Snjöll örnámskeið

Efldu mikilvæga færni hratt og vel.

Um örnámskeiðin

Snjöll örnámskeið FranklinCovey ery námsúrræði sem einblína á færniþætti sem hjálpa nemendum að tileinka sér nýtt hugarfar og árangursríka hegðun með því að fjárfesta aðeins í nokkrum mínútum á viku í nám.

Örnámskeið eru sveigjanleg og samanstanda af stuttum myndböndum, greinum, verkfærum og áskorunum sem eru send út á þriggja vikna tímabili, svo nemendur geta aukið færni á sínum tíma til að hafa varanleg áhrif.

Uppgötvaðu flipinn

„Uppgötvaðu“ síðan á stafrænu þekkingarveitunni veitir nemendum aðgang að örnámskeiðum með færniþætti að leiðarljósi. Nemendur geta gerst áskrifendur að verðlaunaefni með því að smella á „skrá mig“ og fá senda vikulegan fróðleik eftir eigin áskorunum eða áhuga.

360° mat

Nemendur geta skráð sig í örnám byggt á persónulegri 360° færnigreiningu og fengið stuðning við að efla mikilvæga færni með snjallnámi, virkniáskorunum og hagnýtum verkefnum.

Mælaborð stjórnenda

Stjórnendur geta vaktað árangur, haldið utan um hópa og einstaklinga, skráð örnám á notendur á mælaborði stjórnenda. Það tryggir að notendur eru að stunda nám sem er mikilvægt fyrir einstaklinginn, teymið og vinnustaðinn.

Það var einstaklega ánægjulegt að vinna með og útfæra efni Franklin Covey og samtvinna það þjónustustefnu Strætó. Að tryggja tryggð viðskiptavina er mikilvægur þáttur í allri þjónustustjórnun en efnið hentar ekki síður inn í teymi þar sem unnið er með grundvallarþætti samskipta og trausts; samkennd, ábyrgð og örlæti.

 

Sigríður Harðardóttir
Sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs