Description

3.990 kr.
7 venjur fyrir káta krakka eftir Sean Covey.
Í Eikarbæ er alltaf fjör. Hvort sem þú ert að spila fótbolta við Kvik Kanínu eða í garðvinnu með Lilju Skunk, allir eru góðir vinir sem eru sífellt að læra eitthvað nýtt. Þessar sjö fallega myndskreyttu sögur útskýra hvernig venjurnar 7 geta hjálpað okkur. Í gegnum krúttlegar persónur og skemmtilegar sögur kennir þessi bók börnum tímalaus gildi sem einnig koma fram í The 7 Habits of Highly Effective People. Börnin komast að því hvernig þau geta tekið við stjórninni í sínu lífi og afhverju jafnvægi er mikilvægt. Komdu með í Eikarbæ þar sem allir krakkar geta verið kátir krakkar, líka þú!
Íslensk þýðing: Erna Jóhannesdóttir