Sumargleði FranklinCovey – Bjótum blað í færni til framtíðar!

Innblástur, gleði og innsýn með góðum gestum á Kjarvalsstöðum

19. júní síðastliðinn stóð FranklinCovey á Íslandi fyrir sumargleði á Kjarvalsstöðum fyrir hóp af vinum og viðskiptavinum sínum þar sem framtíð vinnustaða og vinnumenningar var í brennidepli – með áherslu á mannleg gildi á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og umróts á alþjóðasviðinu.   

Með góðum gestum, léttum veitingum og áhugaverðum umræðum var sjónum beint að því hvernig vinnustaðir geta brugðist við breyttum kröfum framtíðarinnar. Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey, leiddi dagskrána með skýrum skilaboðum: „Færni eins og leiðtogahæfni, tilfinningagreind og samstarfshæfni verður ekki síður mikilvæg – heldur mikilvægari – þegar gervigreindin tekur stærri sess.“ 

Framúrskarandi gestir  

Við fengum framúrskarandi gesti úr röðum samstarfsaðila FranklinCovey til að deila sinni reynslu af því hvernig byggja má upp árángursríka menningu og rækta fólkið sitt og segja okkur hvað virkar þegar þarf að byggja upp traust, skýrleika og tilgang en öll hafa þau gríðarlega reynslu af því að leiða fram breytingar og ná árangri.
 
 Frá Alvotech komu fram Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri, ásamt Jenný Sif Steingrímsdóttur, Mannauðsstjóra og Guðrúnu Ólafíu Tómasdóttur forstöðumanni á mannauðssviði. Frá Byko kom Sigurður Pálsson forstjóri og frá TR kom Huld Magnúsdóttir forstjóri.
Þau eiga það öll samieginlegt að hafa nýtt sér lausnir og þjálfun frá FranklinCovey í sinni vegferð.   

 
Auðbjörg Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá FranklinCovey ræddi um hversu áhrifamikið efni og aðferðir FranklinCovey reynast við að byggja upp menningu samstarfs og árangurs með sérstaka áherslu á 7 venjur til árangurs sem hún þekkir vel af eigin raun frá því þegar hún kenndi efnið sem innri þjálfari hjá Marel og Controlant í sínum fyrri störfum. Í haust er væntanleg ný uppfærsla á 7 venjum. „Ég hlakka til að kynna fyrir ykkur nýja efnið og hjálpa ykkur að að nýta þau tæki og tól sem verkfærakista FranklinCovey hefur upp á að bjóða til að skapa sameiginlegt tungumál trausts og árangurs ”

Viðburðurinn var gagnlegur og lifandi – og gestir tóku með sér bæði hugmyndir, innsýn  og innblástur inn í sumarið auk þess að vera leystir út með veglegri sumargjöf, lesefni og Origami þraut sem áminningu um að velja í dag að vera leiðtogi sem brýtur blað í færni til framtíðar.
 
Við viljum nota tækifærið til að þakka gestafyrirlesurum okkar fyrir frábær erindi og öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar kærlega fyrir samveruna.