Persónuleg forysta

Styðjið við alla á þeirra vegferð að persónulegri forystu

Byggðu upp teymi af sjálfsöruggum leiðtogum

Leiðtogahæfileikar eru nauðsynlegir fyrir alla á vinnustaðnum – ekki bara stjórnendur, heldur liðsmenn líka. Persónuleg forysta er grunnurinn að persónulegum og faglegum þroska. Til að einfalda, þá er það hæfileiki einstaklingsins til að skilja eigin styrkleika og hvata og beita orku sinni að þeim markmiðum sem skipta mestu máli. Árangursríkir einstaklingar vita hvernig þeir fá það besta út úr sjálfum sér svo þeir og vinnustaðurinn uppskeri ávinninginn.

Persónuleg forysta hefst á sjálfsvitund. Með því að byggja á þessum skilningi getur hver einstaklingur síðan sett sér raunhæf, þýðingarmikil markmið, borið ábyrgð á framförum í átt að þessum markmiðum og tekist á við áskoranir. Þeir geta einnig sett viðeigandi mörk á tíma sínum og orku til að tryggja að þeir skili árangri án þess að hætta á kulnun.

Innan fyrirtækis þíns hafa einstakir liðsmenn einstaka styrkleika og svið til úrbóta. FranklinCovey sameinar rannsóknarstutt efni sem byggir á lögmálum, sérfræðiráðgjöf og nýstárlegri tækni sem veitir hverjum einstaklingi úrræði og innsýn til að byggja upp sterka persónulega forystu og leggja af mörkum sitt einstaka framlag.

Lykilþættir í persónulegri forystu

Sterkur leiðtogi skilur sjálfan sig vel, lítur á áskoranir sem tækifæri til vaxtar og veit hvernig á að stjórna tíma sínum og orku til að ná sem bestum árangri.

Sjálfsvitund

Þekki eigin styrkleika, veikleika og hvernig áhrif þau hafa á aðra

Hugarfar vaxtar

Vex frá bakslögum, áskorunum og uppbyggilegri endurgjöf

Að ná markmiðum

Nær og fer umfram sett markmið

Tímastjórnun

Eyðir tíma, orku og fjármagni í mikilvægustu verkefnin

Orkustjórnun

Setur líkamlega og andlega heilsu í forgang fyrir sjálfbæra frammistöðu

Frí handbók

7 ráð til að bæta tímastjórnun

Þessi hagnýta handbók fer yfir 7 tillögur til að nýta lögmál tímastjórnunar. Allir ættu að geta nýtt sér þessa hugmyndafræði til að ná að forgangsraða því allra mikilvægasta og koma fleiru í verk.

Námskeið

7 venjur til árangurs®

Það skiptir ekki máli hve hæfur einstaklingur er, hann mun ekki ná að viðhalda árangri án þess að geta leitt sjálfan sig, helgað, hvatt til dáða og unnið í samvinnu við aðra ásamt því að endurnýja stöðugt eigin getu.

Sögur viðskiptavina

Kastljós á viðskiptavini: Alþjóðleg matvælaframleiðsla

Að efla vöxt með valdeflingu starfsmanna

Alþjóðlegt matvælaframleiðslufyrirtæki einblínir á hvatningu starfsmanna til að hvetja til vaxtar á markaði. Með því að virkja 7 venjur til árangurs® námskeiðið, ná starfsmenn stöðugt nýjum árangri og fyrirtækið er á góðri leið að ná vaxtarmarkmiði sínu.

Mississippi Power

Að virkja menningu forystu og árangurs

Mississippi Power þurfti að undirbúa sig fyrir heildsölubreytingu. Afnám hafta í atvinnugreininni olli gríðarlega miklum breytingum, sem sneru sérstaklega að þjónustu á þeirra vegum. Sjáðu hvernig fyrirtækið innleiddi 7 venjur til árangurs® til að virkja menningu forystu og árangurs á vinnustaðnum öllum.

X-FAB

Að brúa bilið milli skipulagningar og framkvæmdar

X-FAB er leiðandi steypufyrirtæki sem sérhæfir sig í flaumrænum hálfleiðurum, þurftu að byggja sameiginlegt tungumál og styrkja teymið. Sjáðu hvernig fyrirtækið nýtti 7 venjur til árangurs® til að byggja áhrifaríkari persónulega framleiðni og skoða endinn í upphafi verks.

Birchwood Automotive Group

Að leggja grunn að sameiginlegu tungumáli til að efla samskiptiAð leggja grunn að sameiginlegu tungumáli til að efla samskipti

Birchwood Automotive Group nýtir 7 venjur til árangurs® til að leggja grunninn að sameiginlegu tungumáli og aðferðafræði til að miðla upplýsingum og viðhalda viðskiptum. 7 venjur breyttu menningu þeirra sem leiddi til aukins hagnaðar.

Máttur vegferðarinnar

Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.

Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.

Skipuleggðu og forgangsraðaðu

  • 01 Innsýn

    Heilastríð!

    Það er auðvelt að verða fyrir truflun og finnast maður vera heltekinn af öllum þeim verkefnum og upplýsingum sem koma á borð manns á hverjum degi, en þú getur lært að tengja heilann þannig að þú einblínir stöðugt á það sem skiptir mestu máli.

    Lengd: 15 mín

  • 02 Stafræn vinnustofa

    5 valkostir til framúrskarandi framleiðni®

    5 valkostir til framúrskarandi framleiðni snýst ekki bara um að koma öllu í verk. Það snýst um að koma réttu hlutunum í verk án þess að finna fyrir kulnun.

    Lengd: 1-2 dagar

  • 03 Jhana

    Of margar truflanir

    Vandamál sem margir glíma við í vinnunni eru of margar truflanir.

    Lengd: 5 mín

  • 04 Verkfæri

    Q2 vikuplan

    Ákveðin hegðun gæti verið að halda þér aftur frá því að stjórna tíma þínum á áhrifaríkan hátt. Notaðu þessi ráð til að kveikja hugmyndir um hvernig á að nýta tímann betur og spara orku þína fyrir mikilvægustu forgangsatriðin.

    Lengd: 10 mín

  • 05 Örnám

    Tæknikennsla

    Þegar þú hefur sett upp tímastjórnunarkerfin þín skaltu þróa venjur varðandir tölvupóstinn þinn sem aðstoða þig við að nýta tímann þinn á áhrifaríkan hátt.

    Lengd: 20 mín