Venja 6: Skapaðu samlegð®

Venja skapandi samstarfs

Samlegð merkir „saman er betra en sundur.“ Samlegð er venja skapandi samstarfs. Hún snýr að samvinnu, opnum hug og því ævintýri sem felst í því að finna nýjar lausnir við gömlum vandamálum. En samlegð verður ekki til upp á sitt eigið. Hún krefst ákveðins ferlis þar sem fólk sameinar sína persónulegu reynslu og býður fram sitt allra besta.

Saman getum við náð mun betri árangri. Samlegð hjálpar okkur að uppgötva ýmislegt sem við hefðum ekki uppgötvað upp á okkar eigið. Samlegð er hugmynd um að summan er betri en hlutirnir einir og sér. Einn plús einn er sama og þrír, sex eða sextíu—eða hvað sem er.

Þegar fólk nær raunverulegri tengingu við hvort annað, og eru opin fyrir áhrifum annarra, fá þau aðra innsýn. Getan til að uppgötva nýja nálgun eykst til muna vegna fjölbreytileikans.

Samlegð er drifin áfram af virðingu við fjölbreytileikann. Kanntu raunverulega að meta andlegan og tilfinningalegan fjölbreytileika? Eða vildirðu óska þess að allir væru sammála þér svo að öllum kæmi vel saman? Margir eiga það til að rugla saman einsleika og einingu. Í einu orði er það afburðaleiðinlegt. Fjölbreytileiki ætti alltaf að vera styrkleiki, ekki veikleiki. Fjölbreytileikinn gefur lífinu lit.

Þú veist að þú hefur náð samlegð þegar:

 • Þú hefur breytt um skoðun.
 • Finnur fyrir nýrri orku og spennu.
 • Sérð hlutina á annan hátt.
 • Finnst sambandið hafa breyst.
 • Endar með hugmynd eða niðurstöðu sem er betri en sú hugmynd sem þið byrjuðuð með (3. valkosturinn).
Quote PNG

„Synergy is not the same as compromise. In a compromise, one plus one equals one and a half at best.“

— Dr. Stephen R. Covey

Samlegð í Paragvæ

Frí handbók

9 ráð til að virkja innihaldsrík samtöl

Tileinkaðu þér hagnýtar leiðir til að hlusta eins og leiðtogi og virkja innihaldsrík samtöl.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

7 venjur til árangurs

01

Einblíndu á og bregstu við því sem þú getur stjórnað.

02

Skilgreindu hvað árangur merkir fyrir þig og hvernig þú hyggst ná markmiðum þínum.

03

Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðum þínum í stað þess að bregðast stöðugt við áríðandi verkefnum augnabliksins.

04

Skapaðu árangursríka samvinnu með því að byggja sambönd sem einkennast af ríku trausti.

05

Hafðu áhrif á aðra með því að dýpka skilning þinn á þörfum þeirra og viðhorfum.

06
Venja 6: Skapaðu samlegð®

Þróaðu nýjar lausnir sem hafa áhrif á fjölbreytileikann og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.

07

Auktu hvatningu, orku og jafnvægi milli atvinnu- og einkalífsins með því að gefa þér tíma til endurnýjunar.

0
  0
  Karfan þín
  Karfan þín er tómAftur í bókabúð