Venja 1: Vertu virk(ur)®

Venja persónulegrar ábyrgðar

Venja 1: Vertu virk(ur) snýst um að bera ábyrgð á eigin lífi. Virkir einstaklingar átta sig á því að ábyrgðin er þeirra. Þeir kenna ekki kringumstæðum, uppeldi eða aðstæðum um hegðun sína. Þeir vita að þeir geta valið eigin hegðun. Óvirkir einstaklingar (e. reactive) láta hins vegar umhverfið oft hafa áhrif á sig. Þeir kenna utanaðkomandi þáttum um hegðun sína. Ef „veðrið“ er gott, líður þeim vel. Ef svo er ekki hefur það áhrif á frammistöðu þeirra og viðhorf; þeir kenna „veðrinu“ sífellt um.

Allir þessir utanaðkomandi þættir verka sem áreiti sem við getum síðan brugðist við. Milli áreitis og viðbragðs má finna leyndan kraft—við höfum frelsið til þess að velja okkar viðbrögð. Eitt af því mikilvægasta sem við veljum er það sem við segjum. Tungutak okkar er góður mælir á það hvernig við sjáum okkur sjálf.

Virkur einstaklingur notar virkt tungutak—ég get, ég mun, ég vil, o.s.frv. Óvirkur einstaklingur notar óvirkt tungutak—ég get ekki, ég verð, ef bara. Óvirkt fólk trúir því að þau beri ekki ábyrgð á orðum sínum og gjörðum—þau hafi einfaldlega ekkert val.

Virkt fólk einblínir á það sem liggur innan þeirra Áhrifahrings®. Þau sinna því sem þau geta haft áhrif á: heilsuna, börnin, eða vandamál í starfi.

Óvirkt fólk einblínir á Áhyggjuhringinn™— það sem þau geta ekki haft áhrif á: skuldir þjóðarbúsins, hryðjuverkaárásir, eða veðrið. Að vera meðvitaður/meðvituð um þau svæði sem við verjum tíma okkar og orku er stórt skref að raunverulegri virkni.

Frelsið til að velja

Í stað þess að bregðast við eða hafa áhyggjur af því sem ekki er hægt að hafa áhrif á, ver virkt fólk tíma sínum og orku í það sem það getur stjórnað. Vandamálum, áskorunum og tækifærin sem verða á vegi okkar má skipta á tvö svæði—Áhyggjuhringinn og Áhrifahringinn.

Quote PNG

„Ég er ekki kringumstæður mínar, ég er þær ákvarðanir sem ég vel að taka.“

— Dr. Stephen R. Covey

Áhrifahringurinn

Frí handbók

7 venjur til árangurs: öflugur lærdómur til persónulegrar forystu

Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um forystu.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

7 venju til árangurs

01
Venja 1: Vertu virk(ur)®

Einblíndu á og bregstu við því sem þú getur stjórnað.

02

Skilgreindu hvað árangur merkir fyrir þig og hvernig þú hyggst ná markmiðum þínum.

03

Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðum þínum í stað þess að bregðast stöðugt við áríðandi verkefnum augnabliksins.

04

Skapaðu árangursríka samvinnu með því að byggja sambönd sem einkennast af ríku trausti.

05

Hafðu áhrif á aðra með því að dýpka skilning þinn á þörfum þeirra og viðhorfum.

06

Þróaðu nýjar lausnir sem hafa áhrif á fjölbreytileikann og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.

07

Auktu hvatningu, orku og jafnvægi milli atvinnu- og einkalífsins með því að gefa þér tíma til endurnýjunar.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð