Skapaðu vinnustað þar sem góðar hugmyndir blómstra

Fjárfestu í menningu þar sem fólk tileinkar sér árangursríkar venjur, traust og fagnar fjölbreytileika — og eflir frammistöðu og hugmyndir annarra.

Stafrænt þekkingarsetur

AllAccessPass – 300+ íslensk námskeið

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku.

Frí handbók

10 samtöl til að byggja upp traust

Að byggja upp menningu trausts hefst með sameiginlegu tungutaki sem samanstendur af einföldum—en öflugum—setningum sem leiðtogar nota til að þakka fyrir, sýna samkennd og veita stuðning.

Okkar nálgun

Við hjá FranklinCovey vinnum stolt að því að vera traustasta leiðtogafyrirtæki í heimi.

Okkar einstaka nálgun sameinar öflugt efni sem byggir á áratugarannsóknum og þróun, teymi sérfræðinga og þjálfara og nýstárlega tækni sem styður og styrkir varanlega hegðunarbreytingu.

 

Gakktu í samstarf við FranklinCovey til að byggja upp menningu árangurs

Við vinnum með ykkur til að byggja menningu trausts, án aðgreiningar, þar sem rými skapast til einlægni og einstaks framlags allra.

 

Lausnirnar okkar leggja grunn að árangursríkum venjum, trausti og virkri þátttöku allra leiðtoga og liðsmanna, sem leiðir til aukinnar helgunar, nýsköpunar og betri rekstrarárangurs.

  • Ræktaðu árangursríkar venjur sem valdeflir fólk til að gera sitt besta.

    Þegar fólk lærir og virkir lögmál árangurs:

    • Upplifir það meiri ábyrgð í eigin vinnu, samböndum og vellíðan.
    • Skipuleggur það eigin vinnu á afkastameiri hátt
    • Nálgast það breytingar með tilfinningagreind og þrauseigju.

    ÁRANGUR: Liðsmenn leggja sitt best af mörkum til að stuðla að mikilvægustu markmiðum vinnustaðarins og efla frammistöðu og hugmyndir samstarfsmanna.

     

  • Skapaðu umhverfi trausts, þar sem fólk vinnur saman með skilvirkari hætti.

    Þegar fólk lærir og eflir menningu trausts:

    • Þróar það sjálfstraust með því að einblína á fjóra grunnþætti trúverðugleika: heilindi, ásetning, getu og árangur.
    • Myndar það sambönd sem byggja á trausti sem stuðlar að hraðari vinnuháttum.
    • Byggir það menningu þar sem fólk þorir að taka áhættur.

    ÁRANGUR: Hraði nýsköðunar og þróunar skilar skapandi niðurstöðum, sem stuðlar að betri árangri.

  • Byggðu menningu án aðgreiningar, þar sem framlag allra er virt og skapandi hugsun dafnar.

    Þegar fólk lærir að þekkja og draga úr hlutdrægni þá:

    • Byggir það upp einlæg sambönd sem byggja á samkennd og forvitni og fagna fjölbreytileikanum.
    • Þegar það tekur eftir hlutdrægni hjá sér eða öðrum þá lærir það að velja hugrekki og skapa öruggt umhverfi fyrir alla.
    • Það byggir upp menningu þar sem öll framlög eru virt og vel metin.

    ÁRANGUR: Góðar hugmyndir koma fram sem eflir skapandi möguleika fjölbreyts vinnuafls. 

Máttur vegferðarinnar

Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá og út — á því hver þú ert og hvernig þú sérð heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.

Kynntu þér þessi dæmu um öflugar lærdómsvegferðir hér fyrir neðan.

Jafnvægi milli vinnu og einkalífs

  • 01 Stafræn vinnustofa

    5 valkostir að framúrskarandi framleiðni og velferð®

    5 valkostir til framúrskarandi framleiðni snýst ekki um að koma alltaf öllu í verk. Það snýst um að koma því mikilvæga í verk án þess að upplifa kulnun.

    Lengd: 1-2 dagar

  • 02 Innsýn

    Grafin lifandi

    Litlar truflanir geta orðið að yfirþyrmandi “möl”, sem kemur í veg fyrir að við getum komið því mikilvæga í verk. Að læra að aðgreina möl frá stórum mikilvægum steinum er fyrsta skrefið í að fjarlægja hana.

    Lengd: 5 mín

  • 03 Sjálfsmat

    Hversu vel nærðu að stjórna eigin vellíðan?

    Notaðu þetta mat til að hjálpa þér að takast á við álag með árangursríkum leiðum og að komast yfir streitu með sjálfsendurnýjun.

    Lengd: 10 mín

  • 04 Lota

    Venja 7: Skerptu sögina®

    Að skerpa sögina þýðir að varðveita og bæta bestu eign sem þú átt – sem ert þú sjálf/ur. Það þýðir að passa upp á jafnvægi sjálfsendurnýjunar á fjórum sviðum lífsins.

    Lengd: 30-60 mín

  • 05 Jhana

    Skapaðu skýr skil milli einka- og atvinnulífs í þessari viku

    Það er mögulega auðveldara en þú heldur að vinna á viðráðanlegum hraða án þess að fórna gæðum.

    Lengd: 10 mín

  • 06 Innsýn

    Vertu betri: Stjórnaðu eigin veðri

    Leyfirðu öðru fólki eða aðstæðum að ákvarða líf þitt?

    Lengd: 5 mín

Sögur viðskiptavina

PepsiCo Food

Að byggja upp samkennd hjá leiðtogum

PepsiCo Foods í Norður-Ameríku leitaði eftir stöðugri leiðtogaþjálfun með efni sem þróaðist í takt við nútímann. Með All Access Pass® á vegum FranklinCovey, hófu þeir CORE leiðtogaáætlun sína til að byggja upp samkennd meðal leiðtoga á öllum stigum vinnustaðarins.

Alþjóðleg ráðningarstofa

Að skapa menningu alhliða vaxtar

Alþjóðleg ráðningarstofa vinnur markvisst að því að skapa forsendur til að bæta vinnustaðarmenningu. Með aðstoð 4 lykilhlutverka leiðtoga™, lærir starfsfólk víðsvegar um heiminn sameiginlegt tungumál og sameiginlegan skilning hvort á öðru.

UnitedHealth Group

Að byggja upp leiðtogahæfni í fjölbreyttu menningarumhverfi

Walter Baumann, eigandi Emerging Leaders verkefnisins fyrir UnitedHealth Group, deilir reynslu sinni af því að nýta All Access Pass® á vegum FranklinCovey til að auka þróun persónulegs framlags og 1. stigs stjórnenda á alþjóðlegum skala. Sjáðu hvernig hann notaði lausnirnar til að þróa leiðtogafærni, virða fjölbreytileikann og auka ánægju þeirra sem tóku þátt í verkefninu.

Mississippi Power

Að virkja menningu forystu og árangurs

Mississippi Power þurfti til að búa sig undir heildsölubreytingar. Afnám hafta á iðnaði þeirra olli róttækum breytingum á því hvernig þeir þjónuðu viðskiptavinum sínum. Sjáðu hvernig þeir innleiða 7 venjur til árangurs® til að byggja upp menningu leiðtoga og árangur á vinnustaðnum.

FranklinCovey All Access Pass®

Fáðu aðgang að efni FranklinCovey, hvar sem er og hvenær sem er – ásamt sérfræðiráðgjöf og tækni sem styður við varanlega hegðunarbreytingar.

Nánar hér