Forskot í framkomu og kynningum®

Upplýstu og sannfærðu eina manneskju eða hundrað.

Tapaður tími, afkastarýrir fundir og týnd tækifæri geta orsakast af lélegum kynningum. Skortur okkar á góðum leiðum til að miðla, upplýsa og sannfæra er falinn kostnaður og fjárfrekur hluti af rekstri vinnustaða 21. aldarinnar.

Vinnustofan Forskot í framkomu og kynningum aðstoðar þátttakendur við að miðla upplýsingum með árangursríkum hætti. Þátttakendur læra færnina sem felst í því að upplýsa, sannfæra og hafa áhrif á aðra með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugavísindum.

Með öflugum kynningum má skapa meðvitaða umbreytingu í þekkingu og hegðun fólks, teyma og vinnustaða sem hafa áhuga á því að efla sitt samkeppnisforskot.

Upplýsingar um námskeið

Grunnurinn

Eftir námskeiðið munu þátttakendur geta:

  • Skilgreint árangur kynninga.
  • Skilið “tengslaviðhorfið.”
  • Séð að viðhorf + ferli = góður árangur kynningar.
  • “Tengst” áhorfendum bæði stafrænt og á vettvangi.

Þróaðu öflug skilaboð

  • Skilgreindu skýran tilgang bakvið skilaboðin.
  • Skapaðu eftirminnilegan inngang og lokaorð.
  • Þróaðu lykilpunkta til að styðja við tilganginn.
  • Notaðu sjónræna þætti til að auka athygli og varðveislu skilaboðanna.
  • Hannaðu árangursríkar glósur og stikkorð.

Miðlaðu af sannfæringu

  • Stýrðu upplifuninni.
  • Komdu myndefni áleiðis af sannfæringu.
  • Stjórnaðu góðri og slæmri streitu.
  • Stjórnaðu spurningum og virkni hópsins.
  • Nýttu þér stafrænt “fyrir og eftir” matsefni.
  • Náðu tökum á nýrri færni með 5 vikna ferlinu (e. 5-Week Quickstart process).

Frí handbók

Tímastjórnun: 7 ráð til að sinna því sem mestu máli skiptir

Þessi hagnýta handbók fer yfir 7 tillögur til að nýta lögmál tímastjórnunar.

Viðburðir

Forskot í framkomu og kynningum – viðburðir

Finndu vinnustofu á vettvangi, stafræna vinnustofu eða stafræna vegferð í dag.

Hvernig þú getur hagnýtt aðferðir og verðlaunaefni FranklinCovey

Þetta námskeið er innifalið í All Access Pass® á vegum FranklinCovey. Sú áskrift veitir vinnustað þínum ótakmarkaðan aðgang að öllu okkar efni, hvar og hvenær sem er.

Stafræn vinnustofa

Kraftmikil fjarnámskeið með ykkar eða okkar þjálfurum.

Vinnustofa á vettvangi

Skemmtilegar og áhrifaríkar vinnustofur á vettvangi.

Fjarnám

Öflug stafræn þjálfun sem er aðgengileg fyrir fólkið þitt hvar sem er, hvenær sem er.

Sögur viðskiptavina

PepsiCo

Að rækta samkennd í leiðtogum á vinnustaðnum öllum

PepsiCo Foods í Norður-Ameríku þurftu á stöðugri leiðtogaþjálfun að halda sem innihélt efni sem þróaðist með tímanum. Með því að nýta efni úr All Access Pass® á vegum FranklinCovey, gátu þeir hleypt af stokkunum CORE forystuverkefninu sem sneri að því að rækta samkennd í leiðtogum á öllum stigum vinnustaðarins.

Vibe Group

Lærdómur og þróun

Vibe Group er sívaxandi ráðgjafafyrirtæki sem einblínir á upplýsingatækni. Vibe Group var stofnað árið 2011 og í dag eru  300+ innri og 1,000 ytri starfsmenn sem starfa á vegum fyrirtækisins. Sjáðu hvernig þeir unnu með FranklinCovey til að auka lærdóm og þróun innan vinnustaðarins til þess að styðja þennan hraða vöxt.

SM Energy

Að skapa menningu persónulegrar forystu

SM Energy einblínir á að auka helgun og viðhalda færni með því að skapa menningu persónulegrar forystu. Með því að nýta All Access Pass® tala leiðtogar nýtt tungumál, þeir skapa sambönd þar sem samstarf er virt og ræða opinskátt hvernig þeir geta náð markmiðum sínum á árangursríkari hátt.

Alþjóðleg ráðningarstofa

Að skapa menningu alhliða vaxtar

Alþjóðleg ráðningarstofa vinnur markvisst að því að skapa forsendur til að bæta vinnustaðarmenningu. Með aðstoð 4 lykilhlutverka leiðtoga™, lærir starfsfólk víðsvegar um heiminn sameiginlegt tungumál og sameiginlegan skilning hvort á öðru.