Venja 7: Skerptu sögina®

Venja daglegrar endurnýjunar

Þegar við skerpum sögina varðveitum við og styrkjum okkar mikilvægustu eign—okkur sjálf. Það merkir að við þurfum að setja daglega endurnýjun á fjórum sviðum lífs okkar í forgang: líkamlega, félags- og tilfinningalega, huglæga og andlega sviðið.

Þegar þú endurnýjar sjálfa(n) þig á einhverjum þessara fjögurra sviða skaparðu vöxt og hvetur til breytinga í lífi þínu. Þegar þú skerpir sögina geturðu virkjað hinar sex venjurnar. Þú eykur getu þína til að takast á við áskoranirnar í kringum þig. Án þessarar endurnýjunar verður líkaminn veikur, hugurinn vélrænn, tilfinningar hráar, andinn ónæmur og persónan í heild sjálfmiðuð. Það viljum við ekki, er það nokkuð?

Þú getur hugsað vel um andlegu og huglægu hliðina. Eða þú getur farið í gegnum lífið og lítið hugsað um sjálfa(n) þig. Þú getur upplifað áður ófundna orku. Eða þú getur frestað og misst af mikilvægum tækifærum til góðrar heilsu og hreyfingar. Þú getur endurnýjað sjálfa(n) þig og tekist á við hvern dag í fullkomnu jafnvægi. Eða þú getur vaknað sinnulaus á morgnanna. Hver dagur veitir þér nýtt tækifæri til endurnýjunar—tækifæri til að hlaða sjálfa(n) þig í stað þess að brenna út. Og allt sem þú þarft er þrá, þekking og færni.

Góð líðan verður ekki til af sjálfsdáðum

Að lifa lífi jafnvægis þýðir að þú tekur þér tíma til þess að endurnýja sjálfa(n) þig. Þetta snýst allt um þig. Þú getur endurnýjað sjálfa(n) þig í gegnum slökun. Eða þú getur brunnið út með því að vera alltaf á stöðugum yfirsnúningi.

Quote PNG

„Renewal is the principle—and the process—that empowers us to move on an upward spiral of growth and change, of continuous improvement.“

— Dr. Stephen R. Covey

Daglegi persónulegi sigurinn

Frí handbók

7 venjur til árangurs: Öflugur lærdómur til persónulegrar forystu

Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um forystu.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

7 venjur til árangurs

01

Einblíndu á og bregstu við því sem þú getur stjórnað.

02

Skilgreindu hvað árangur merkir fyrir þig og hvernig þú hyggst ná markmiðum þínum.

03

Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðum þínum í stað þess að bregðast stöðugt við áríðandi verkefnum augnabliksins.

04

Skapaðu árangursríka samvinnu með því að byggja sambönd sem einkennast af ríku trausti.

05

Hafðu áhrif á aðra með því að dýpka skilning þinn á þörfum þeirra og viðhorfum.

06

Þróaðu nýjar lausnir sem hafa áhrif á fjölbreytileikann og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.

07
Venja 7: Skerptu sögina®

Auktu hvatningu, orku og jafnvægi milli atvinnu- og einkalífsins með því að gefa þér tíma til endurnýjunar.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð