Fjölbreytileiki og þátttaka

Efldu liðsmenn til að byggja menningu án aðgreiningar.

Skapaðu menningu án aðgreiningar

Fjölbreytileiki á vinnustað er nauðsynlegur fyrir velgengni. Fjölbreyttur hópur með ólíka hæfileika býður upp á ólík sjónarmið, hugmyndir og styrkleika. En menning án aðgreiningar krefst umhverfis þar sem öllum finnst þeir tilheyra og öll framlög eru nýtt.

Til að hlúa að menningu án aðgreiningar verður hver einstaklingur að skilja eigin hlutdrægni, sem getur takmarkað möguleika þeirra og annarra í kringum þá. Menning án aðgreiningar krefst samkenndar, auðmýktar, aðlögunarhæfni og sanngjarnrar og virðingarfullrar meðferðar í umhverfi þar sem hver einstaklingur er séður, heyrður, skilinn og metinn.

Allir vinnustaðir getur þróað fjölbreytileika og þátttöku án aðgreiningar sem styður árangur einstaklinga og vinnustaðarins. FranklinCovey sameinar efni sem byggir á lögmálum, sérfræðiráðgjöf og nýstárlegri tækni sem mun hjálpa liðsmönnum að greina eigin hlutdrægni og efla þátttöku allra.

Lykilhæfni til að efla fjölbreytileika

Þú getur byggt sterka menningu á vinnustað með því að fagna fjölbreytileikanum og virða framlag allra.

Að bera kennsl á hlutdrægni

Lærir að greina þegar hugsanir og aðstæður verða fyrir áhrifum af hlutdrægni

Að draga úr hlutdrægni

Viðheldur sanngjörnum starfsháttum varðandi ráðningar, úthlutun, endurgjöf og önnur leiðtogaverkefni

Vinna þvert á menningarheima og bakgrunn

Aðlagar menningu teymisins til að koma til móts við bakgrunn og þarfir allra liðsmanna

Að rækta tilfinningu um að tilheyra

Ræktar fjölbreytta menningu þar sem allir tilheyra.

Frí handbók

100+ öflugar spurningar til að bæta 1&1 samtöl

Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnenda er að taka stöðuna reglulega með hverjum og einum. Með „1&1“ samtölum gefst tækifæri til að vakta framvindu verka, taka stöðuna á mikilvægum málum og koma auga á tækifæri.  Mikilvægt er að hitta starfsmenn reglulega í dagsins önn og taka öflug samtöl til að tryggja áframhaldandi árangur og helgun.

Námskeið

Ómeðvituð hlutdrægni: Leystu hæfileika þína úr læðingi™

Þegar þú hvetur leiðtoga og liðsmenn til að bregðast við hlutdrægni bætirðu líðan starfsfólksins þíns og eykur frammistöðu á vinnustaðnum öllum.

Sögur viðskiptavina

UnitedHealth Group

Að byggja upp leiðtogahæfni í fjölbreyttu menningarumhverfi

Læra meira

PepsiCo Food

Að byggja upp samkennd hjá leiðtogum

Læra meira

Máttur vegferðarinnar

Varanleg breyting á hegðun hefst innan frá — á því hver við erum og hvernig við sjáum heiminn sem yfirfærist á hvernig við virkjum og leiðum aðra. Vegferðir okkar sameina öflugt efni, teymi sérfræðinga, kraftmikinn vettvang og öfluga tækni sem hjálpar fólki að breyta bæði hugarfari sínu og hegðun.

Kynntu þér dæmi um öflugar lærdómsvegferðir hér að neðan.

Að skilja og bregðast við ómeðvitaðri hlutdrægni

  • 01 Stafræn vinnustofa

    Ómeðvituð hlutdrægni: Náðu tökum á fordómum og leystu úr læðingi hæfileika.™

    Ómeðvituð hlutdrægni vísar til hvernig heilinn okkar vinnur úr of mikið af upplýsingum sem getur hindrað frammistöðu okkar og leitt til slæmrar ákvöðrunartöku. Að hjálpa leiðtogum og liðsmönnum að þekkja hlutdrægni hjálpar þeim að blómstra og bætir frammistöðu á vinnustaðnum.

    Lengd: 1 dagur

  • 02 Jhana

    7 algengar ranghugmyndir um ómeðvitaða hlutdrægni

    Hlutdrægni á sér stað hjá öllum í öllum. Þegar þú ert fær um að koma auga á hvar þú ert með hlutdrægni þá geturðu notað sérstakar aðferðir til að leiðrétta hana.

    Lengd: 10 mín

  • 03 Jhana

    Níu leiðir til að hlusta og rækta samkennd hjá samstarfsfélögum

    Með öflugustu leiðum til að forðast hlutdrægar skoðanir er að kynnast fólki og læra um þau.

    Lengd: 10 mín

  • 04 10 mínútna verkefni

    Efldu hugmynd þess sem fær sjaldan orðið

    Við viljum öll trúa því að bestu hugmyndirnar blómstri á okkar vinnustað. En er það þannig?

    Lengd: 10 mín

  • 05 Lausn

    Traust í samböndum

    Byggðu upp traust með teyminu þínu og bættu árangur. Finndu út hvernig á að leysa ágreining, styðja aðra, bæta viðskiptasambönd og auka hraða þinn á markaði, allt á sama tíma!

    Lengd: 30-60 mín