5 valkostir til framúrskarandi framleiðni®

Stjórnaðu athygli, ákvörðunum og orku til aukins árangurs einstaklinga og vinnustaða.

Að auka framleiðni einstaklinga, teyma og vinnustaða á mælanlegan hátt.

Þetta snýst ekki um að koma öllu í verk, heldur að koma réttu hlutunum í verk án þess að brenna út. 5 valkostir til framúrskarandi framleiðni® er lausn sem sameinar tímalaus lögmál og rannsóknir í taugavísindum til þess að ná betur tökum á ákvörðunum, athygli og orku þinni.

Þátttakendur læra að taka mikilvægari, áhrifameiri ákvarðanir um tímastjórnun, orku og athygli.

Tímastjórnun ein og sér er ekki nóg. Ákvarðana-, athyglis- og orkustjórnun er einnig gífurlega mikilvæg til þess að ná framúrskarandi framleiðni.

5 valkostir til framúrskarandi framleiðni: Grafinn lifandi

1

Sinntu því mikilvæga, ekki láta stjórnast af áreiti®

Aðgreindu það mikilvægasta frá því sem er áríðandi og auktu eiginleika þinn að einblína á mikilvægustu atriðin í miðjum hvirfilvindi truflana.

2

Vertu framúrskarandi, ekki sætta þig við meðalmennsku®

Beindu ákvarðanatöku að ramma árangurs í mikilvægustu hlutverkum þínum.

3

Skipuleggðu stóru steinana, ekki róta í mölinni®

Notaðu þau ráð og tól sem þér eru gefin til þess að ráðstafa forgangsatriðunum frekar en að forgangsraða dagskránni þinni. Náðu að framkvæma mikilvægustu markmiðin þín með framúrskarandi árangri.

4

Stjórnaðu tækninni, ekki láta hana stjórna þér®

Láttu tæknina vinna þér í hag, ekki gegn þér, og breyttu henni í stöðuga uppsprettu framúrskarandi framleiðni.

5

Kyntu eldinn, ekki brenna út®

Auktu orku þína til að hugsa skýrt, taka réttar ákvarðanir og finna að þú hafir náð árangri í lok hvers dags.

Stjórnaðu ákvörðunum þínum, athygli og orku

Ofhleðsla ákvarðana

Ofhleðsla upplýsinga hefur gríðarlega slæm áhrif á framleiðni okkar.

Áður tókum við einungis nokkrar mikilvægar ákvarðanir á hverjum degi, með ótakmörkuðu flæði upplýsinga og stöðugum samskiptum en nú þurfum við að taka stöðugt ákvarðanir yfir allan daginn. Við stoppum ekki til að hugleiða virði þessara ákvarðana, við bregðumst einfaldlega bara við. Við missum af mikilvægustu forgangsatriðunum.

Athygli okkar er ógnað

Meðalstarfsmaður á skrifstofu nær einungis þriggja mínútna vinnu áður en hann finnur fyrir truflun. Heilinn okkar verður sífellt fyrir truflun og eiginleikinn til að hugsa týnist vegna þarfarinnar að bregðast við. Við höfum færst frá tímum líkamlegrar vinnu að andlegri vinnu. Núna, þegar við þurfum hugann okkar sem mest er eiginleika okkar til að hugsa stöðugt ógnað.

Krísa vegna lágs orkustigs

Pressan að taka góðar ákvarðanir á meðan athygli okkar er ógnað er afar þreytandi. Við mætum til starfa orkulaus og óhelguð. Við getum ekki gert okkar besta, jafnvel þó við viljum það.

Fyrirkomulag vinnustofu

Veganesti á lífsins leið

Markhópur

Alllir starfsmenn á öllum stigum vinnustaðarins. Margir vinnustaðir nýta þessa vinnustofu sem mikilvægan hlekk í mótun heilbrigðra starfshátta og framkvæmd stefnu.

Tímalengd

Vinnustofa á vettvangi er samtals 8 klst. Oft kennt á 2 hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 8 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.

Innifalið

Vönduð innbundin kennslugögn. Leiðarvísir fyrir tækni og fjarskipti. 360° mat með persónulegum skýrslum hvers og eins auk samantekt fyrir hópinn. Stafrænn aðgangur að námsefni og ítarefni með áskrift að AllAccessPass.

Quote PNG

The 5 Choices provides new, exciting, and above all, practical insights that can help you cope with your overwhelming workload and realize your full potential, in and out of work.

— DR. HEIDI GRANT HALVORSON, PH.D., ASSOCIATE DIRECTOR, THE NEUROLEADERSHIP INSTITUTE

Frí handbók

Tímastjórnun: 7 ráð til að sinna því sem skiptir mestu máli

Fólk ætti að verja meiri tíma á langtímamarkmiðin. Við getum hjálpað.

Skoða viðburði

Lærðu að ná mikilvægustu markmiðunum á vinnustofu hjá okkur.

Verðu tíma þínum, athygli og orku í mikilvægustu forgangsatriðin og lærðu að nýta lögmál árangurs.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og efni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Fjarnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

PepsiCo

Að rækta samkennd í leiðtogum á vinnustaðnum öllum

PepsiCo Foods í Norður-Ameríku þurftu á stöðugri leiðtogaþjálfun að halda sem innihélt efni sem þróaðist með tímanum. Með því að nýta efni úr All Access Pass® á vegum FranklinCovey, gátu þeir hleypt af stokkunum CORE forystuverkefninu sem sneri að því að rækta samkennd í leiðtogum á öllum stigum vinnustaðarins. Smelltu hér til að sjá rannsóknina í heild.

Vibe Group

Lærdómur og þróun

Vibe Group er sívaxandi ráðgjafafyrirtæki sem einblínir á upplýsingatækni. Vibe Group var stofnað árið 2011 og í dag eru  300+ innri og 1,000 ytri starfsmenn sem starfa á vegum fyrirtækisins. Sjáðu hvernig þeir unnu með FranklinCovey til að auka lærdóm og þróun innan vinnustaðarins til þess að styðja þennan hraða vöxt. Smelltu hér til að sjá rannsóknina í heild.

SM Energy

Að skapa menningu persónulegrar forystu

SM Energy einblínir á að auka helgun og viðhalda færni með því að skapa menningu persónulegrar forystu. Með því að nýta All Access Pass® tala leiðtogar nýtt tungumál, þeir skapa sambönd þar sem samstarf er virt og ræða opinskátt hvernig þeir geta náð markmiðum sínum á árangursríkari hátt.

Alþjóðleg ráðningarstofa

Að skapa menningu alhliða vaxtar

Alþjóðleg ráðningarstofa vinnur markvisst að því að skapa forsendur til að bæta vinnustaðarmenningu. Með aðstoð 4 lykilhlutverka leiðtoga™, lærir starfsfólk víðsvegar um heiminn sameiginlegt tungumál og sameiginlegan skilning hvort á öðru.