustofa

    Ómeðvituð hlutdrægni: Náðu tökum á fordómum og leystu úr læðingi hæfileika.™

    Ómeðvituð hlutdrægni vísar til þess hvernig heilinn okkar vinnur úr ofhleðslu upplýsinga sem getur hindrað frammistöðu okkar og leitt til slæmrar ákvöðrunartöku. Að hjálpa leiðtogum og liðsmönnum að þekkja hlutdrægni hjálpar þeim að blómstra og bætir frammistöðu á vinnustaðnum.

    Lengd: 1 dagur

  • 02 Jhana

    7 algengar ranghugmyndir um ómeðvitaða hlutdrægni

    Hlutdrægni á sér stað hjá öllum í öllum. Þegar þú ert fær um að koma auga á hvar þú stendur varðandi hlutdrægni þá geturðu notað sérstakar aðferðir til að leiðrétta hana.

    Lengd: 10 mín

  • 03 Jhana

    Níu leiðir til að hlusta og byggja samkennd með samstarfsfélögum

    Með öflugustu leiðum til að forðast hlutdrægar skoðanir er að kynnast fólki og læra um þau.

    Lengd: 10 mín

  • 04 10 mínútna verkefni

    Efldu hugmynd einhvers sem fær sjaldan orðið

    Við viljum öll trúa að bestu hugmyndirnar blómstri á okkar vinnustað. En er það þannig?

    Lengd: 10 mín

  • 05 Lausn

    Traust í samböndum

    Byggðu upp traust með teyminu þínu og bættu árangur. Finndu út hvernig á að leysa ágreining, styðja aðra, bæta viðskiptasambönd og auka hraða þinn á markaði, allt á sama tíma!

    Lengd: 30-60 mín