Fjölbreytileiki og þátttaka
Skapaðu menningu án aðgreiningar
Fjölbreytileiki á vinnustað er nauðsynlegur fyrir velgengni. Fjölbreyttur hópur með ólíka hæfileika býður upp á ólík sjónarmið, hugmyndir og styrkleika. En menning án aðgreiningar krefst umhverfis þar sem öllum finnst þeir tilheyra og öll framlög eru nýtt.
Til að hlúa að menningu án aðgreiningar verður hver einstaklingur að skilja eigin hlutdrægni, sem getur takmarkað möguleika þeirra og annarra í kringum þá. Menning án aðgreiningar krefst samkenndar, auðmýktar, aðlögunarhæfni og sanngjarnrar og virðingarfullrar meðferðar í umhverfi þar sem hver einstaklingur er séður, heyrður, skilinn og metinn.
Allir vinnustaðir getur þróað fjölbreytileika og þátttöku án aðgreiningar sem styður árangur einstaklinga og vinnustaðarins. FranklinCovey sameinar efni sem byggir á lögmálum, sérfræðiráðgjöf og nýstárlegri tækni sem mun hjálpa liðsmönnum að greina eigin hlutdrægni og efla þátttöku allra.
Lykilhæfni til að efla fjölbreytileika
Þú getur byggt sterka menningu á vinnustað með því að fagna fjölbreytileikanum og virða framlag allra.
Að bera kennsl á hlutdrægni
Lærir að greina þegar hugsanir og aðstæður verða fyrir áhrifum af hlutdrægniAð draga úr hlutdrægni
Viðheldur sanngjörnum starfsháttum varðandi ráðningar, úthlutun, endurgjöf og önnur leiðtogaverkefniVinna þvert á menningarheima og bakgrunn
Aðlagar menningu teymisins til að koma til móts við bakgrunn og þarfir allra liðsmannaAð rækta tilfinningu um að tilheyra
Ræktar fjölbreytta menningu þar sem allir tilheyra.Frí handbók
100+ öflugar spurningar til að bæta 1&1 samtöl
Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnenda er að taka stöðuna reglulega með hverjum og einum. Með „1&1“ samtölum gefst tækifæri til að vakta framvindu verka, taka stöðuna á mikilvægum málum og koma auga á tækifæri. Mikilvægt er að hitta starfsmenn reglulega í dagsins önn og taka öflug samtöl til að tryggja áframhaldandi árangur og helgun.
Námskeið
Ómeðvituð hlutdrægni: Leystu hæfileika þína úr læðingi™
Þegar þú hvetur leiðtoga og liðsmenn til að bregðast við hlutdrægni bætirðu líðan starfsfólksins þíns og eykur frammistöðu á vinnustaðnum öllum.