Að vinna á hraða trausts®
Traust: Afgerandi færni sem má læra.
Einn mikilvægasti gjaldmiðill okkar tíma er traust.
Okkar sítengdi veruleiki byggir á samstarfi sem grundvallast á trausti: sjálfstrausti, trausti milli einstaklinga, trausti milli deilda og vinnustaða og trausti á markaði og innan samfélags. Þegar við “sjáum” traust og mælanleg áhrif þess getum við byggt trúverðugleika, styrkt tengsl og unnið saman að auknum árangri.
Þegar traust er lítið verður fólk tortryggið, heldur til baka í samskiptum, spekúlerar og missir áhugann. Þetta dregur úr framleiðni og eykur kostnað – hvort sem hann er félagslegur, tilfinningalegur eða fjárhagslegur.
Með miklu trausti eykst sjálfstraust og samskipti verða skilvirkari, sköpunarkraftur og helgun aukast til muna. Framleiðni verður meiri og kostnaður minni þegar athygli er beint að markmiðum frekar en að tortryggni og pirringi.
Á námskeiðinu Að vinna á hraða trausts® verða einstaklingar hæfari með því að nota rétta rammann, tungumálið og hegðunina sem leiðir til mikils trausts hjá teymum og vinnustöðum.
Upplifðu menningu trausts.
Upplýsingar um vinnustofu
Lausnin
Á námskeiðinu Að vinna á hraða trausts læra þátttakendur að greina og brúa “gjár trausts” með hliðsjón af eigin trúverðugleika og samböndum í starfi. Með því að nota raunveruleg dæmi í vinnustofunni munu þátttakendur læra að:
- Virkja 13 athafnir til að þróa, endurbyggja og sýna traust.
- Skapa traustsáætlun (e. Trust Action Plan) til að auka persónulegan trúverðugleika og áhrif.
- Æfa samskipti sem einkennast af gagnsæi, virðingu og heiðarleika.
- Greina hvernig má virkja traust í öllum samskiptum.
- Bæta árangur með því að standa við skuldbindingar með samstarfsfólki (e. Peer Accountability Process)
Við hverju má búast
Virði trausts
- Byggja upp virði trausts með því að greina áhrif traustskatta og ávinninga trausts í núverandi verkefnum.
Sjálfstraust
- Sýna traust í verki í gegnum karakter og hæfni og taka ábyrgð á því að auka eigin persónulegan trúverðugleika.
Traust í samböndum
- Skipta út falsaðri hegðun með 13 athöfnum til þess að þróa, endurbyggja og sýna traust í lykilsamböndum.
Áhrifin
Vinnustofan Hraði trausts: Grunnur færir þátttakendum tækifæri til að bæta samskipti, auka hraða og rækta traust meðal samstarfsmanna, milli deilda, með viðskiptavinum, á markaði og í samfélaginu.
Fyrirkomulag vinnustofu
Betri samskipti, hraði, fagmennska á grunni trausts
Markhópur
Námskeiðið hentar fyrir alla starfsmenn vinnustaðarins.
Tímalengd
Vinnustofa á vettvangi er samtals 8 klst. Oft kennt á 2 hálfum dögum. Stafrænar lotur eru 10 x 20 mínútur. 360° mat fyrir og eftir vinnustofu.
Innifalið
Vönduð vinnubók þátttakenda – á íslensku eða 20 öðrum tungumálum. Hraði trausts: Aðgerðaspil Hraði trausts: Bók Hraði trausts: Appið Aðgerðaráætlun um traust (TAP) Ítarleg 360° skýrsla fyrir hvern og einn og hópinn
Traust er grundvöllurinn fyrir því að allt gangi, grundvöllurinn að samheldnu árangursríku teymi. Allir sem hafa áhuga á að ná árangri ættu að fara í gegnum þetta efni.
Frí handbók
10 samtöl til að byggja upp traust
Verkfæri fyrir leiðtoga á öllum stigum vinnustaðarins.
Stafrænt fræðslusetur
All Access Pass®
AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku.
Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey
Þetta námskeið er innifalið á Vettvangi vaxtar á Impact Platform FranklinCovey®. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.
Stafræn örnámskeið
Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.
Vinnustofa á vettvangi
Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.
Fjarnám
Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.