Venja 5: Skilja fyrst, miðla síðan®

Venja skilningsríkra samskipta

Samskiptafærni er mikilvægasta færni sem þú getur haft. Þú verð heilu árunum í að læra að lesa, skrifa og tala. En hvað um hlustun? Hvaða þjálfun hefurðu sem veitir þér færnina að hlusta þannig að þú raunverulega skiljir annan einstakling? Líklega enga, ekki satt?

Ef þú ert eins og flestir leitastu eflaust fyrst eftir því að vera skilin(n); þú vilt koma þínu sjónarhorni áleiðis. Með því gætirðu hins vegar verið að hundsa hinn aðilann, þóst vera að hlusta eða beitt valkvæðri hlustun og misst þannig af raunverulegri merkingu þess sem sagt er. Hvers vegna gerist þetta?

Vegna þess að flestir hlusta með þann ásetning að svara, ekki að skilja. Þú hlustar á sjálfa(n) þig á meðan þú ákveður hvað þú ætlar að segja, þær spurningar sem þú ætlar að spyrja o.s.frv. Þú síar allt sem þú heyrir í gegnum eigin lífsreynslu, sem er þitt eiginlega viðmiðunarkerfi. Á sama tíma ákveðurðu hvað hinn aðilinn er að reyna að segja þér áður en hann/hún lýkur við að koma sínu sjónarhorni áleiðis. Hljómar þetta kunnuglega?

Þú gætir verið að segja „Hey! Ég er bara að reyna að tengjast hinum einstaklingnum með því að byggja allt á minni reynslu. Er það í alvöru svona slæmt?“ Í sumum aðstæðum eru sjálfmiðuð svör viðeigandi, til dæmis þegar hinn aðilinn biður þig sérstaklega um að deila eigin sjónarhorni eða ef það er nú þegar mikið traust í sambandinu.

Leitastu fyrst eftir að skilja

Vegna þess að þú hlustar oft á sjálfmiðaðan hátt, áttu það til að svara með eftirfarandi hætti:

  • Gagnrýna:Þú gagnrýnir og ert síðan sammála eða ósammála.
  • Rýna: Þú spyrð spurninga út frá eigin sjónarmiði.
  • Ráðleggja: Þú ráðleggur og býður lausn við vandamálum.
  • Túlka:Þú greinir ásetning og hegðun annarra byggða á eigin reynslu.
Quote PNG

„If I were to summarize in one sentence the single most important principle I have learned in the field of interpersonal relations, it would be this: Seek first to understand, then to be understood.“

— Dr. Stephen R. Covey

Loforð Venjanna 7

Frí handbók

7 venjur til árangurs: öflugur lærdómur til persónulegrar forystu

Virkjaðu tímalaus lögmál árangurs með þessari hagnýtu samantekt úr mest seldu bók allra tíma um forystu.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

7 venjur til árangurs

01

Einblíndu á og bregstu við því sem þú getur stjórnað.

02

Skilgreindu hvað árangur merkir fyrir þig og hvernig þú hyggst ná markmiðum þínum.

03

Forgangsraðaðu og náðu mikilvægustu markmiðum þínum í stað þess að bregðast stöðugt við áríðandi verkefnum augnabliksins.

04

Skapaðu árangursríka samvinnu með því að byggja sambönd sem einkennast af ríku trausti.

05
Venja 5: Skilja fyrst, miðla síðan®

Hafðu áhrif á aðra með því að dýpka skilning þinn á þörfum þeirra og viðhorfum.

06

Þróaðu nýjar lausnir sem hafa áhrif á fjölbreytileikann og fullnægja þörfum allra hagsmunaaðila.

07

Auktu hvatningu, orku og jafnvægi milli atvinnu- og einkalífsins með því að gefa þér tíma til endurnýjunar.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð