Samskipti og samvinna
Bættu samskipti og samvinnu hjá öllum
Að vita hvernig á að deila hugmyndum, skilja aðra og veita hjálplega endurgjöf er nauðsynleg færni á nútímavinnustað. En með öllum þeim samskiptaaðferðum sem við erum með í dag, geta samskipti á vinnustað orðið erfið eða venjubundin og fólk upplifir þau yfirþyrmandi.
Þegar við höfum betri samskipti skiljum við hvert annað betur. Þegar við skiljum hvort annað betur vinnum við betur saman. Og þegar við vinnum betur saman náum við betri árangri. Ásamt því þá eflum við tengsl okkar og byggjum upp traust á vinnustaðnum.
Frá orðum til líkamstjáningu til skriflegra samskiptahæfileika, allir hafa sína styrkleika og svæði sem þarf að bæta. FranklinCovey sameinar efni sem byggir á lögmálum, sérfræðiráðgjöf og nýstárlegri tækni sem hjálpar öllum að þróa þá getu sem þeir þurfa til að bæta samskipti á vinnustaðnum öllum.
Lykilatriði fyrir samskipta- og samvinnufærni
Þegar einstaklingar styrkja þessa mannlegu þætti þá leggja þeir grunn að betra samstarfi.
Að skrifa
Skrifar á skýran, hnitmiðaðan og læsilegan háttAð hlusta
Hlustar á skoðanir og áhyggjur annarraAð kynna
Getur haldið kynningar og haft samskipti á áhrifaríkan hátt í opinberum aðstæðumAð eiga erfið samtöl
Byrjar og nálgast efið samtöl með fyrirbyggjandi hættiAð stjórna fundum
Setur skýr og sértæk markmið fyrir verkefni með væntingar um viðeigandi ábyrgðAð gefa og þiggja endurgjöf
Veitir hjálplega og nákvæma endurgjöfStjórna verkefnum
Setur nákvæm markmið fyrir verkefni og er með skýrar væntingarFrí handbók
6 leiðir til að byggja traust
Nýttu þér eftirfarandi safn af góðum starfsvenjum FranklinCovey til að byggja upp traust og hvetja þannig teymi til að ná markmiðum árangurs. Á sama tíma má stuðla að faglegri þróun fólks, aukinni framleiðni þess og helgun í starfi.
Námskeið
7 venjur til árangurs™
7 venjur til árangurs er einnig sannreynt kerfi sem stuðlar að bættum árangri innan teyma. Þátttakendur auka helgun, starfsanda og samvinnu. Teymi munu ganga frá borði með betri samskiptafærni og bætt sambönd.
Máttur vegferðarinnar
Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.
Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.