Leiðtoga Akademía 1

AÐ LEIÐA ÞIG TIL ÁRANGURS

Hvað er innifalið?

Ræktaðu venjur árangurs til persónulegrar forystu og efldu þá færni sem þarf til þess að ná aukinni frammistöðu í lífi og starfi.

Ársáskrift ISK 99 þús

99þús

Áskrift í 1 ár

13+

Námskeið

13CEU

Endurmenntunareiningar

28klst

af sjálfmiðuðu námi

Algengar spurningar um LeiðtogaAkademíuna

  • Hversu lengi gildir áskriftin?

    Hver áskrift er virk í heilt ár frá því aðgangur þinn að LeiðtogaAkademíu FranklinCovey er virkjaður.

  • Hvar get ég nálgast styrki?

    Allir sem borga í stéttarfélag eiga rétt á niðurgreiðslu eða fullum styrk úr endurmenntunarsjóðum. Þú getur nálgast nánari upplýsingar hér.

  • Er hægt að sækja bara eitt námskeið?

    Við höfum sett saman fjórar vegferðir sem þjóna einstökum markmiðum – að leiða þig, að leiða aðra, að leiða teymi og að leiða vinnustaði. Öll okkar helstu námskeið eru hluti af hverri vegferð og við hvetjum fólk til að velja þann pakka sem hentar þeirra markmiðum best. Því er ekki í boði að sækja eitt tiltekið námskeið heldur samansafn af efni sem ræktar ákveðinn færniþátt.

  • Geta fleiri en einn notað aðganginn?

    Hver aðgangur er aðeins ætlaður til einstaklings notkunar.

  • Hvernig rágjöf á ég rétt á?

    Þú hefur aðgang að AAP ráðgjafa (e. implementation strategist) sem er til taks til að aðstoða notendur og leiðbeina í gegn um tölvupóst.

  • Mun áskriftin endurnýjast sjálfkrafa?

    Aðgangurinn lokast eftir eitt ár nema að samið verði um annað.

  • Hvernig sæki ég endurmenntunareiningar?

    Í lok hvers áfanga þá kemur upp valkostur að sækja CEU einingar (alþjóðlegar endurmenntunareiningar) þar sem notandi getur sótt um viðurkenningarskjal. Þetta ferli tekur nokkra daga upp í tvær vikur á meðan farið er yfir hvort að lokið hafi verið við allar æfingar, spurningar og áhorf til að uppfylla skilyrði um CEU.

  • Má ég nota efnið til kennslu?

    LeiðtogaAkademía FranklinCovey er persónuleg áskrift ætluð til einstaklingsnotknunar. Allt efni FranklinCovey er höfundaréttarvarið og óheimilt er að dreifa því án leyfis.  Við þjálfum þjálfara vinnustaða með áskrift að AllAccessPass fyrir vinnustaði – nánar hér.

All Access Pass fyrir vinnustaði og leiðtoga á öllum stigum

All Access Pass FranklinCovey (AAP) veitir framúrskarandi sveigjanleika, virði og áhrif fyrir vinnustaði sem vilja efla leiðtoga og færni starfsmanna til að ná vaxandi árangri.

Kynntu þér nánar All Access Pass fyrir vinnustaði

Þú gætir líka haft áhuga á: