Röskun (e. disruption)

Straumhvörf: Uppstokkun til áhrifa

Truflun samtímans er ekki ógnin.  Mótstaða við breytingar er ógnin.

Í óstöðugleika nútímans er röskun ekki lengur einstakt fyrirbæri; hún er stöðugur veruleiki. Markaðsbreytingar, ný heimsmynd, ný tækni á borð við gervigreind og uppstokkun innan skipulagsheilda geta átt sér stað á einni nóttu, en það er einmitt öflug leiðtogafærni sem breytir þessari óvissu í skýrleika og gerir stjórnendum kleift að taka árangursríkar, afdrifaríkar ákvarðanir undir álagi.

Disrupt Everything: Innovate for Impact býr leiðtoga undir að takast á við erfiðustu áskoranir og dafna vegna þeirra. Með einföldu, fjögurra þrepa líkani, Hringrás straumhvarfa (Greina, Breyta, Uppskera, Fínstilla), geta leiðtogar kveikt í nýsköpun teyma og tekið skynsamlegri og hraðari ákvarðanir sem skapa árangur — jafnvel þegar leikreglurnar breytast á einni nóttu.

Hringrás straumhvarfa

Hringrás straumhvarfa er einfalt ferli í fjórum skrefum sem leiðtogar geta beitt á hvaða röskun sem er til að leggja grunn að framvindu.

Greina: Sjáðu röskunina skýrt með því að ögra forsendum og greina bæði áhættu og tækifæri.

Aðlaga: Leiddu sjálfa(n) þig og aðra í gegnum röskunina með því að virkja bæði sýnilegan og ósýnilegan styrk.

Afreka: Umbreyttu hugmyndum í aðgerðir með skjótum, áhættulittlum tilraunum sem ýta undir lipurð og hraða aðlögun.

Fínstilla: Nýttu þér lærdóminn, fagnaðu framförum og undirbúðu þig fyrir næstu röskun.

Quote PNG

Only 10% of business leaders say their organizations pivot quickly and effectively.

— The Global State of Strategy: Strategy Management Trends Report 2025. Quantive, 2025.

Fyrirkomulag vinnustofu

Snjöll og hagnýt nálgun

Markhópur

Leiðtogar á öllum stigum vinnustaðarins.

Tímalengd

Vinnustofa á vettvangi er samtals 8 klst. Oft kennd á hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 10 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.

Innifalið

Vönduð innbundin handbók og verkfæri þátttakenda. Stafrænn aðgangur að námsefni og ítarefni með áskrift að Impact platform. 360° rafrænt mat og ítarleg skýrsla fyrir þátttakendur og hópinn.

Handbók í okkar boði

Frá áfalli að stefnumarkandi forskoti

Umbreyttu röskun í tækifæri.  Handbók á ensku:  From Shock to Strategic advantage

Snjöll þjálfun – stafræn þekkingarveita

Vettvangur vaxtar á Impact Platform®

Samstarf á grunni Vettvangs vaxtar felur í sér aðgang að öllum námskeiðum og stafrænum örvinnustofum FranklinCovey á íslensku og 20 öðrum tungumálum.

Hvernig hagnýtir þú aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið á Vettvangi vaxtar. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Snjallnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

Alþjóðlegt matvælaframleiðsla

Að hvetja til vaxtar í gegnum hvatningu starfsmanna

Alþjóðlegt matvælaframleiðslufyrirtæki einblínir á hvatningu starfsmanna til að hvetja til vaxtar á markaði. Með því að virkja u003cemu003e7 venjur til árangursu003csupu003e®u003c/supu003e u003c/emu003enámskeiðið, ná starfsmenn stöðugt nýjum árangri og fyrirtækið er á góðri leið að ná vaxtarmarkmiði sínu.

Mississippi Power

Að virkja menningu forystu og árangurs

Mississippi Power þurfti að undirbúa sig fyrir heildsölubreytingu. Afnám hafta í atvinnugreininni olli gríðarlega miklum breytingum, sem sneru sérstaklega að þjónustu á þeirra vegum. Sjáðu hvernig fyrirtækið innleiddi u003cemu003e7 venjur til árangursu003csupu003e®u003c/supu003eu003c/emu003e til að virkja menningu forystu og árangurs á vinnustaðnum öllum.

X-Fab

Að brúa bilið milli skipulagningar og framkvæmdar

X-FAB er leiðandi steypufyrirtæki sem sérhæfir sig í flaumrænum hálfleiðurum, þurftu að byggja sameiginlegt tungumál og styrkja teymið. Sjáðu hvernig fyrirtækið nýtti u003cemu003e7 venjur til árangurs®u003c/emu003e til að byggja áhrifaríkari persónulega framleiðni og skoða endinn í upphafi verks.

Birchwood Automotive Group

Establishing a Common Language to Communicate Effectively

Birchwood Automotive Group nýtir u003cemu003e7 venjur til árangursu003c/emu003e® til að leggja grunninn að sameiginlegu tungumáli og aðferðafræði til að efla samskipti og viðskiptin í heild. 7 venjur hafa breytt vinnustaðarmenningu sem hefur leitt til aukins hagnaðar.