Hlutverk 4:
Virkja hæfileika
Að virkja forystu annarra.
Árangursríkir leiðtogar þróa leiðtogahæfni starfsmanna og auka frammistöðu með stöðugri endurgjöf og markþjálfun. Þegar leiðtogar virkja hæfileika færast þeir frá því að leysa vandamál með skipunum að því að þróa aðra leiðtoga og rækta þannig getu liðsmanna.
Leiðtogar virkja hæfileika með því að nota endurgjöf, virkja markþjálfunarfærni og innleiða markþjálfunarramma (e. Coaching Framework).
- Endurgjöf: Regluleg endurgjöf er árangursrík leið til að styrkja góða frammistöðu, byggja menningu teymis af ásetningi og auka frammistöðu liðsmanna.
- Markþjálfunarfærni: Lykilfærni við markþjálfun má skipta í þrennt: að hlusta, spyrja og viðurkenna. Þessi færni hjálpar leiðtogum að setja dagskrá sína til hliðar, skoða valmöguleika og byggja getu.
- Markþjálfunarrammi: Markþjálfunarramminn hefst með einstaklingsbundnum undirbúningi og byggir svo á samvinnu markþjálfa og þess sem hlýtur þjálfunina þar sem þeir fara í gegnum fjögur skref. skýra, læra, kanna og skuldbinda.
Heildstætt viðhorf til einstaklingsins
Árangursríkir leiðtogar hafa heildstætt viðhorf til einstaklinga. Þeir hafa markþjálfunarhugarfar sem snýr að því að hvetja aðra til að finna lausnir upp á eigin spýtur í stað þess að beita skipunum.
- Líkami: Laun, hlunnindi, viðunandi vinnuaðstæður.
- Hugur: Áskoranir og áhugaverð verkefni.
- Hjarta: Sambönd og tengsl.
- Andi: Tilgangur og hlutverk.
Leadership is communicating to people their worth and potential so clearly they come to see it in themselves.
Áhrifarík vinnustofa til aukins árangurs
Markmið: Að sameina teymi um sannfærandi framtíðarsýn og stefn. Að varpa ljósi á og efla grunnfærniþætti góðrar forystu. Að leiða teymi til árangurs. Að auka árangur einstaklinga, teyma og vinnustaða.
Færniþættir OPM: Stefnumótandi hugsun. Framtíðarsýn. Virkja aðra. Byggja teymi. Samskiptafærni. Ytri meðvitund og skilningur. Samvinna.
Fyrirkomulag: Hálfur dagur á vettvangi.
Innifalið: Vönduð íslensk handbók og spilastokkur, 360° mat, stafrænn aðgangur að efni og ítarefni.
Markhópur: Efri lög stjórnenda.
Kynntu þér nánar
Frí handbók
Að miðla upplýsingum um breytingar
Allar breytingar fela í sér röskun en stjórnendur geta lágmarkað þessi áhrif með árangursríkum samskiptum.
Stafrænt fræðslusetur
All Access Pass®
AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.
Fræðslusjóðir
Styrkir vegna fræðslu
Nýttu þér fjölmarga valkosti til að sækja styrki í fræðslusjóði á Íslan
4 lykilhlutverk leiðtoga®
Traust hefst með karakter og hæfni leiðtogans—og þeim trúverðugleika sem virkjar leiðtoga í að skapa menningu trausts af ásetningi.
Árangursríkir leiðtogar skapa sameiginlega sýn og stefnu og miðla henni á svo sannfærandi hátt að aðrir taka þátt í vegferðinni að árangri.
Það er ekki nóg fyrir leiðtoga að hugsa stórt, heldur þurfa þeir að framkvæma sýn sína og stefnu og ná árangri, með og í gegnum aðra.
Árangursríkir leiðtogar þróa leiðtogahæfni í öðrum og auka frammistöðu með reglulegri endurgjöf og markþjálfun.