Hlutverk 1: Byggðu traust

Vertu leiðtogi sem aðrir kjósa að fylgja.

Traust er mikilvægasti þátturinn við uppbyggingu teyma. Traust er öryggið sem myndast út frá karakter og hæfni manneskju eða vinnustaðar. Þegar leiðtogar byggja traust færast þeir frá því að leiða teymi þar sem menning myndast sjálfkrafa og leiða í staðinn teymi þar sem menning mikils trausts er sköpuð af ásetningi.

Leiðtogar geta byggt traust með því að hraða trúverðugleika sínum og mynda menningu innan frá og út. Persónulegur trúverðugleiki þeirra ákvarðar hvering aðrir sjá þá, hvernig samskipti þeirra eru og hvort aðrir kjósi að treysta þeim.

4 kjarnar trúverðugleika

Heilindi og ásetningur eru grunnur karakters. Hæfni myndast vegna getu og árangurs. Leiðtogar þurfa að sýna alla 4 kjarna trúverðugleika í trausti til þess að byggja traust hjá sínu teymi.

4 kjarnar trúverðugleika í stuttu máli

Heilindi er djúpur heiðarleiki og sannsögli. Heilindi er hver þú ert í raun og veru. Heilindi innihalda samkvæmni, auðmýkt og hugrekki.

 • Samkvæmni merkir að þú lifir í samhljómi við þín dýpstu gildi. Leiðtogar sem hafa samkvæmni gera það sem þeir segjast ætla að gera.
 • Auðmýkt merkir að þú stendur með lögmálum þínum, sérstaklega þegar þú stendur frammi fyrir mótlæti. Leiðtogar sem hafa auðmýkt hugsa um hvað er rétt frekar en að hafa rétt fyrir sér.
 • Hugrekki merkir að þú bregst við á grundvelli lögmála. Leiðtogar sem hafa hugrekki gera það rétta í stöðunni—sérstaklega þegar það er erfitt.

Ásetningur er grundvallarmótíf og ásetningur og sú hegðun sem fylgir.

 • Mótífið sem hvetur til raunverulegs trausts snýst um umhyggju—í garð fólks, gilda þinna og gæða vinnu þinnar.
 • Ásetningurinn sem hvetur til raunverulegs trausts er að leita sameiginlegs hagnaðar—að vilja það besta fyrir alla sem eiga í hlut.
 • Hegðunin sem skapar trúverðugleika er að bregðast þannig við að allir græði.

Hæfir einstaklingar og vinnustaðir hvetja til trausts. Geta er hæfni þín að ná árangri og inniheldur hæfileika þína, viðhorf, færni, þekkingu og stíl.

 • Hæfileikar: Hverjir eru þínir einstöku styrkleikar?
 • Viðhorf: Nálgastu starf þitt af orku og með þann ásetning að leggja þitt besta af mörkum?
 • Færni: Bætirðu stöðugt nýrri kunnáttu við núverandi færni þína?
 • Þekking: Hvað gerirðu til þess að læra meira?
 • Stíll: Greiðir stíll þinn leiðina eða kemur hann í veg fyrir árangur?

Árangur skiptir máli! Hann hefur gríðarleg áhrif á trúverðugleika þinn. Fólk metur árangur þinn og frammistöðu á þremur lykilvísum: fyrri frammistaða, núverandi frammistaða og þeirrar frammistöðu sem vænst er.

 • Fyrri frammistaða: Mannorð þitt og afrekaskrá í samhengi við árangur, ekki bara athafnir.
 • Núverandi frammistaða: Að ná árangri núna, og lifa ekki eftir fyrri frammistöðu.
 • Frammistaða sem vænst er: Hvernig fólk telur að þú munir standa þig í framtíðinni byggt á fyrri og núverandi árangri.
Quote PNG

Trust is the most important ingredient for building a team. Without trust, there’s nothing.

— Pasquale Scaturro

Frí handbók

9 ráð til að virkja innihaldsrík samtöl

Að vera góður í að tjá sig er undirstaða þess að vera góður stjórnandi en árangursrík samskipti snúast í reynd meira um að hlusta á og skilja aðra. Tileinkaðu þér hagnýtar leiðir til að hlusta eins og leiðtögi og virkja þar með innihaldsrík samtöl.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

4 lykilhlutverk leiðtoga®

01

Traust hefst með karakter og hæfni leiðtogans—og þeim trúverðugleika sem virkjar leiðtoga í að skapa menningu trausts af ásetningi.

02

Árangursríkir leiðtogar skapa sameiginlega sýn og stefnu og miðla henni á svo sannfærandi hátt að aðrir taka þátt í vegferðinni að árangri.

03

Það er ekki nóg fyrir leiðtoga að hugsa stórt, heldur þurfa þeir að framkvæma sýn sína og stefnu og ná árangri, með og í gegnum aðra.

04

Árangursríkir leiðtogar þróa leiðtogahæfni í öðrum og auka frammistöðu með reglulegri endurgjöf og markþjálfun.

0
  0
  Karfan þín
  Karfan þín er tómAftur í bókabúð