Hlutverk 1:
Byggðu traust
Vertu leiðtogi sem aðrir kjósa að fylgja.
Traust er mikilvægasti þátturinn við að virkja teymi og vinnustaði. Traust er öryggið sem byggir á karakter og hæfni einstaklings eða vinnustaðar. Þegar leiðtogar byggja traust færast þeir frá því að leiða teymi þar sem menning myndast tilviljunarkennt að því að leiða markvisst teymi þar sem menning mikils trausts er sköpuð af ásetningi. Leiðtogar byggja traust með eigin forgöngu og trúverðugleika og móta þannig menningu árangurs innan frá og út. Persónulegur trúverðugleiki þeirra ákvarðar hvering aðrir sjá þá, hvernig samskipti þeirra eru og hvort aðrir kjósi að treysta þeim.
Forysta til framfara
4 grunnþættir trúverðugleika
Heilindi og ásetningur eru grunnur karakters. Hæfni myndast vegna getu og árangurs. Leiðtogar þurfa að virða og virkja alla 4 grunnþætti trúverðugleika til þess að byggja traust hjá sínu teymi.
Forganga á grunni trausts
Sem forgöngumenn varða leiðtogar leið sporgöngumanna að árangri. Temdu þér lykilfærni öflugra leiðtoga.
Menning árangurs
Leiðtogar móta menningu af ásetningi og með persónulegu fordæmi. Skapaðu menningu þíns teymis og leggðu grunninn að árangri allra.
Örvinnustofa
Áhrifarík vinnustofa til aukins árangurs
Markmið: Að varpa ljósi á og efla grunnfærniþætti góðrar forystu. Að leiða teymi til árangurs. Að rækta eigin trúverðugleika og skapa menningu trausts. Að auka árangur eintaklinga, teyma og vinnustaða.
Færniþættir OPM: Þróa aðra. Byggja teymi. Ábyrgð. Stjórnun mannauðs. Samskiptafærni. Ytri meðvitund og skilningur. Lausn ágreinings. Samvinna.
Fyrirkomulag: Hálfur dagur á vettvangi.
Innifalið: Vönduð íslensk handbók og spilastokkur, 360° mat, stafrænn aðgangur að efni og ítarefni.
Markhópur: Efri lög stjórnenda.
Trust is the most important ingredient for building a team. Without trust, there’s nothing.
Kynntu þér nánar
Frí handbók
9 ráð til að virkja innihaldsrík samtöl
Að vera góður í að tjá sig er undirstaða þess að vera góður stjórnandi en árangursrík samskipti snúast í reynd meira um að hlusta á og skilja aðra. Tileinkaðu þér hagnýtar leiðir til að hlusta eins og leiðtögi og virkja þar með innihaldsrík samtöl.rnrnu003c/divu003ernu003c/divu003ernu003c/divu003ernu003c/divu003e
Stafrænt fræðslusetur
All Access Pass®
AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 20 öðrum tungumálum.
Styrkir vegna fræðslu
Fræðslustyrkir stéttafélaga
Nýttu þér fjölmarga valkosti til að sækja styrki í fræðslusjóði á Íslandi.
4 lykilhlutverk leiðtoga®
Traust hefst með karakter og hæfni leiðtogans—og þeim trúverðugleika sem virkjar leiðtoga í að skapa menningu trausts af ásetningi.
Árangursríkir leiðtogar skapa sameiginlega sýn og stefnu og miðla henni á svo sannfærandi hátt að aðrir taka þátt í vegferðinni að árangri.
Það er ekki nóg fyrir leiðtoga að hugsa stórt, heldur þurfa þeir að framkvæma sýn sína og stefnu og ná árangri, með og í gegnum aðra.
Árangursríkir leiðtogar þróa leiðtogahæfni í öðrum og auka frammistöðu með reglulegri endurgjöf og markþjálfun.