Undirbúðu þig til að ná árangri
Til hamingju með nýja ábyrgðarstöðu þína sem stjórnandi! Þér kann að finnast þetta nokkuð yfirþyrmandi og þú kannt að vera hrædd(ur) um að mistakast og eflaust ekki 100% viss um það sem þú ert að gera. Hafðu ekki áhyggjur, þetta er eðlilegt.
Þú getur undirbúið þig til að ná árangri með því að ræða við nokkra reynda stjórnendur. Bjóddu þeim í kaffi eða hádegisverð og óskaðu eftir góðum ráðum eða endurgöf. Spurðu þau um áskoranir þeirra og hvað það er sem er gefandi við starf þeirra, mistökin sem þau hafa gert og hvernig þau taka á erfiðum málum.
Hafðu engar áhyggjur ef þú hefur ekki aðgang að stjórnendum – þú sjálf(ur) getur haft mest áhrif á árangur þinn. Reyndu að skilgreina hvers konar leiðtogi þú vilt verða:
- Hvaða eiginleikum finnst þér að leiðtogi ætti að búa yfir? Ef til vill einhver sem hlustar og setur skýrar væntingar. Kannski einhver sem þjálfar og leysir möguleika úr læðingi.
- Hvað mislíkar þér í fari sumra leiðtoga? Ef til vill fólk sem örstjórnar eða sem heldur mismikið upp á starfsfólk sitt.
- Hvaða hegðun viltu endurtaka eða forðast? Ef til vill viltu eiga regluleg einkasamtöl með hverjum liðsmanni eða forðast að deila hugmyndum þínum þar til allir hafa deilt sínum.
Að vera leiðtogi getur virst erfitt en ef þú hrindir stöðugt í framkvæmd einni aðgerð í hverri viku, mun vinna þín skila árangri til langs tíma.
Að leiða teymi krefst annars konar færni en að vinna sem almennur starfskraftur. Til að ná árangri frammi fyrir nýjum áskorunum þurfa fyrsta stigs stjórnendur að breyta hugsun sinni og hegðun.